Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1989, Qupperneq 13

Læknablaðið - 15.03.1989, Qupperneq 13
LÆKNABLAÐIÐ 87 Tafla I. Aldur og hæð móður, meðgöngulengd, fœðingarþyngd og fjöldi fyrri fœðinga í 46 skráðum tilvikum axlaklemmu. Marktækni er reiknuð miðað við samanburðarhóp með staðalskekkju mismunar meðalgilda. Skráð tilvik Meðal- tal S.D. Saman- burðarhópur Meðal- tal S.D. P Aldur móður (ár) .. 28 5,2 28 5,4 N.S. Hæð móður (cm) .. 162 5,3 167 5,4 <0,001 Meðgöngulengd (vikur) 40,5 1,2 40.2 1,1 <0,001 Fæðingarþyngd (g) . 4.363 451 3.655 476 <0,001 Fyrri fæðingar 1,3 1,2 1,0 1,0 <0,001 S.D. = standard deviation: meðalfrávik. N.S. = not significant: ekki marktækur munur. Tafla II. Tegundir ogfjöldi sjúkdómsgreiningar allra barna 46 skráð og 132 óskráð tilvik og eftirstöðvar við tveggja ára aldur. Fjöldi tilvika Eftir- Tegund áverka Skráð óskráð stöðvar Taugaskaði 7 4 1 (2*) Köfnunardá 7 3 — Viðbeinsbrot 6 7 - Upphandleggsbrot 1 — - *) Bami fylgt til níu mánaða aldurs. Tafla III. Aldur og hæð móður, meðgöngulengd, fæðingarþyngd og fjöldi fyrri fæðinga 1132 tilvikum, þar sem í fæðingarlýsingu var tekið fram að staðið hafi á öxlum en axlaklemma var óskráð. Marktœkni er reiknuð út frá samanburðarhópi með staðalskekkju mismunar meðalgilda. Óskráö Saman- tilvik burðarhópur Meðal- Meðal- tal S.D. tal S.D. P Aldur móður (ár) .. 26,3 5,8 27,5 5,4 <0,001 Hæð móður (cm) .. Meðgöngulengd 167 5,0 167 5,4 N.S. (vikur) 41,3 0,9 40,0 1,1 <0,001 Fæðingarþyngd (g) . 4.465 336 3.655 476 *) Fyrri fæðingar 1,2 1,3 1,0 1,0 <0,001 Skýringar = sjá töflu I. *) = ekki reiknað, þar sem óskráð tilvik voru öll = >4.000 g. Meðalaldur var aðeins lægri en hjá samanburðarhópnum, en meðalhæð svipuð. Meðalþyngd mæðranna var 80,3 kg (59-112 kg). Meðgöngulengd var á bilinu 39-43 vikur og að meðaltali lengri en hjá samanburðarhópnum. Fæðingarþyngd barnanna var á bilinu 4.005-5.290 g. Mat ljósmóður á þyngd barns fyrir fæðingu var frá 1.475 grömm minna til 640 grömm meira en raunveruleg þyngd, að meðaltali 457 grömm minna. Fyrri fæðingar voru á bilinu 0-6 börn, að meðaltali fleiri en hjá samanburðarhópnum. Lengd fyrsta stigs var frá 26 mínútum upp í 19 klukkustundir. Lengd annars stigs var frá tveim mínútum í tvær klukkustundir og 19 mínútur, að meðaltali 32 mínútur. Sogklukka eða töng voru notaðar í 17 skipti (12,8%). Grindarmælingar fundust af 18 konum. Samanlögð grindarútgangsvídd var alltaf yfir 31,5 cm. Utanbastsdeyfing var lögð í 22 skipti (10,6%). Fæðingaráverki (Tafla II) greindist hjá 13 börnum (9,8%). Eitt barn hafði fleiri en einn áverka. Fæðingaráverkar. Heildarfjöldi áverka hjá skráðu og óskráðu tilvikunum var 35 hjá 27 börnum. Tuttugu börn (74,1%) voru með eina greiningu, sex með tvær (22,2%) og eitt með þrjár. í öllum sex tilvikum þar sem börnin hlutu tvær sjúkdómsgreiningar var köfnunardá önnur. Eitt barn var með köfnunardá, upphandleggsbrot vinstra megin og taugaskaða hægra megin. Við síðustu eftirskoðun voru tvö börn með skertar axlar- og handleggshreyfingar vegna taugaskaða (Tafla II), bæði úr hópi skráðra tilvika. Þá var annað barnið tveggja ára en hitt níu mánaða og greining því ekki endanleg. Öll börn með taugaskaða voru með Erb-Duchenne- lömun. Öll börn með köfnunardá höfðu verið útskrifuð úr eftirskoðun fyrir 12 mánaða aldur og voru talin heilbrigð. UMRÆÐA Tíðni fæðinga með axlaklemmu sem sjúkdómsgreiningu hefur aukist á Kvennadeildinni síðari árin, trúlega vegna bættrar skráningar, fremur en að um aukningu tilfella sé að ræða. Þó ber þess að geta að fæðingarþyngd barna fer vaxandi (8). Af skráðu tilfellunum reyndust 80% barnanna vega meira en 4.000 grömm. Seigworth (9) fann einnig að um 80% barna sem lentu í axlaklemmud voru yfir þessari þyngd. Ekki skal fullyrt að raunveruleg axlaklemma hafi verið fyrir hendi í öllum óskráðu tilvikunum. Ef gert er ráð fyrir að svo sé, varð axlaklemma í 2,1% fæðinga árin 1982-86. Þetta er hærra en í erlendum athugunum (2). Skýringin felst að nokkru í mismunandi skilgreiningu á axlaklemmu, en tíðnin á íslandi gæti þó verið

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.