Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1989, Side 17

Læknablaðið - 15.03.1989, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 91-4 91 Ágúst Oddsson'), Halldór Jónsson'), Guðjón Magnússon2,3) og Jóhann Ágúst Sigurðsson3,4) ÁVÍSANIR Á SÝKLALYF Könnun á ávísanavenjum heimilislækna á sýkialyf á Suðurnesjum og í Hafnarfirði 1.-15. apríl 1986. INNGANGUR íslenskir læknar hafa um árabil ávísað hlutfallslega meira af sýklalyfjum (1) en gert er á hinum Norðurlöndunum. Þeir skera sig einnig úr með mikilli notkun breiðvirkra sýklalyfja og þá aðallega úr flokki ampisillína. Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram sem skýring á þessu (2, 3) svo sem að: * bakteríusýkingar séu algengari hér á landi en erlendis, * fjöldi ávísana á sýklalyf sé hugsanlega háður menntun Iæknisins, starfsálagi, starfsaðstöðu, aldri, kennslu í grunnnámi, framhaldsnámi eða endurmenntun, * verðlagning lyfja og hlutur sjúklinga i þeim kostnaði hafi áhrif á neysluna, * þekkingu lækna og kennslu hérlendis á þessu sviði sé ábótavant, * auðvelt sé að ná til læknis. Heimilislæknar ávísa flestum lyfjum utan sjúkrahúsa (4). Erlendis er talið að hlutur þeirra hvað varðar sýklalyfjaávísanir eingöngu sé um 85% (5). Tilgangur þessarar könnunar var að athuga ávísanir á sýklalyf á Suðurnesjum og í Hafnarfirði og ávísanavenjur einstakra heimilislækna á þessu svæði. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Hér er um að ræða hluta af stærri könnun á öllum ávísunum á íbúa Suðurnesja og Hafnarfjarðar á tímabilinu 1.-15. apríl 1986 og greint hefur verið frá áður í þessu blaði (4). Á svæðinu eru tvær heilsugæslustöðvar með 11 fastráðnum heimilislæknum sem þjóna samtals 27576 íbúum. Fimm þessara lækna voru á aldrinum 30-39 ára, einn á fimmtugsaldri, þrír á milli 50-59 og tveir 60-69 ára. Fjórir þeirra höfðu enga framhaldsmenntun, fjórir voru með 1) Heilsugæslustöð Hafnarfjarðar, 2) Landlæknisembættið, 3) Háskóli íslands, heimilis- og félagslækningar, 4) Héraðslæknir Reykjaneshéraðs. Barst 17/08/1988. Samþykkt 12/10/1988. sérmenntun í heimilislækningum, tveir í lyflækningum og einn í skurðlækningum. Allar lyfjaávísanir á sýklalyf úr flokknum »Antibiotics and chemotherapeutics for systemic use«, J 01 og J 03 voru skráðar samkvæmt Sérlyfjaskrá 1986 og flokkun Norrænu lyfjanefndarinnar (NLN) (1). Jafnframt var skráður styrkleiki ávísaðs lyfs, ávísuð skammtastærð, sólarhrings- og heildarmagn, aldur og kyn sjúklings, númer læknis, útgáfudagur lyfseðils svo og kostnaður sjúklings og sjúkrasamlags við hverja lyfjaávísun. Sýklalyf voru flokkuð í fimm aðalflokka (tetrasyklin, ampisillín, pensillín, makrolíða og önnur lyf). Reiknaðar voru innbyrðis hlutfallstölur hvers aðalflokks. Fjöldi dagskammta (DDD) var reiknaður út samkvæmt skilgreiningum NLN (1). Þegar könnunin fór fram tóku heimilislæknarnir á Suðurnesjum sjálfir vaktir á kvöldin og um helgar, en ekki læknarnir í Hafnarfirði. Tíðni og hlutfall ávísana vaktlækna í Hafnarfirði var því jafnframt athugað sérstaklega. Sjúklingahópnum var skipt í tvo aldurshópa, þ.e. yngri en 15 ára annars vegar, og 15 ára og eldri hins vegar. Þetta var gert til þess að minnka áhrif aldurs sjúklings við samanburð á lyfjavali einstakra lækna. Tölfrceðilegir úrreikningar. Notað var tveggja hliða kikvaðratpróf við tölfræðilegan samanburð á ávísuðu magni einstakra lyfjaflokka milli svæða. Við samanburð á DDD milli byggðarlaga var tekið mið af fjölda íbúa hvors svæðis fyrir sig og fjölda daga sem rannsóknin stóð yfir samkvæmt formúlunni: i _ (a + b) M, \ 1 2 , = 1 M, + M„ ) (a + b) M, M0 (M, + M0)2 a og b er fjöldi dagskammta lyfja og M1 og M0 er íbúafjöldi á Suðurnesjum og í Hafnarfirði. Það má því hugsa sér að nefnarinn í lyfjanotkuninni,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.