Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1989, Síða 24

Læknablaðið - 15.03.1989, Síða 24
98 LÆKNABLAÐIÐ Tafla VI. Keisaraskurðir á íslandi árið 1930. Staður Ábending Aldur Lifði móðir Lifði barn Læknir Reykjavík Febrilia sub partu 47 ár já ? G. Thoroddsen Reykjavík Pre-eclampsia 21 ár já 7 M. Einarsson Akureyri Pre-eclampsia 35 ár já já Str. Matthíasson Akureyri Placenta previa 39 ár já já Str. Matthíasson Akureyri Pelvis spondylolisthesica 34 ár já já Str. Matthíasson Isafjörður Placenta previa 39 ár já nei Vilm. Jónsson ísafjörður Placenta previa 37 ár já já Vilm. Jónsson Tafla VII. Keisaraskurðir utan Landspítalans árín 1930 til 1939. Ár Reykjavík Akureyri ísafjörður Vcstmannaeyjar Blönduós Siglufjörður Þingeyri Alls 1930 2 3 2 7 1931-35 5 4 1 2 í 2 1 16 1936-40 1 3 7 2 í 2 16 Samtals 8 10 10 4 2 4 1 32 leit hafa komið fram 8 aðgerðir - samanber töflu I. Gerðir voru 7 keisaraskurðir árið 1930, sem er talsverð aukning frá því sem verið hafði. Allan þennan áratug virðast ekki hafa verið gerðir fleiri keisaraskurðir en 7 á ári en þó jafn margir árin 1933 og 1939. f töflu VI kemur fram að árið 1930 voru gerðir tveir keisaraskurðir í Reykjavík, þrír á Akureyri og tveir á ísafirði. Engar nýjar ábendingar koma þar fram og svo er að sjá að allar mæður lifi af aðgerðina. Hins vegar vantar upplýsingar um afkomu tveggja barna en eitt lést. Keisaraskurðina á ísafirði gerði Vilmundur Jónsson, sem skömmu seinna varð landlæknir, en keisaraskurðina þrjá á Akureyri gerði Steingrímur Matthíasson. Við höfum áður vikið að greinaröð Steingríms, sem hann skrifaði í Læknablaðið á árunum 1918 til 1922 »Memoranda et memorabilia úr fæðingarpraxis«. Það er líklega ekki seinna vænna að viðurkenna Steingrím sem brautryðjanda í fæðingarfræði á íslandi eftir þau afrek sem hann vann og hefur raunar lýst í fyrrnefndum greinaflokki. Frekari rannsókir á störfum og skrifum Steingríms hljóta að vera verðugt rannsóknarverkefni. Ef við litum aftur til ársins 1930 og aldursskiptingar kvennanna kemur í ljós að meðalaldur þeirra sem fara í keisaraskurð er 36 ár. Þetta sama ár deyja 9 konur vegna barnsfara og barnsfararsóttar á íslandi og eru alvarlegustu fæðingaerfiðleikar taldir vera föst fylgja, grindarþrengsl, fyrirsæt fylgja og fæðingarkrampi. í Heilbrigðisskýrslum 1931 er þess getið að 120 læknar séu á landinu og þar af 43 í Reykjavík. Starfandi hjúkrunarkonur voru aðeins 63 (3). Báðir keisaraskurðirnir í Reykjavík 1930 voru gerðir á Landakoti sem og tvær aðgerðir árið 1935, en eftir það urðu þær ekki fleiri utan ein, sem Kjartan Magnússon gerði 1972 (8). Þannig spannar aðild Landakots 62 ár í sögu keisaraskurða á íslandi. Tafla VII sýnir keisaraskurði utan Landspítalans á árunum 1930-1940. Kemur nú í ljós keisaraskurður á Þingeyri 1932 í fyrsta og e.t.v. seinasta skipti, en hér var um að ræða konu sem reynt hafði verið að hjálpa með tangartaki ítrekað en án nokkurs árangurs og munu hvorki móðir né barn hafa lifað af þá aðgerð. Nokkuð stingur í augu að á árunum 1936-1940 voru gerðir á fæðingadeild Landspítalaris 11 keisaraskurðir en hvorki meira né minna en 7 á ísafirði. Þá er þess getið að gerðir hafi verið þrír keisaraskurðir á Landakoti á árunum 1931-1935 en við athugun á sjúkraskrám þar hafa ekki fundist nema tvær aðgerðir. Af þessu má sjá að nokkur aukning varð á fjölda keisaraskurða á þessum áratug, en ábendingar nánast óbreyttar frá því sem verið hafði.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.