Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1989, Side 27

Læknablaðið - 15.03.1989, Side 27
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 101-16 101 Tvennt skipti mestu máli fyrir þær miklu framfarir, er uröu í skurðlækningum á síðari hluta 19. aldar. Var það annars vegar tilkoma svæfinga og hins vegar upphaf smitvarnar (antisepsis) fyrir tilstilli sótthreinsiefna. Smiteyðing (disinfektion) með sótthreinsiefnum skipti hér og máli. Við svæfingum var víðast tekið strax af mikilli hrifningu, en smitvörn og smiteyðing áttu harla erfitt uppdráttar í fyrstu og var treglega við þeim tekið lengi vel. Ástæða þessa var einkum sú, að þekking lækna á bakteríum eða öðrum sýklum var gersamlega í molum fram á 9. tug siðustu aldar. Var því lítil von til þess, að læknar hefðu almennt skilning á eða hugboð um gildi smitvarnar og smiteyðingar við skurðaðgerðir fyrr en um eða eftir 1890. Þrátt fyrir viðamikla þekkingu á bakteríufræði, er varð læknum almenn þegar á fyrri hluta 20. aldar, gætti þó enn á þeim árum sams konar tregðu, og stundum næsta furðulegrar tregðu, til þess að skynja gildi sýklalyfja við lækningar. Hér mun fyrst verða reynt að rekja mjög stuttlega upphaf svæfinga og upphaf vísindalegrar bakteríufræði. Er það gert til þess að varpa fyllra ljósi á þau meginatriði, sem hér er fjallað um. Þá verður leitast við að rekja upphaf smitvarnar og smiteyðingar með sótthreinsiefnum svo og upphaf sýklalyfja. Árið 1824 gerði breskur læknir, Henry Hickman að nafni, tilraunir með koloxíð og glaðloft í dýrum. Misstu dýrin vökuvitund og dofnuðu gegn hvers konar sársauka. Stakk hann upp á því að nota efni þessi til deyfingar við skurðlæknisaðgerðir. »Var þessu enginn gaumur gefinn, en maðurinn talinn hérvillingur, og dó hann vonsvikinn tæplega þrítugur að aldri» (1). - Fyrsta svæfing á sjúklingi í þágu skurðaðgerðar, sem talið er, að staðið gæti undir nafni, var gerð í Massachusetts General Hospital 16. október 1846. Var etri (etýletri) notaður til svæfingarinnar og einkum vegna þess, að menn þekktu áhrif etravímu úr samkvæmum! Skurðlæknir við þessa fyrstu aðgerð i etrasvæfingu hét John Collins Warren og á hann að hafa sagt að aðgerðinni lokinni, er gerð hafði verið að viðstöddum hópi vantrúaðra lækna: »Herrar mínir, þetta er engin blekking!» (2). - Segja mátti, að læknar tækju í þessu tilviki óvenjulega fljótt við sér, því að þegar í nóvember sama ár er staðfest, að etri var notaður í London við svæfingu á manni, sem tekinn var af fótur. Viðstaddur þá aðgerð var Joseph Lister, þá stúdent, er síðar gerist brautryðjandi smitvarnar og fjallað verður um hér á eftir (3). - Ári síðar tóku læknar í Edinborg að nota klóróform við svæfingar m.a. við fæðingar. Einn helsti skurðlæknir Frakka á þeim árum var viðstaddur klóróformsvæfingar í Edinborg og var klóróform þegar reynt í París að honum heimkomnum. Árið 1848 var verkun klóróforms til svæfingar kynnt í Vísindafélagi Parísarborgar. Breiddist notkun þess nú mjög út, þar eð það þótti taka etra fram (4). - Fyrsta svæfing með klóróformi hér á landi virðist ekki hafa orðið fyrr en 1856. Var þar að verki Jón Finsen (1826-1885), er var héraðslæknir í austurhéraði norðuramtsins 1856-1867. Þótt undarlegt megi virðast, er ekki unnt að finna því stað, að klóróform hafi aftur verið notað til svæfinga á íslandi (eða önnur svæfingarlyf) fyrr en 1865. Gerði þá Jón Hjaltalín (1807-1882), landlæknir, fyrsta keisaraskurð á íslandi með aðstoð franskra lækna, er fylgdu frönskum fiskiskipum hér við land. Eftir það fjölgaði svæfingum loks í höndum íslenskra lækna (5). Louis Pasteur (1822-1895) er yfirleitt talinn upphafsmaður vísindalegrar bakteríufræði og raunar örverufræði í viðari skilningi. Pasteur varð prófessor í efnafræði í Lille i Frakklandi árið 1854. Tveimur árum síðar tók hann sér af tilviljun fyrir hendur að rannsaka með hverjum hætti etanól myndaðist við gerjun eða öllu heldur, hvað ylli því, að slík gerjun gengi úrskeiðis. Hann sýndi fram á, að gerjun er að rekja til ýmissa gersveppa eða baktería, er í hverju einstöku tilviki kann að leiða til myndunar tiltekinnar afurðar (etanól, ediksýra, mjólkursýra o.fi.). Hann sýndi jafnframt fram á, að gerjanlegan vökva mátti

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.