Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1989, Síða 34

Læknablaðið - 15.03.1989, Síða 34
104 LÆKNABLAÐIÐ svokallaða karbólúðun (fenólúðun) í skurðstofum, er hann stundaði lengi (mynd 3). Úðun þessi hefur eflaust verið virk, en var mjög erfið öllu skurðstofufólki vegna ertingar í vit og á höndum. Hann dýfði einnig fingrum í fenóllausn fyrir aðgerð, lagði saumgarn í fenóllausn og einnig verkfæri og gætti þess að snerta sem minnst sárin, sem hann gerði að (11). Lister gerði árið 1867 grein fyrir smitvarnaraðferðum sínum í Lancet. Greinin heitir: »On the antiseptic principle in the practice of surgery« og birtist 21. september það ár. Greinin hefst á hugleiðingum og athugunum Listers á eðli sárasmitunar. Því næst víkur hann að þeim sannindum, er rannsóknir Pasteurs höfðu leitt í Ijós. Honum farast svo orð: »But when it had been shown by researches of Pasteur that the septic property of the atmosphere Mynd 3. Karbólúðarí (»karbolspray«) Listers. Lister beitti fenóigufu (karbólgufu), sem framleidd var í svokölluðum karbólúðara. Neðst var sprittlampi, er hitaði vatn í katli þar fyrir ofan (aðalhluti tcekisins). Vatnsgufan úr katlinum dró því nœst og dreifði fenóli (karbólsýru) úr íláti, semfest var á hœgri hlið ketilsins. Glasið á myndinni er í sömu stöðu og ílátið var haft, en er ekki upprunalegt. Tækið er í Medicinsk-historisk Museum I Kaupmannahöfn og var myndin birt í ML-nyt 13. ágúst 1988. Hún er hér birt eftir Ijósmynd í vörslu Medicinsk laboratorium I Kaupmannahöfn að fengnu leyfi. depended, not on the oxygen or any gaseous constituent, but on minute organisms suspended in it, which owed their energy to their vitality, it occurred to me that decomposition in the injured part might be avoided without excluding the air, by applying as a dressing some material capable of destroying the life of the floating particles.» - Árangri vinnu sinnar lýsir Lister svo nær lokum greinarinnar: «But since the antiseptic treatment has been brought into full operation, and wounds and abscesses no longer poison the atmosphere with putrid exhalations, my wards, though in other respects under precisely the same circumstances as before, have completeley changed their character, so that during the last nine months not a single instance of pyæmia, hospital gangrene, or erysipelas has occurred in them.» Greininni lýkur Lister svo: «As there appears to be no doubt regarding the cause of this change, the importance of the fact can hardly be exaggerated» (12). Það var þó einmitt hér, sem Lister skeikaði, því að mjög margir læknar ýmist neituðu að trúa honum eða reyndu smitvarnaraðferð hans með hangandi hendi. Lister fluttist til Edinborgar 1869. Þar breytti hann smitvarnaraðferð sinni verulega og þar tók hann upp úðun með fenóli, svokallaða karbólúðun, er fyrr ræðir. Fór svo, að ýmsum þótti smitvarnaraðferð Listers ærið erfið og flókin, en einkum var karbólúðun, eins og Lister tíðkaði hana, mörgum andstæð. 1 Edinborg tók hann að nota girni til þess að undirbinda æðar og hann gerðist forgöngumaður um að nota sárakera úr gúmmí. Frægt er, að Lister gerði í Edinborg áfallalaust aðgerðir á hnjálið, er án smitvarnar hefðu óhjákvæmilega leitt til sýkingar og að jafnaði dauða þeirra, sem í hlut áttu (13). Andstaða gegn Lister var enn sem fyrr mikil meðal breskra lækna, en franskir, þýskir og danskir læknar heimsóttu hann í Edinborg (eða áður í Glasgow) og tóku upp merki hans, er heim kom, eða hófu það á loft af lestri ritgerða hans einungis. Meðal þessara manna voru þrír danskir læknar (tveir skurðlæknar og fæðingalæknir), er allir urðu framámenn í sinum greinum og hlutu að hafa áhrif á íslenska lækna, er sóttu menntun eða framhaldsmenntun í Danmörku (14). Árið 1877 bauðst Lister prófessorsstaða í skurðlækningum í London. Hann hikaði að vonum lengi við að taka stöðuna, enda var hann orðinn fastur í sessi í Edinborg og í London voru þar á ofan helstu andstæðingar hans um gildi smitvarnar við skurðlækningar. Það lýsir Lister

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.