Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1989, Page 40

Læknablaðið - 15.03.1989, Page 40
108 LÆKNABLAÐIÐ Rannsóknir Ehrlichs og samverkamanna beindust í stuttu máli að því að koma þrígildu arsen í lífrænan efnisbúning, er gerði kleift að lækna trypanosomiasis eða sýfilis í mönnum og tilraunadýrum án þess, að dýrin eða menn þyrftu nauðsynlega að verða fyrir umtalsverðu tjóni eins og af hlytist, ef ólífræn arsensambönd hefðu verið notuð (25). Árangur af rannsóknum á verkun lyfja á trypanosoma var ekki fullnægjandi. Hins vegar tókst Ehrlich og samverkamönnum hans árið 1909 að framleiða arsensamband (arsfenamín), er fékk sérlyfjaheitið Salvarsan (Hoechst) og skipti sköpum við meðferð á sýfilis. Með þessu lyfi, einu sér eða ásamt öðrum lyfjum, mátti í fyrsta sinn lækna sýfilis, ef nægjanlega fljótt var hafist handa og í mörgum tilvikum án þess, að sjúklingar hlytu af varanlegt mein (25-27). Hér er þess að minnast, að sýfilis var á öldinni sem leið og fram á þessa öld banvænn og ólæknandi sjúkdómur á borð við eyðni nú á dögum. Salvarsan (mynd 5) var svo aðallyfið gegn sýfilis þar til penicillínsambönd leystu það af hólmi á 5. áratug þessarar aldar. Hoechst am Main ethsliMl ciporut Nr. 606 DioxycliamtdourHcnobcnz * Hchlorhydrat. ron C tuerst dorgcsteUt und auf Grund d«r ron Dr. >a au»9eK»hrten Tiorvorwuch ieaeíchnung ,S ALVARSAN tos untomtelit der K fi e r Fa b r i k a t i nd di o Abo r d w 1 r mk..si .-aýai o 1 dt e r 3MB o 1 ° < det Horrn Gebcnj '•olrariani Nob| ttnroinen Salvai íafmrat Protetioi g«ben, w ei ch e» h rnwandfreie Besdxt Dr. P. Ehrlldt von gantc iRchwere Ge K ch d a h i n j\\ r Leitun ■t d a d u r di a. 34% Arsett cnthfilt und sld iktion iu Injektlomm ungeeigm luror F |pr G«i |Ioitcr» Blflor primðron. Bckundörcn utid tcrtiören Luc« ! ,í*sBSnauptindikationsqebíet fur dos Mittcl btlden T?SS<iFrau RÍIbadcrs qiínstige Hesultotc wurden namentlich in solcfcen Föll rkfeltcn. Mit bcmerkenswerten Hosultatcn wurdc Salvarson oudt vie bei horeditÖrcr Lue* verwendet Nach den roriieqenden Erfi— iparalyse und Epilcpste, die auf syphilitischer Grundiage beruhcn, wenn seine Anwendunq sofort bei den aUereruten Krankhritssympt pirillencrkrankunyen. f’etner Malaria und Sumpitiebcr stnd Krankn tn angezeigt ersdtcint. Auch in achweren Fölien von Pemphigus, Lichi erven- und Blutkrankheiten, bei denen eine Arsenkur uugezeígt ers oehracht werden. Mynd 5. Salvarsan (þurrefni í lykjum). Efst til vinstri á myndinni má sjá »Praparat nr. 606«, en arsfenamín, er þýska lyfjaverksmiðjan Hoechst setti á markað undir heitinu Salvarsan árið 1910, var 606. arensambandið, sem Ehrlich og samverkamenn hans reyndu með tilliti til verkunar á sýfilis (ogfleiri sýkingar). Neðar má greina upplýsingar um iyfið, ábendingar fyrir notkun ogfleira. Eftir frummynd í hefti, sem Hoechst gaf út árið 1984 til þess að minnast 100 ára starfsafmœlis og nefnist: »Ein Jahrhundert im Dienst der Medizin«. Birt með góðfúslegu leyfi cand. pharm. Sigurðar Jónssonar, H. Ólafsson & Bernhöft, sem eru umboðsmenn Hoechst á fslandi. Ehrlich fékk Nóbelsverðlaun árið 1908 (ásamt Metchnikoff) fyrir rannsóknir sinar á sviði ónæmisfræði. Sýklalyf voru ekki nefnd í forsendum fyrir verðlaunaveitingunni (25). í því sambandi er þess þó að gæta, að þau verk, sem hann varð frægastur fyrir á sviði sýklalyfja, voru þá enn óunnin. í heild er samt augljóst, að vægi Ehrlichs Iá ekki fyrst og fremst í að framleiða Salvarsan, heldur mun fremur, að hann grundvallaði sýklalyfjafræði og þær reglur, sem farið er eftir við meðferð á sýkingum með sýklalyfjum. Adrien Albert orðar þetta svo: »His influence on the development of chemotherapy came not so much from these discoveries as from his clear delineation of the principles involved in treating infectious diseases with chemicals of low molecular weight« (25). Fyrstu árin eftir dauða Ehrlichs (1915) voru aðeins framleidd og reynd sýklalyf, sem ætluð voru við meðferð á trypanosomiasis, schistosomiasis, malaríu og amöbusýkingum. Ekki bólaði á nýjum bakteriulyfjum, er staðist gætu klíníska raun þ.e.a.s. að drepa eða hefta fjölgun sjúkdómsvaldandi baktería í blóði sjúklinga. Var raunar á þeim árum ríkjandi skoðun meðal lækna, að slík lyf yrðu trauðla nokkru sinni fundin (25). Fyrstu bakteríulyfin eftir arsfenamín, sem staðið gátu undir nafni, komu fram á árunum 1933-1936, og er sú saga rakin á eftir. Áður en svo langt var liðið höfðu þó verið gerðar grundvallarathuganir á möguleikum þess að vinna á sýkingum af völdum baktería með lyfjum af alveg nýrri gerð. Sá, sem hér átti hlut að máli, hét Alexander Fleming (1881-1955), skoskur læknir og sérfræðingur í bakteríufræði, er nam læknisfræði í læknaskólanum við St. Mary’s Hospital í London og starfaði þar síðan nær alla ævi. Fleming vann lengstum undir stjórn helsta brautryðjanda ónæmislækninga í Bretlandi, Sir Almroth Wright. Wright hafði sett á stofn Inoculation Department (eins konar bólusetningadeild) við St. Mary’s Hospital árið 1902 og þar hóf Fleming störf árið 1906. Fyrst löngu síðar, þegar Fleming var orðinn frægur, tók hann við forstöðu deildarinnar af Wright og varð formlega prófessor. Wright hélt því ætíð fram, að allar sýkingar mætti lækna með því að efla mótstöðuafl líkamans, en einkum með mótefnum, er ýmist mynduðust í líkamanum með eða án

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.