Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1989, Side 41

Læknablaðið - 15.03.1989, Side 41
LÆKNABLAÐIÐ 109 Mynd 6. Alexander Fleming (1881-1955). Gerðist frumkvöðull nýrra hugmynda um meðferð sýkinga og einangraði fyrstur manna sýklalyf, að vísu mjög óhreint, úr örverugróðri. Hugmyndir hans þóttu I fyrstu nœsta fjarstœðukenndar, en ollu síðar straumhvörfum í lceknisfrœði. bólusetningar eða væri komið í blóðið með gjöf sermis, er hefði ákveðin mótefni að geyma. Wright heyktist aldrei á gildi »serumterapíu« og gat aldrei sætt sig við, að »kemóterapía« væri fullgild aðferð til lækninga á sýkingum. Urðu um þetta mikil átök milli læriföður (Wrights) og lærisveins (Flemings) svo sem víða er rakið í framúrskarandi vel ritaðri ævisögu Alexander Flemings (La vie de Sir Alexander Fleming) eftir franska rithöfundinn André Maurois (hér er stuðst við danska þýðingu 1960). Þessi afstaða Wrights var sýnu athyglisverðari fyrir þá sök, að Wright þekkti Ehrlich vel og hann heimsótti Wright í London til þess að kynna kenningar sínar um sýklalyf. Hann skildi þá eftir Salvarsan, sem Fleming notaði með mikilli leikni (það þurfti að gefa í æð, sem þá var óvanalegt og þótti nýstárlegt). Fleming læknaði þannig allmarga sjúklinga, er haldnir voru sýfilis, og fylgdist með þeim árum eða áratugum saman (28). Hvorki þetta, né neitt annað fékk hnikað Wright eitt hænufet a.m.k. ekki fyrr en á hans efstu árum! Á árum fyrri heimsstyrjaldar starfaði Fleming ásamt öðrum breskum læknum undir stjórn Wrights í spítala í Norður-Frakklandi. Hann varð þar vitni að því, hve ógnvekjandi meiðsl hermenn hlutu á vígvellinum af völdum sprengikúla, er raunar voru mun mannskæðari en áður hafði þekkst. Hann varð jafnframt vitni að því, hve fljótt slík sár ígerðust af venjulegum sárabakteríum, stífkrampabakteríunni (Clostridium tetani) eða gasbrandsbakteríunni (Clostridium perfringens), en það leiddi venjulega til blóðeitrunar (sepsis) og dauða þeirra, er urðu fyrir. Gegn slíkum sýkingum reyndust öll þekkt sótthreinsiefni árangurslaus og virtust meira að segja gera illt verra. Sótthreinsiefni komu að vísu að haldi við meðferð yfirborðskenndra sára þar, sem samtímis var unnt að fjarlægja dauðan eða hálfdauðan vef og þannig hreinsa þau. Slík sár voru þó því miður fátíð á vígvellinum. Fleming sagði (í lauslegri þýðingu); »Það sem við leitum er efni sem sprauta má inn í blóðrásina án áhættu og drepur þær bakteríur sem valda sýkingunni líkt og salvarsan drepur spírókettur« (29). - Heimkominn til London árið 1919 varð þessi hugmynd eins og rauður þráður í öllu lífi hans. Skömmu eftir 1920 gerði Fleming þá uppgötvun, að i mörgum vefjum og flestum vessum (m.a. táravökva) er að finna enzým, sem nefnt var lýsózým og leysir sundur vegg margra baktería og drepur þær. Því miður reyndist þetta enzým aðallega verka á þær bakteríur, er að jafnaði valda ekki sýkingum. Notagildi lýsózýms til lækninga var þannig mjög takmarkað. Tilvera lýsózýms minnti þó Fleming á, að slík efni, sem ynnu á bakteríum, gætu myndast í lifandi frumum. Lýsózým er nú oftar nefnt múramídasi. Árið 1928 var Fleming að skoða Petriskálar, sem í voru gamlar bakteríuræktanir (»bakteríukúltúrar«). í mörgum skálanna var myglugróður, sem óx yfir agarinn í skálunum. Það var velþekkt, að mygla var hættuleg m.a. stafýlókokkum, og var talið, að sýrur mynduðust í myglunni, er grönduðu stafýlókokkum. Vitni hefur lýst því, er Fleming greip eina þessara skála og sagði: »That is funny ....« - Það, sem var svo »funny« við þessa sérstöku skál var, að utan við mygluna var svœði þar, sem stafýlókokkaræktunin var í upplausn, uns fjær dró og kom í nokkurn veginn heilbrigða ræktun. Skál þessa varðveitti Fleming æ síðan og sýndi stoltur gestum (30). Mynd af henni með upphaflegum skýringum Flemings er hér sýnd (mynd 7). Fyrirbærið, sem Fleming sá, var sem sagt gamalþekkt, en hann bæði skynjaði og skildi, að myglusveppir gætu myndað efni, sem verkaði

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.