Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 42
110 LÆKNABLAÐIÐ Cuu arJu^. 4 6U a, fífotv ^"4 7 fcv tMtkX 4 4a4^4 i.,,u /. („ f.A A‘4L -4ís A '^U .i.l.,o.U '<!<■■ .,< u"-w . tf«.■ , Á*' Ái ,. .-, V. ,, ..Á.et Mynd 7. Bakteríuræktun í Petriskál með aðvífandi myglugróðri (Penicillium notatum), sem vakti athygli Flemings og varð upphaf penicilllnframleiðslu. Neðst á myndinni er skrifað með hendi Flemings: »On a plate planted with staphylococci a colony of a mould appeared. After about two weeks it was seen that the colonies of staphylococci near the mould colony were degenerate«. í stað þess að fleygja skálinni sem ónothœfri tilfrekari rannsókna virti Fleming hana fyrir sér og bœði sá, skynjaði og skildi hvað ífyrirbæriþessu felst. drepandi á stafýlókokka og reynayrði að nota við lœkningar. Segja má, að hugsanagangur og viðbrögð Flemings hafi í þessu efni verið á »öðru plani« en annarra, en það er einmitt eitt einkenni snillinga. Fleming gerði sér ljóst, að fyrirbæri það, sem að framan ræðir, væri dæmi um antibiosis milli tveggja örvera. Fyrirbæri þessu var fyrst lýst og það skilgreint 1889*, og í doktorsritgerð sinni árið 1897 gerði franskur læknir í Lyon antibiosis milli myglusveppa og baktería að viðfangsefni sínu. Hann ályktaði, að ef til vill mætti notfæra sér fyrirbærið við lækningar. Áhugi manna á fyrirbæri þessu var þó engu meiri 1928 en 30 árum fyrr (31). Fleming trúði þvi hins vegar alltaf statt og stöðugt, að úr myglusveppum mætti vinna nothæft lyf gegn bakteríum (32). * Raunar höfðu Pasteur og samverkamaður hans lýst líku fyrirbæri einum tólf árum fyrr. Myglusveppur sá, sem Fleming fann í skálinni og áður ræðir, reyndist vera af tegundinni Penicillium notatum. Fleming framræktaði þennan svepp og lýsti honum nánar (m.a. lit; siðar kom þó í ljós,að hið bakteríudrepandi efni var sjálft litlaust). Um hið bakteríudrepandi efni farast honum svo orð: »It was found that broth in which the mould had been grown at room temperature for one or two weeks had acquired marked inhibitory, bactericidal and bacteriolytic properties to many of the common pathogenic bacteria» (33). Fleming varð af þessu ekki aðeins fljótt sannfærður um, að Penicilliumsveppirnir framleiddu bakteríudrepandi efni, heldur gerðist hann einnig svo djarfur að gefa því nafn. Hann nefndi það penicUlín (myndi nú væntanlega merkja sama sem penicillínsambönd, þ.e.a.s. sýklalyf, sem hafa 6-amínópenicillansýru í sameind sinni) og hélt því nafni á loft. Hins vegar reyndist miklum vandkvæðum bundið að einangra penicillín úr svepparæktununum, enda var áhugi annarra á því í lágmarki. Fleming varð því að vinna með mjög óhreint og illa skilgreint efni (penicillín) við rannsóknir sínar (34). Fleming gerði grein fyrir vinnu sinni með penicillín í frægri ritgerð, er birtist i British Journal of Experimental Pathology árið 1929 (33). Greininni lýkur á útdrætti í 10 liðum. Hér verða tilfærðir þrír þeirra: »6. The action is very marked on the pyogenic cocci and the diphtheria group of bacilli. Many bacteria are quite insensitive, e.g. the coli-typhoid group, the influenza-bacillus group, and the enterococcus. 7. Penicillin is non-toxic to animals in enormous doses and is nonirritant. It does not interfere with leucocytic function to a greater degree than does ordinary broth. 8. It is suggested that it may be an efficient antiseptic for application to, or injection into, areas infected with penicillin-sensitive microbes». - Fleming sýndi þannig strax í upphafi fram á, að penicillín verkar sérhæft á vissar bakteríur, en er jafnframt sérlega lítið eitrað, og það mætti nota til innstungu. Það vitnar betur en flest annað um afstöðu Wrights til rannsókna Flemings, að hann vildi helst ekki hafa 8. liðinn í útdrættinum í ritgerðinni eins og hann er og fella hann niður (35)! Áður en lengra er haldið að rekja tilurð penicillínsambanda, skal hér gerð grein fyrir upphafi súlfónamíða, þar eð þau fleyga sögu penicillíns. Súlfónamíð voru fyrstu sýklalyf, sem að haídi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.