Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 111 komu gegn sýkingum af völdum ýmissa baktería (streptókokka, gónókokka o.fl.), er áður leiddu oft til dauða. Upphafsmaður þess, að farið var að nota súlfónamíð við lækningar, var þýskur læknir Gerhard Johannes Paul Domagk (1895-1964), er var meinafræðingur og starfaði lengi á vegum I. G. Farbenindustrie í Þýskalandi. Við skulum fyrst víkja lítillega að grundvallarrannsóknum hans (36). Domagk og samverkamenn notuðu hemólýtíska streptókokka með mikið sýkingarafl (einangraðir úr manni, sem dó af völdum streptókokkablóðeitrunar) til þess að framkalla kviðarholsbólgu (peritonitis) í músum. Var streptókokkum sprautað í kviðarhol músa og hlutu þær í öllum tilvikum bana af. »TilraunamódeI« þetta var því mjög gott og vænlegt að nota við rannsóknir á sýkladrepandi efnum. í fyrstu notuðu þeir gullsambönd. Árangur var ekki góður, þar eð sambönd þessi urðu ekki alltaf gefin í nægjanlegum skömmtum til þess að varna því, að mýsnar dæju, nema af hlytist jafnframt gulleitrun. Árið 1932 höfðu tveir samverkamenn Domagks framleitt tiltekið azósamband (-N = N-), er stundum nefnist súlfakrýsóídín. Það er líkt og mörg azósambönd rautt á lit og var skoðað sem litarefni. Það fékk síðar sérheitið Prontosil (R)*. Domagk reyndi því næst efni þetta í tilraunum með mýs, sem sprautaðar höfðu verið með streptókokkum. Prontosil hafði sárlega lítil lyfhrif í tilraunadýrum (músum, kanínum, köttum) og það hafði enga verkun á streptókokka in vitro. In vivo hafði Prontosil hins vegar áður óþekkta verkun á streptókokkasýkingar í músúm. Um jólaleytið 1932 gerðu Domagk og félagar tímamótatilraun, ef svo má að orði komast, með * Prontosil var skráð i nafni Bayer (þýskrar lyfjaverksmiðju) til inntöku (Prontosil rubrum) og innstungu (Prontosil solubile; er vatnsleysanlegt salt af hinu fyrra). Síðar setti Bayer einnig á markað súlfanilamið (undir heitinu Prontosil album). - Sjá einnig myndir 9 og 10. Mynd 8. Gerhard J.P. Domagk (1895-1964). Domagk var upphafsmaður þess, aðfarið var að nota súlfónamið á árunum 1933-1936. Fyrsta lyfið, Prontosil (R), var raunar forlyf sem umbrotnar 1 likamanum í hið virka efni súlfanilamíð. Öll siðari súlfónamíð eru afbrigði súlfanilamíðs. Myndin sýnir Domagk l rannsóknastofu sinni. Hún er fengin frá þýsku lyfjaverksmiðjunni Bayer og er birt með góðfúslegu leyfi fyrirtœkisins fyrir tilstilli umboðsmanna þess á íslandi (Pharmaco hf).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.