Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1989, Side 46

Læknablaðið - 15.03.1989, Side 46
112 LÆKNABLAÐIÐ alls 26 mýs. Músunum var skipt í tvo hópa (12 og 14 mýs). Mýs í öðrum hópnum fengu streptókokkasúspensíón við innstungu i kviðarholið og voru allar dauðar á 4. degi (á aðfangadag jóla!). Mýs í hinum hópnum fengu sömuleiðis streptókokkasúspensión í kviðarholið, en að auki Prontosil per os 90 mínútum síðar og voru allar á lífi átta dögum síðar. Þessi tilraun (og aðrar) voru síðan staðfestar með ýmsum hætti. Domagk fann einnig, að Prontosil verkaði á stafýlókokka, en ynni ekki á pneumókokkum (36, 37). Trauðla hefðu Domagk og félagar gert fyrrnefnda tilraun yfir jólin 1932 nema þeim hefði þótt viðfangsefnið bæði merkilegt og brýnt. Það er því einkar athyglisvert, að Domagk skýrði fyrst frá vinnu sinni og félaga snemma árs 1935 í vikuriti þýskra lækna (37). í sama hefti þessa læknarits er og skýrt frá klínískri notkun Prontosils í nokkrum mæli, en yfirleitt er talið, að það hafi fyrst verið notað til lækninga árið 1933. Þessi töf á kynningu meiri háttar framfara í læknisfræði er nú illskiljanleg. Tvær skýringartilgátur eru öðrum líklegri. í fyrsta lagi munu yfirboðarar Domagks af ýmsum sökum hafa tekið árangur af vinnu hans með fyrirvara. í öðru lagi eru verulegar likur á því, að nazistar hafi haft horn í síðu Domagks. Svo mikið er víst, að honum var beint eða óbeint meinað að veita viðtöku Nóbelsverðlaunum árið 1939. Það beið svo til ársins 1947, að hann fengi verðlaunin. Franskir vísindamenn fundu árið 1935, að Prontosil er forlyf súlfanilamíðs. Prontosil afoxast í líkamanum í súlfanilamíð, sem er hið virka efni og er litlaust, og í annað amínóbenzenafbrigði (-N = N- ->R-NH2 + R‘-NH2) (36). Fyrstu skipulögðu rannsóknir á klínísku notagildi Prontosils og súlfanilamíðs voru gerðar í Englandi og birtust sumarið 1936 (38, 39). Fyrsta súlfónamíðið, er gagnaði við alvarlegar pneumókokkasýkingar, var framleitt í Englandi árið 1938. Fljótlega bættist við mikill fjöldi nýrra súlfónamiða. Súlfónamíð voru því næst mikið notuð sýklalyf í á annan tug ára. Nú hefur dregið mjög úr notkun þeirra. Er það bæði vegna tilkomu nýrra og virkari sýklalyfja og vegna ónæmismyndunar í áður næmum bakteríum (eða öðrum sýklum). - Prontosil mun fyrst hafa verið notað hér á landi árið 1936 og árið 1938 var enn mikið nýjabrum á notkun þess (40). Segja má, að súlfónamið hafi farið sigurför um heiminn á árunum 1935-1940. Samt hélt Fleming áfram að lofa ágæti penicillíns og það engu síður, þótt hann ætti nánast ekkert af efninu. Þótti þetta kokhreysti og var því ekki undarlegt, að hann talaði fyrir gersamlega daufum eyrum. Svo var á alþjóðlegum fundi örverufræðinga 1936. Ári síðar eru og til ótvíræðar heimildir þess efnis, að Fleming fullyrti, að penicillín myndi einhvern tíma verða framleitt í stórum stíl og verða notað í miklum mæli við meðferð á sýkingum af völdum næmra baktería. Þessu var vissulega enn sem fyrr dauflega tekið. Nýir tímar fóru þó óðum í hönd og flestir vissu árið 1938, að stríð væri i vændum. Yfirvofandi stríð minnti á hið mikla mannfall, er varð af völdum sýkinga í fyrri heimsstyrjöld, og þörfina á að ráða niðurlögum þeirra. Annað var og, að nú voru yngri menn óðum að taka til starfa, en þeir voru að vonum opnari en hinir eldri fyrir hugmyndum Flemings um ágæti Mynd 9. Fyrsta bakteríulyfið, er kom á markað eftir Salvarsan (arsfenamín), var Prontosil. Prontosil rubum er rautt að lit og framleiðandi var Bayer. Var sú lyfjaverksmiðja í eigu I.G. Farbenindustrie. Sama lyfjaverksmiðja framleiddi einnig og setti á markað vatnsleysanlegt salt af Prontosil. Var það œtlað til innstungu og nefndist Prontosil solubile (sjá mynd 10). Myndin er úr dönsku apóteki. Mynd 10. Prontosil Solubile (Prontosil til innstungu) sbr. texta við mynd 9.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.