Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1989, Qupperneq 57

Læknablaðið - 15.03.1989, Qupperneq 57
LÆKNABLAÐIÐ 119 Þann mun, sem fram kemur á legutíma hópanna, má rekja til hærri aldurs sjúklinganna og fleiri gallrásarskurða í hópi A (bráð aðgerð). Óhjákvæmilega fer einhver tími í að greina sjúkdóminn þegar um bráð veikindi er að ræða og skýrir það lengri heildarlegutíma í hópi A. Minni munur er á legutíma eftir aðgerð (3 dagar) og skýrist það af aldursmun og fjölda gallrásaraðgerða í hópunum tveimur. Nokkru fleiri fylgikvillar aðgerðar gera vart við sig hjá hópi A en hópi B, en sá munur er ekki marktækur. Ljóst er að minnsta kosti ein vika fer í að meðhöndla bráða gallblöðrubólgu án uppskurðar (1, 4, 5). Þannig þarf að gera ráð fyrir annarri sjúkrahúslegu þegar gallblaðran er loks fjarlægð 6-12 vikum síðar. Á tímabilinu frá því sjúkdómurinn er greindur og þar til valaðgerð fer fram fá 15-22% sjúklinganna einkenni bráðrar gallblöðrubólgu (4, 11). Héðan eru ekki til upplýsingar um lengd sjúkrahúslegu við meðferð bráðrar gallblöðrubólgu án uppskurðar. Erlendar rannsóknir leiða í ljós að sé bráð gallblöðrubólga meðhöndluð án uppskurðar og síðar með valaðgerð þá tapast marktækt fleiri veikindadagar miðað við bráða aðgerð (1, 4, 5). Það er því augljóst að dýrmætur tími sparast með því að gera aðgerðina strax. Helstu kostir bráðrar gallblöðrutöku umfram valaðgerð, er þannig styttri legutími og minni kostnaður fyrir þjóðfélagið án þess þó, að það hafi komið fram i aukinni tíðni fylgikvilla aðgerðar og dánartíðni þegar um sambærilega hópa hefur verið að ræða (4, 6, 7). Það vekur eftirtekt hversu gamlir sjúklingar eru lagðir í aðgerð, en aldurinn einn sér er ekki talinn frábending fyrir aðgerð (8). Vaxandi fjöldi aldraðra í þjóðfélaginu hefur á síðustu árum breytt afstöðu lækna til aðgerða á öldruðum. Þó aukast fylgikvillar aðgerðar og dánartíðni með aldrinum (3, 8-10). Þetta er auðvitað meðal annars skýrt með því að gamlir einstaklingar hafa oftar aðra alls óskylda sjúkdóma sem auka áhættuna (3, 8-10). Miðtala aldurs var 73 ár hjá þeim, sem fengu fylgikvilla eftir bráða aðgerð, en 60 ár hjá þeim er ekki fengu fylgikvilla. Af þeim er fengu fylgikvilla eftir valaðgerð var miðtala aldurs 64 ár en 51 ár hjá þeim er ekki fengu fylgikvilla. Gallrásarskurður samfara gallblöðrutöku hefur i för með sér lengri aðgerðartíma (4, 12) og aukna tíðni á fylgikvillum og dánartíðni, en sé einungis gerð gallblöðrutaka (3, 8, 9). Af 15 sjúklingum er fengu fylgikvilla eftir bráða aðgerð voru gerðir 7 gallrásarskurðir eða i 47% tilfella, sem skýrir að hluta lengri legutíma hóps A. Samkvæmt athugun okkar hafa fylgikvillar aðgerðar áhrif á lengd legutímans. Hjá þeim, sem framkvæmd var á bráð aðgerð og fengu fylgikvilla eftir aðgerð, var legutíminn 14 dagar, en 8 dagar hjá þeim, sem ekki fengu fylgikvilla. Hjá þeim, sem gerð var á valaðgerð og fengu fylgikvilla, var legutíminn eftir aðgerð 11 dagar, en 6 dagar hjá þeim er ekki fengu fylgikvilla. Þrátt fyrir að þessi rannsókn er ekki framskyggn og sjúklingahóparnir strangt til tekið ekki sambærilegir, er niðurstaða okkar sú, að framkvæma eigi bráða aðgerð við gallblöðrubólgu. HEIMILDIR 1. Van der Linden W, Sunzel H. Early versus delayed operation for acute cholecystitis. A controlled clinical trial. Am J Surg 1970; 120: 7-13. 2. du Plessis DJ, Jersky J. The management of acute cholecystitis. Surg Clin North Am 1973; 53: 1071-7. 3. Lygidakis NJ. Operative risk factors of Cholecystectomy-Choledochotomy in the elderly. Surg Gynecol Obstet 1983; 143: 15-19. 4. Járvinen HJ, Hástbacka J. Early cholecystectomy for acute cholecystitis. A prospective randomized study. Ann Surg 1980; 191: 501-5. 5. Norrby S, Herlin P, Sjödahl R, Tageson C. Early or delayed cholecystectomy in acute cholecystitis? A clinical trial. Br J Surg 1983; 70: 163-5. 6. Huber DF, Martin EW, Cooperman M. Cholecystectomy in elderly patients. Am J Surg 1983; 146: 719-22. 7. Mitchell A, Morris PJ. Trends in management of acute cholecystitis. Br Med J 1982; 284: 27-30. 8. Henry ML, Carey LC. Complications of cholecystectomy. Surg Clin North Am 1983; 63: 1191-204. 9. Glenn F, Dillon LD. Developing trends in acute cholecystitis and choledocholithiasis. Surg Gynecol Obstet 1980; 151: 528-32. 10. Glenn F. Surgical management of acute cholecystitis in patients 65 years of age and older. Ann Surg 1981; 193: 56-59. 11. Lathinen J. Alhava M, Aukee S. Acute Cholecystitis Treated by Early and Delayed Surgery. A Controlled Clinical Trial. Scand J Gastroent 1978; 13: 673-8. 12. Wong HN, Frey CF, Gagic NM. Intraoperative common duct pressure and flow measurements. Am J Surg 1980; 139: 691-5.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.