Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1991, Síða 8

Læknablaðið - 15.11.1991, Síða 8
332 LÆKNABLAÐIÐ Table III. Drowning among members of the pensions fund according to age with 95% confidence limits (CL). Time period Number of cases Person- years Mortality rate per 105 95% CL for mortality Lower/Upper 95% CL for comparison*) Lower/Upper <19 9 22382 40.2 18.4-76.3 0.28-1.09 20-24 29 34925 83.0 55.6-119.3 0.75-1.71 25-29 15 25960 57.8 32.3-95.3 0.65-1.05 30-34 17 18239 98.6 54.3-149.2 0.76-2.13 35-39 10 13422 74.5 35.7-137.0 0.51-2.75 40-44 7 10837 64.6 26.0-133.1 0.41-1.90 45-49 9 8327 108.1 49.4-205.2 0.75-2.92 50-54 7 6059 115.5 46.4-238.0 0.74-3.39 >55 5 7498 66.7 21.7-155.6 0.37-2.23 All 108 147649 73.2 55.1-82.4 *) Mortality in each age group is compared with that in the total group. fara lækkandi á tímabilinu en niðurstöðumar eru hér ekki heldur tölfræðilega marktækar. Þegar litið var sérstaklega á tímabilið frá 1970 til 1986 kom í ljós að Spearman’s rank fylgistuðull milli ára og dánartíðni var vegna allra slysa 0.104 (mannár) og 0.189 (ársverk), en vegna drukknana -0.028 (mannár) og 0.100 (ársverk), í engu tilvikanna vom niðurstöðumar tölfræðilega marktækar. Hvemig drukknanimar skiptast á aldurshópa er sýnt í töflu III og mynd 6. Flestir eru á aldrinum 20 til 34 ára þ.e. ungir menn. Myndin sýnir fjölda þeirra sem drukknuðu í hverjum aldurshópi. A mynd 7 eru hins vegar sýndar dánartölur vegna dmkknana á hverja 100 þúsund í hverjum aldurshópi. Hér kemur í ljós að tölumar eru hæstar í aldurshópunum 45 til 49 ára og 50 til 54 ára en þar næst kemur aldurshópurinn 30 til 34 ára. Þegar rannsóknartímanum var skipt í tvennt, tíma áður og eftir að bátasjómenn gengu í sjóðinn og athugaður munurinn á dánartölum kom í ljós að þær voru hærri fyrir 1970 en eftir og að sá munur var tölfræðilega marktækur þegar litið var á öll banaslys. UMRÆÐA A þeim tíma sem rannsóknin nær yfir hafa orðið breytingar á tæknibúnaði skipa sem gætu hafa aukið öryggi til sjós. Björgunarbúnaður hefur einnig verið bættur og á seinni hluta tímans hefur verið rekin sérstök björgunarþyrla. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að þrátt fyrir átak í slysavömum hefur dauðaslysum á sjó, þar á meðal drukknunum, ekki fækkað svo óyggjandi sé. Hvemig er staða þessara mála hérlendis miðað við það sem gerist í nágrannalöndum okkar? Nýleg rannsókn meðal skráðra fiskimanna við Atlantshafsströnd Kanada (8) sýndi að manndauði vegna sjóferðaslysa var um 45.8 á hverja 100 þúsund fiskimenn á ári. Öfugt við það sem gerist hér á landi voru dánartölumar hæstar í yngri aldurshópunum. Kanadíska rannsóknin nær yfir tímann 1975 til 1983 og er gerð á svipaðan hátt og þessi rannsókn. í niðurstöðunum sem hér eru kynntar, og varða bæði farmenn og fiskimenn, eru hærri dánartölur. í rannsóknum á breskum fiskimönnum hefur verið sýnt fram á hærri dánartölur en lengra er síðan þær athuganir vom gerðar. Árið 1969 fékk Moore (9) dánartöluna 180 vegna slysa á hverja 100 þúsund fiskimenn, á tímabilinu 1948 til 1964 voru dánartölur vegna slysa 26-247 á hverja 100 þúsund (10) og Reilley (11) fann að á tímabilinu 1971-1980 var dánartalan vegna slysa 93 á hverja 100 þúsund fiskimenn á ári. Samanburður á dánartölum vegna sjóslysa við það sem gerist í Danmörku og Noregi verður ónákvæmur vegna þess að þar hafa verið notuð óljóst skilgreind ársverk við reikning á dánartölunum (12-15). Þessar athuganir benda til að banaslys á sjó séu um 36 til 50 sinnum fleiri að meðaltali en í annarri vinnu í landi. Weihe (12) taldi að á tímabilinu 1982 til 1985 væri dánartalan vegna slysa um 156 á hverja 100 þúsund fiskimenn í Danmörku. í breskri (10) og kanadískri (8) rannsókn var reynt að meta hver vantalning væri vegna þess

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.