Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 333 Submersion (E850, E851) Mortality per 10000 work-year Fig. 5. Morlality per 10* work-year from drowning (ÍCD- 7, E850.E851) each calendar year through 1966-1986. Number < 19 20-24 25-29 30-3435-3940-44 45-49 50-54 > 55 Age groups Fig. 6. Number of deaths from drowning (1CD-7, E850.E851) according to age groups. Mortality per 100.000 1201-------------------- < 19 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 > 55 Age groups Fig. 7. Mortality per 105 from drowning (1CD-7, E850.E851) according to age groups. að menn týnast og lík finnast ekki sem leiðir til að dánarmein er ekki skráð sem slys þrátt fyrir að oft sé um það að ræða. Nokkuð var um að þeir sem greitt höfðu til lífeyrissjóðsins væru skráðir með dánarmeinanúmerið 795, dáinn af óþekktum orsökum, og verður fjallað um það á öðrum vettvangi. Sú aðferð sem notuð var til að telja mannárin leiðir til þess að tíminn sem mennimir eru sagðir eiga á hættu að verða fyrir slysi á sjó er ákvarðaður lengri en hann oft er. Nefnarinn sem notaður er til að reikna dánartölumar er því of hár þannig að hættan á banaslysi til sjós er í raun meiri en niðurstöðumar sýna. Þetta vanmat á hættunni á dauðaslysum kemur ekki að sök þegar manndauði milli ára er borinn saman því að þessi galli kemur jafnt niður á árin þar sem hlutastörf til sjós á hverju ári eru ekki verulega mismunandi á rannsóknartímabilinu. Að þetta er rétt, sést á niðurstöðunum þegar ársverk, sem byggðust á fjölda daga til sjós, voru notuð til að reikna dánartölumar. Niðurstöðurnar breytast óverulega þegar þannig er reiknað og samkvæmt fylgistuðlunum dregur ekki ákveðið úr banaslysum og drukknunum með árunum. Þetta sést ljósar þegar litið er á tímann eftir 1970 þar sem meira að segja banaslysin verða tíðari eftir því sem árin líða. I reynd urðu fieiri dauðsföll vegna slysa á sjó meðal þeirra sem einhvem tíma höfðu greitt í sjóðinn á rannsóknartímanum en þessar niðurstöður sýna. Ef þessi dauðsföll hefðu verið talin með hefði dánartalan orðið hærri. Hætta á banaslysum og drukknunum hjá þeim sem greiddu í Lífeyrissjóð sjómanna er mikil, og hún er meiri en fundist hefur \ nýjustu rannsóknum á fiskimönnum erlendis. Niðurstöður sýna ekki að tekist hafi að draga úr dauðaslysum við vinnu eða drukknunum sjómanna á rannsóknartímanum. Mannskaðar til sjós eru of miklir og lítil huggun þótt þeir gætu hafa verið enn meiri áður fyrr »... og eru þetta að vísu lítil mannblót hjá því sem var í fomeskju ...« (16). Þakkir Þakkir eru færðar stjóm og framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs sjómanna.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.