Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1991, Page 12

Læknablaðið - 15.11.1991, Page 12
336 LÆKNABLAÐIÐ Ef til hliðar er lagður ágreiningur um fjölda dauðaslysa á sjó, verður því ekki á móti mælt, að öðrum slysum hefur fjölgað. Þetta kemur meðal annars fram í tölum hjá Tryggingastofnun ríkisins, þótt breyttar reglur um bótagreiðslur kunni að hafa þar einhver áhrif. Og það er þessi staðreynd, sem er mikið áhyggjuefni öllu slysavamafólki. Skýringa hefur verið leitað og margt nefnt til. Hér hefur verið getið um skort á nýliðafræðslu, aukið vinnuálag og meiri kröfur um afköst. Alltof oft er talað um slys sem óumflýjanlega atburði. Áhugafólk um slysvarnir (forvamir) hefur um langt árabil barist gegn þessum hugsunarhætti, sem stundum nálgast það að vera forlagatrú. Slys verða ekki af einhverjum óútskýranlegum ástæðum. Þau eiga sér langflest einhvern aðdraganda, einhverja sögu þar sem mannleg mistök vega þyngst. Þessar staðreyndir eru alltof sjaldan hafðar í huga þegar rætt er um nauðsyn aukinna slysavama og kostnað þjóðfélagsins vegna afleiðinga slysa. Stjórnmálamenn bera hér mikla ábyrgð. í skálaræðum við hátíðleg tækifæri ræða þeir gjaman um forvamir á flestum sviðum, um nauðsyn aukinna fjárframlaga og vilja sinn til úrbóta. Og vissulega hafa verið stigin skref í rétta átt, en hlutfall fjármuna, sem fara til slysavama, er afskaplega lágt miðað við það fé, sem fer til heilbrigðismála. Þessu þarf að breyta ef stjómmálamönnum er alvara þegar þeir hafa forvarnir á tungu. Glöggur maður hefur sagt, að einstaklingur, sem hlotið hefur algjöra heilaskemmd af völdum slyss, kosti þjóðfélagið um 100 milljónir króna, ef hann lifir í 40 ár. Tölur um kostnað þjóðfélagsins vegna slysa em stjamfræðilegar. Þá er ekki talin með sorgin og kvölin og hinn mannlegi harmleikur. Tjón lítils samfélags þegar ungt og verkfært fólk lætur lífið í slysum, er nánast óbætanlegt. Þegar þessar staðreyndir em hafðar í huga, er óskiljanlegt, að slysavamir skuli ekki gegna margföldu hlutverki umfram veruleikann í dag. Hver króna, sem rennur til slysavama, sparar þjóðfélaginu ómældar upphæðir. I umræðu dægranna um niðurskurð og sparnað virðist þessi þáttur gleymast. Hann kann þó á tiltölulega skömmum tíma að vega þyngra en margar umdeildar aðgerðir. Úr sjónum kemur stærstur hluti þjóðartekna Islendinga. Sóknin í verðmætin felur í sér meiri slysahættu en þekkist í öðmm atvinnugreinum. Þessi sókn hefur tekið miklum breytingum á síðustu áratugum, breytingum, sem erfitt er að skilgreina í rannsóknum og könnunum á slysum á sjó. Fjölmargir sjómenn hafa lýst því yfir, að sá fróðleikur, sem þeir tóku við í Slysavamaskóla sjómanna, hafi bjargað þeim frá stórfelldum meiðslum og jafnvel dauða. Við getum velt því fyrir okkur hvemig ástandið væri ef þessi skóli hefði ekki veitt rösklega sex þúsund sjómönnum nokkra fræðslu. Það er aðalatriði þess máls, sem hér er til umræðu, að stjómvöld og allur almenningur dragi réttar ályktanir. Slysavarnir hafa verið og verða ódýrasta aðferð þjóðfélagsins til að draga úr stórfelldum kostnaði og þjáningu. Slysavamir taka til allra þjóðfélagshópa, ekki síst bama. Af þeim sökum hefur Slysavamafélagið hleypt af stokkunum átaki, sem nefnist »Vöm fyrir böm« og væntir góðra undirtekta. Á þeim vettvangi gætu heilbrigðisstéttir veitt ómetanlega aðstoð með skipulegri skráningu á slysum svo meta megi árangur með tölum, sem ekki verða umdeildar. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélags Islands

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.