Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1991, Side 13

Læknablaðið - 15.11.1991, Side 13
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 337-41. 337 Hróömar Helgason, Kristján Eyjólfsson FLÆÐISMÆLINGAR MEÐ ÓMSKOÐUN OG í HJARTAPRÆÐINGU: MATÁ BLÓÐFLÆÐI UM OPÁMILLI GÁTTA INNGANGUR Mæling á flæði með Dopplerómun er rannsóknaraðferð sem hefur mikilvægt klínískt notagildi. Hefur verið sýnt fram á það á ýmsan hátt, í dýratilraunum, við mælingar á heilbrigðum sjálfboðaliðum og við klínískar rannsóknir á sjúklingum (1-4). Þannig var sýnt fram á, að flæðismæling með Dopplerómun væri sambærileg við aðrar aðferðir sem beita má við mælingar flæðis, þegar útfall hjartans var mælt hjá bömum (5). I sjúklingum með meðfædda hjartagalla er hlutfallið á milli flæðis til lungna og flæðis um ósæð til líkamans (Qp:Qs) notað þegar ákvörðun er tekin um aðgerð. Sambærilegar niðurstöður fást með Dopplerómun og í hjartaþræðingu þegar þetta hlutfall er mælt (6). Tilgangur rannsóknarinnar var að mæla blóðflæði frá hjarta, bæði með Dopplerómun og í hjartaþræðingu og athuga fylgni þessara tveggja aðferða. Einnig er mælt magn framhjáhlaups (shunt) yfir op á milli gátta. Þá var athugað hvort Dopplerómun sé nothæf aðferð til að taka ákvörðun um aðgerð hjá sjúklingum með op á milli gátta (Atrial septal defect, ASD), án þess að sjúklingurinn gangist undir hjartaþræðingu. AÐFERÐIR OG EFNIVIÐUR Þegar blóðflæði í æð er mælt með Dopplerómun er ákveðinn staður í æðinni valinn og rennslishraði mældur þar þann tíma sem rennsli á sér stað (í stóru æðunum yfir útrennslistímann, systolu). Þannig fæst flæðiskúrfa hraða yfir útstreymistímann. Slagrúmmál (SV) má finna þannig, að sé meðalrennslishraði (v) þekktur á tímanum frá to til ti (T) og þverskurðarflatarmál æðarinnar Frá Barnaspítala Hringsins, Landspitalanum’ \ lyflækningadeild Landspitalans2’. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Hróömar Helgason. Fig. la. Doppler signal from the pulmonary artery. Fig. Ib. Doppler signal from the aorta. A = d2/4*7r þar sem d er þvermál æðarinnar, þá er: SV = d2/4*7t * v * T Þar sem rennslishraði er ekki jafn á tímanum T, þ. e. frá því semilunar lokurnar opnast og þar til þær lokast aftur, verður rúmmálið á tímanum T (SV) því: er einfaldlega flatarmál ómrófsins frá to til ti (sjá myndir la og lb).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.