Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 16
340 LÆKNABLAÐIÐ Systemic Blood Flow Comparison of Cath and Echo data Echo Qs flow (L/min/m2) 5.0 4.5 4.0 3.5 3.0 " • 2.5 3.0 3.5 4.0 4.5 5.0 5.5 Fig. 3a. Cath Qs flow (L/min/m2) Pulmonary Blood Flow Comparison of Cath and Echo data Qp Echo flow (L/min/m2) 9.5 9.0 8.5 8.0 7.5 7.0 6.5 6.0 5.5 5.0 4.5 4.0 5.5 6.0 6.5 7.0 7.5 8.0 8.5 9.0 Fig. 3b. Qp Cath flow (L/min/m2) Shunt Comparison of Qp/Qs by Cath and Echo Qp/Qs Echo 2.8 2.6 2.4 2.2 2.0 1.8 1.6 1.4 1.2 1,o|-------------------.------.-----,-------------.------. 1.0 1.2 1.4 1.6 1.8 2.0 2.2 2.4 2.6 Fig. 3c. Qp/Qs Cath Fig. 3. Regression plot comparing Doppler flow measuremenls with Fick flow (n=l2) in the aorta (a), the pulmonary artcry (b) and with the QplQs ratio (c). að sjúklingar með op á milli gátta hafa lítt breytilega mótstöðu í lungnablóðrás þannig að lungnablóðflæði breytist ekki verulega frá einum degi til annars. Við ómskoðanir þar sem flæði er mælt eru ýmsir skekkjuvaldar þekktir sem reynt var að forðast eftir megni. 1. Mæling þvermáls æðanna (d) er veigamikill þáttur þar sem sú stærð er í öðru veldi í útreikningum. Þess er því gætt að hafa mælingar á mörgum myndrömmum og ætíð í útstreymi. Hefur litómun bætt þar um. Við litómun er rennsli blóðsins mælt um alla æðina og fæst þá litun blóðs á hreyfingu. Gefur þetta skarpar útlínur á æðina þannig að áreiðanleg mæling fæst á þvermál æðarinnar (12). 2. Aðfallshorn á milli ómgeisla og blóðstreymis skal vera sem næst 0° en frávik um 10° hefur þó ekki veruleg áhrif (13). 3. Gæði ómrófs skal vera sem best til að tryggja að rennslishraði sé rétt mældur. Þarf að gæta þess að ómmerkið sé tekið sem næst lokuhringnum og í miðri æðinni (13). 4. Ef um óreglulegan hjartslátt er að ræða, þarf að mæla ómróf nægilega oft til að réttur meðalhjartsláttarhraði fáist þar sem verulegur munur getur verið á slagrúmmáli undir þeim kringumstæðum. 5. í hjartaþræðingu var útfall hjartans mælt með aðferð Ficks en súrefnisupptaka var þó ekki mæld heldur metin. Þetta kann að vera að nokkru skekkjuvaldur er E-Qp er borið saman við C-Qp og er E-Qs er borið saman við C- Qs. Hins vegar eyðist þessi skekkjuvaldur er E-Qp/E-Qs er borið saman við C-Qp/C-Qs, það er stærð framhjáhlaups. Okostir hjartaþræðingar eru margir; sjúklingurinn þarf innlögn á sjúkrahús í tvo til þrjá daga. Taka þarf blóðprufur, blóðflokkun og hugsanlega gefa blóð ef blæðing er fylgikvilli þræðingarinnar. Þá koma oft til hjartsláttartruflanir og einnig þarf röntgenskyggningu, en kostir þess að komast hjá skyggningu eru augljósir. Þá er rétt að benda á að mæling á útfalli hjartans með aðferð Ficks er í eðli sínu fremur ónákvæm þar sem staðalfrávik við mælingu súrefnismettunar eru um 2%. Er það meðal annars vegna ófullkominnar blöndunar blóðs á þeim stað sem sýnið er tekið (14). Við ályktum því að flæðismæling með Dopplerómun sé nothæf aðferð til að mæla blóðflæði á milli hólfa í sjúklingum með

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.