Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1991, Page 21

Læknablaðið - 15.11.1991, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 345 þurfa oft á blóði eða blóðhlutum að halda, er tíðni miklu hærri, á bilinu 64-85% (21,32-34). Eiturlyfjaneytendur sem nota sprautur hafa einnig mjög háa tíðni mótefna, allt að 81% (21,32,35). Ymsir aðrir hópar hafa einnig mælst með háa tíðni mótefna gegn lifrarbólgu C. Má þar nefna blóðskilunarsjúklinga (í Bandaríkjunum) (20%), samkynhneigða karla (4.4%), þá sem hafa mótefni gegn lifrarbólgu B (3.4%) og þá sem af tilviljun mælast með hækkuð lifrarensím (12%) (31). 4. Lifrarbólga C og lifrarkrabbamein. Sú tilgáta hefur komið fram, að lifrarbólgu C veiran geti átt þátt í myndun lifrarkrabbameins vegna hás hlutfalls sjúklinga (70-81%) með lifrarbólgu C mótefni (36,37). Sennilegt er, að samspil milli lifrarbólguveiranna B og C geti aukið líkumar á krabbameini í lifur. Samt sem áður bera ekki allir lifrarkrabbameinssjúklingar merki lifrarbólgu B eða C sýkingar, þannig að veirumar eða samspil þeirra virðist ekki nauðsyn í krabbameinsmynduninni, þótt sýkingar, einkum með báðum veirunum, auki mjög líkur á krabbameini í lifur. 5. Lifrarbólgu C veiran og virk þrálát sjálfsofnœmislifrarbólga (autoimmune chronic active hepatitis) (AICAH). Greint hefur verið frá hárri tíðni mótefna (44% og 86%) gegn lifrarbólguveiru C meðal sjúklinga með AICAH (32,38). Þessar niðurstöður hafa hins vegar verið rengdar (39,40), þar sem vel er þekkt að mótefnamælingar eru vandamálum bundar í sjúklingum með sjálfsofnæmissjúkdóma. Verður því að bíða niðurstaðna með öðrum mælingaraðferðum til staðfestingar. SMITLEIÐIR Eins og fram hefur komið verða flest tilfelli af lifrarbólgu C eftir blóð- eða blóðhlutagjafir, svo og eftir blóðblöndun af öðru tagi, svo sem hjá fíkniefnaneytendum. Þetta er hins vegar tæpast »náttúruleg smitleið«. Náttúruleg smitleið er ekki ljós enn, en »náin snerting«, svo sem við kynmök kemur mjög til greina (41). Greint hefur verið frá smiti til maka frá sýktum einstaklingum og einnig til annarra innan fjölskyldu (42). Slík sýkingartilfelli eru samt sem áður fátíð (43). Einnig hefur verið greint frá sýkingu frá móður til bams (44). Virðist því smithætta af lifrarbólgu C vera lítil og er það í samræmi við lága tíðni mótefna meðal blóðgjafa. Aðrar smitleiðir, svo sem skordýrabit koma einnig til álita. I því sambandi má minna á skyldleika lifrarbólgu C veirunnar og veira, sem skordýr bera milli manna. MEÐFERÐ Gerðar hafa verið meðferðartilraunir með alfa interferon á sjúklingum með þráláta lifrarbólgu C sýkingu (45,46). Alfa interferon verkar á margar veirutegundir og virðist verka hemjandi á veiruumritun. Niðurstöður benda til að alfa interferon minnki sjúkdómsvirkni. Bæði lækkuðu lifrarensím og meinafræðileg mynd á lifrarsýnum varð eðlilegri við meðferð. Hins vegar virtust þessar mælistikur fara aftur í sama horf nokkru eftir að meðferð var hætt. Ekki var því um endanlega lækningu að ræða og veirunni virtist ekki vera útrýmt. Aukaverkanir af lyfjagjöfinni voru vægar. VARNARAÐGERÐIR Aðal fyrirbyggjandi aðferð gegn sýkingu er skimun í blóðbönkum á blóði og blóðhlutum fyrir mótefnum gegn lifrarbólgu C. Það er ljóst að skimun með núverandi aðferðum, þ.e. leit að mótefnum gegn C100-3 hvítusameindinni með ELISA aðferð mun lækka tíðni lifrarbólgu C við blóðgjafir verulega, en hins vegar ekki útrýma sjúkdómnum, einkum vegna hins langa tíma, sem oft tekur fyrir mótefnin að myndast. Þarf því að þróa næmari mælingatækni bæði fyrir mótefnum, þá gegn fleiri hlutum veirunnar og svo fyrir veirunni sjálfri, þannig að hægt sé að sýna fram á hana beint. Þegar hefur verið lýst erfðatækniaðferðum við að finna kjamsýrur veirunnar (47-49). Sennilega mun samt nokkur tími líða þar til hægt verður að beita slíkum aðferðum við skimun t.d. í blóðbönkum. Einnig verður vafalítið hægt að framleiða bóluefni með erfðatækniaðferðum líkt og gert hefur verið gegn lifrarbólgu B. Þá þarf að finna þær amínósýruraðir, sem hvetja myndun vemdandi mótefna. Um smitgát má segja, að sömu reglur ættu að gilda í varkárni með líkamsvessa og umgengni við sjúklinga og fyrir lifrarbólgu B.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.