Læknablaðið - 15.11.1991, Síða 26
350
LÆKNABLAÐIÐ
Erfðir: Ofnæmi er mjög ættgengt. Með
því að leggja saman niðurstöður þriggja
rannsókna á sambandi ofnæmis hjá foreldrum
og bömum þeirra varð útkoman þessi: Ef
báðir foreldramir höfðu ofnæmi fengu 47%
bamanna ofnæmi. Ef annað foreldrið hafði
ofnæmi fengu 29% bamanna ofnæmi. Ef
hvorugt foreldra hafði ofnæmi fengu 13%
bamanna ofnæmi (4).
Ofnœmisvakar í umhverfi: Ofnæmi myndast
ekki án snertingar við ofnæmisvaka. Blackley
sýndi fyrstur manna fram á ofnæmi fyrir
frjókornum árið 1873 (5), en listinn yfir
ofnæmisvaka er sífellt að lengjast. Hættan á
myndun ofnæmis er háð magni ofnæmisvaka
í umhverfinu. Fleiri veikjast af frjónæmi á
heitu og sólríku sumri, þegar mikið frjómagn
er í loftinu, en þegar sumarið er kalt og
rigningasamt (6).
Rykmaurar mynda ekki ofnæmi nema fjöldi
þeirra í ryki nái ákveðnu lágmarki (7,8).
Alþjóðlegur starfshópur hefur komist að
þeirri niðurstöðu að 100 rykmaura þurfi í
einu grammi af ryki til að valda ofnæmi
(9). Hins vegar þarf færri rykmaura til að
valda einkennum hjá þeim sem á annað borð
hafa rykmauraofnæmi. A síðasta áratug hafa
nokkrar kannanir verið gerðar á sambandi
fæðingarmánaðar og ofnæmis. Sýnt hefur
verið fram á sérstaka hættu á ofnæmi fyrir
þeim frjókomum sem em í andrúmsloftinu
tveimur til þremur mánuðum eftir fæðinguna
(10-14). Einnig hefur verið sýnt fram á
samband milli fæðingarmánaðar og ofnæmis
fyrir myglusveppum og rykmaurum (13,15).
Ofnœmisglœðandi umhverjisþœttir: En
nú vaknar sú spurning, hvort aukning hafi
orðið í umhverfinu á ofnæmisvökum, sem
hugsanlega geti valdið aukningu á ofnæmi.
Einstök atvik eru kunn, þar sem slík aukning
hefur orðið á afmörkuðum svæðum. Nýlegt
dæmi er frá Barcelona á Spáni. Þar barst
ryk af sojabaunum úr uppskipunargeymi yfir
borgarhlutann næst höfninni og olli ofnæmi
og faröldrum af astma þegar sojabaunum var
skipað á land (16).
í tengslum við nútímaiðnað hafa tugir nýrra
ofnæmisvaka orðið til. Útbreiðsla þeirra er
vanalega bundin við ákveðnar starfsgreinar
eða atvinnusvæði. Þeir hafa því ekki veruleg
áhrif á tíðni ofnæmis.
Sýkingar: Ýmislegt bendir til þess
að sýkingar í öndunarfærum stuðli að
aukinni tíðni ofnæmis. Arið 1979 var
greint frá athugunum á áhrifum sýkinga
á byrjun ofnæmis hjá bömum. í fjögur ár
var fylgst nákvæmlega með 13 börnum
úr ofnæmisfjölskyldum, þar sem báðir
foreldrarnir höfðu ofnæmi, en að þeim tíma
liðnum höfðu 11 barnanna fengið ofnæmi.
Ofnæmisbömin fengu öll sýkingar í efri
öndunarvegi einum til tveimur mánuðum
áður en ofnæmiseinkenni komu í ljós. Hjá
tíu börnum fannst mótefnasvörun fyrir veirum
(parainflúensu, RSV og CMV) um svipað leyti
og ofnæmið kom fram (17).
Dýratilraunir benda einnig til sambands
á milli sýkinga og ofnæmis. Mýs, sýktar
með RS veirum, voru látnar anda að sér
frjóum ragweedplöntu. Mótefnasvörunin við
ragweedfrjóum var mæld og reyndist meiri en
ef ósýktar mýs önduðu að sér ragweedfrjóum
(18). Ahrif af þessu tagi á ónæmiskerfið
eru ekki eingöngu bundin við veirur. Með
kíghóstasýklinum (Bordetella pertussis) hefur
tekist að glæða sértæka mótefnasvörun hjá
rottum (19).
Reykingar: Reykingar er sú tegund mengunar
sem flestir verða fyrir. Reykingar stuðla
að aukningu á IgE-mótefnum í sermi
reykingamanna (20-22), og þær auka líkumar
á sértækri ónæmissvörun fyrir ofnæmisvökum
í svifryki (23,24). Reykingar virðast líka geta
stuðlað að atvinnuofnæmi (23).
Tengsl óbeinna reykinga við astma og
ofnæmi hafa líka verið rannsökuð. Árið 1981
var rannsakað samband óbeinna reykinga
og astma hjá bömum í Bandaríkjunum.
Heilsufarssaga 4330 bama á aldrinum 0-5 ára
var könnuð með spumingalistum og einnig
reykingar foreldra. Ef móðir reykti meira
en hálfan pakka af vindlingum á dag voru
líkur á að bam hennar fengi astma rúmlega
tvöfalt meiri en ef hún reykti ekki. Hættan
var samt mest þegar móðirin reykti á fyrsta
aldursári bams, eða 2.6 föld miðað við það
að hún reykti ekki. Reykingar feðra reyndust
hafa minni áhrif á heilsu barnanna (25). Aðrar
rannsóknir hafa sýnt að reykingar gera astma
og viðkvæmni í öndunarfærum verri en ella
(26-28).