Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1991, Qupperneq 28

Læknablaðið - 15.11.1991, Qupperneq 28
352 LÆKNABLAÐIÐ ósoni í nokkra daga og þar á eftir eggjahvítu. Mótefnasvörun fyrir eggjahvítu var meiri hjá naggrísum, sem fyrst önduðu að sér þessum lofttegundum en hjá viðmiðunarhópum. Auk þess var mótefnasvörunin þeim mun sterkari sem þéttni lofttegundanna var meiri, og við blöndun tveggja lofttegunda komu fram margfeldisáhrif á mótefnasvörunina (36). Allar rannsóknir á áhrifum loftmengunar á astma sýna að mengun gerir astma verri (37,38). Þar sem tekist hefur að draga úr loftmengun hefur astmatilfellum einnig fækkað (39). ER TÍÐNI ASTMA OG OFNÆMIS AÐ AUKAST ? Til þess að fá svar við þeirri spumingu þarf að bera saman tíðni þessara sjúkdóma á mismunandi tímum. Hins vegar hafa fáar rannsóknir verið gerðar þar sem slíkur samanburður er raunhæfur. Áberg bar saman tíðni astma og ofnæmiskvefs hjá nýliðum í sænska hemum 1971 og 1981. Upplýsingar voru fengnar úr tölvuskráningu og voru þær sambærilegar milli ára. Á þessu 10 ára tímabili jókst tíðni astma úr 1.9% í 2.8% og tíðni ofnæmiskvefs úr 4.4% í 8.4% (40). í Finnlandi eru 98% allra 19 ára karlmanna skoðaðir af læknum við herkvaðningu. Á ámnum 1926 til 1961 höfðu innan við einn af þúsundi astma. Frá 1961 hefur tíðni astma verið að aukast jafnt og þétt og var 1.79% árið 1989 (41). I Taipai á Taiwan voru gerðar tvær sambærilegar kannanir á tíðni astma meðal skólabama á aldrinum 7-15 ára, árin 1974 og 1985. I fyrri könnuninni voru 23.678 böm en í hinni síðari 147.373. Á þessum 11 árum jókst tíðni astma úr 1.3% í 5.07% (42). I áðumefndri rannsókn frá Japan var þess getið að ofnæmið fyrir sedrusviði hefur aukist úr 3.8% 1974 í 9.4% 1981 og virðist ennþá fara ört vaxandi, sérstaklega á þeim svæðum þar sem mengun er mikil (35). I nýlegri grein veltir Anderson því fyrir sér hvort tíðni astma fari vaxandi í Bretlandi (43). Hann bendir á erfiðleika sem því eru samfara að bera saman rannsóknir gerðar með mismunandi aðferðum. Hann vitnar til 14 rannsókna á tíðni astma hjá bömum og unglingum í Bretlandi á árunum 1964 til 1986 og telur þær ekki sýna greinilega aukningu á astma. í nýbirtri könnun Bumey og félaga greinir frá tíðni astma og berkjubólgu hjá 15.000 drengjum og 14.156 stúlkum á aldrinum fimm til 12 ára. Tíðni þessara sjúkdóma var könnuð hjá hverjum árgangi. Hjá drengjum jókst tíðni astma um 6.9% á ári en 12.8% hjá stúlkum. Til mótvægis við þetta dró nokkuð úr tíðni berkjubólgu (44). Kannanir á 300 þúsund manna úrtaki vítt og breitt um England og Wales 1955-56 sýndu að 8.5 af hverjum 1000 íbúum leituðu til heimilislæknis vegna astma og 5.1 af þúsund íbúum vegna frjónæmis. Árið 1970-71 voru þessar tölur 10.2 af þúsundi vegna astma og 10.6 af þúsundi vegna frjónæmis. Árið 1980- 81 voru tölumar 17.8 af þúsundi vegna astma og 19.7 af þúsundi vegna frjónæmis (45). Þessar tölur segja að vísu ekki til um tíðni þessara sjúkdóma, heldur fjölda heimsókna til heimilislækna vegna þeirra. Á 25 árum hafði fjöldi heimsókna tvöfaldast vegna astma og þrefaldast vegna frjónæmis. Ekki er trúlegt að hér sé einungis um að ræða aukna ásókn í læknisþjónustu. Innlögnum á bresk sjúkrahús vegna astma fjölgar stöðugt. Árið 1975 voru 7 af 10.000 körlum og 6.8 af 10.000 konum lögð á sjúkrahús vegna astma, en 1981 lögðust 12.3 af 10 þúsund körlunt og 10.3 af 10 þúsund konum á sjúkrahús vegna astma. Á sama tíma hefur neysla á astmalyfjum einnig verið að aukast (45). Sömu sögu er að segja frá Sviþjóð. Árið 1979 var sala astmalyfja þar 22.9 dagskammtar á 1000 íbúa, en 1988 hafði neyslan aukist í 55.5 dagskammta á 1000 íbúa. Aukningin er 242% (46). Svipaða sögu er að segja frá Islandi, og verður vikið að því síðar. Á árunum 1960-65 fjölgaði dauðsföllum verulega af völdum astma í Bretlandi, en síðan fækkaði þeim um skeið. Frá 1970 virðist dauðsföllum aftur hafa fjölgað (45). Þróunin hefur orðið svipuð í mörgum öðrum löndum. Þannig hefur dauðsföllum fjölgað í Noregi, Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Hvergi hefur dauðsföllum þó fjölgað jafnmikið og á Nýja-Sjálandi (46,47). Engin viðhlýtandi skýring hefur fundist á þessari óheillaþróun.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.