Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 353 ASTMI OG OFNÆMI Á ÍSLANDI Tíðni þessara sjúkdóma hefur lítið verið könnuð hér á landi. Árið 1975 sendu nokkrir læknanemar spurningalista til 5000 einstaklinga á aldrinum 40-49 ára, sem valdir voru að handahófi úr þjóðskrá. Svör bárust frá 55.5%, en 36.8% svöruðu játandi spumingunni: Hafið þér einhvern tíma œvinnar haft ofnœmiskvilla? Gera má ráð fyrir að hugtakið ofnæmi sé hér notað í víðtækum skilningi yfir viðbrögð eða sjúkdóma sem koma af hvers konar áreyti. Almennt er gert ráð fyrir því að 40% einstaklinga fái slík viðbrögð einhvem tíma á ævinni. Af þeim sem svöruðu spumingunni um ofnæmi játandi sögðust 60.6% vita ástæðuna, 66% sögðust hafa fengið það staðfest af lækni og 43% höfðu fengið það staðfest af sérfræðingi. Bólguköst í augu með kláða, sviða eða tárarennsli höfðu 16.8% fengið og 19% höfðu fengið bólguköst í nefslímhúð, hnerra, kláða og nefrennsli (48). í könnun á einstaklingum með þráláta slímhúðarbólgu í nefi höfðu 46% bráðaofnæmi (49). Árið 1983 var tíðni astma og ofnæmis könnuð hjá bændafjölskyldum í Vestur-Skaftafellssýslu og norðurhluta Strandasýslu. Niðurstöður ofnæmiskönnunarinnar hafa áður verið birtar (50). Aldursmörkin í þessari könnun voru 6-50 ár. Jákvæð húðpróf höfðu 17.9%, en húðpróf voru einungis gerð á þeim sem höfðu einhver einkenni, sem samrýmdust ofnæmi. Hlutfallslega fleiri höfðu einkenni í Strandasýslu og því voru fleiri húðprófaðir þar en í Vestur-Skaftafellssýslu. Þrátt fyrir það voru 55.7% þeirra sem voru prófaðir í Strandasýslu með jákvæð húðpróf en 54.8% í Vestur-Skaftafellssýslu. Munurinn er ekki marktækur en sýnir þó hærri tíðni ofnæmis í Strandasýslu (mynd 1). Einnig var spurt um einkenni teppusjúkdóma og svöruðu 14.7% jákvætt spumingunni: Urgar (surgar) eða ýlir stundum fyrir brjósti? í Strandasýslu svöruðu 21.0% þessari spumingu játandi en 8.1% í Vestur- Skaftafellssýslu (P<0.001) (mynd 2). Að frumkvæði Evrópubandalagsins standa nú yfir umfangsmiklar rannsóknir í mörgum löndum, meðal annars á Islandi, á tíðni astma og ofnæmis. Rannsóknunum er skipt í tvo hluta, og þær eru framkvæmdar á nákvæmlega sama hátt í öllum löndunum. % □ Strandasýsla Alaur ^ V-Skaftafellssýsla Mynd 1. Hundraðshluti einstaklinga meS jákvœS ItúSpróf. % gg V-Skaftafellssýsla Mynd 2. HundraSshluti einstaklinga meS surg. í fyrri hluta rannsóknarinnar voru sendir spumingalistar til 3600 einstaklinga 20- 44 ára í Reykjavík og nágrenni. Svör bárust frá 80.6%. Spumingunni: Ert þú með ofnœmi í nefi af einhverjum toga, þar með talið frjókvef? svöruðu 17.9% játandi. Spumingunni: Hefur þú einhvern tíma síðustu 12 mánuði tekið eftir pípi (ýli) eða surgi fyrir brjósti? svöruðu 18.2% játandi (51). í Reykjavík stendur nú yfir rannsókn á astma og ofnæmi hjá ungbömum. Eitt hundrað og áttatíu börn voru valin af handahófi úr hópi 792 nýfæddra bama á fæðingardeild Landspítalans, þau skoðuð reglulega og um 18 mánaða aldur höfðu læknar staðfest surg þrisvar eða oftar hjá 14.4% bamanna (52) (sjá töflu).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.