Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1991'; 77: 361-2. 361 Haraldur Briem GAGNSEMI BÓLUSETNINGAR GEGN LUNGNABÓLGUBAKTERÍUM (STREPTOCOCCUS PNEUMONIAE) I grein, sem Steinn Jónsson (SJ) ritar og nefnir »Er gagn af bólusetningu gegn pneumokokkum?«, gagnrýnir hann ráðleggingar landlæknis um bólusetningu gegn lungnabólgubakteríum. Telur hann að ekki gæti hlutlausrar túlkunar á upplýsingum um bóluefnið í greinargerð með ráðleggingunum. SJ segir efasemdir um bóluefnið hafa aukist á síðustu árum eftir að fjöldi greina hafi birst sem staðfest hafa alvarlegar sýkingar og dauðsföll meðal bólusettra. Allur þessi fjöldi greina, sem SJ nefnir, eru tvær (1,2). Önnur þessara rannsókna, sem talið er að bendi til gagnsleysis bólusetningar, er framvirk slembuð rannsókn frá Bandaríkjununum (1). Hún hefur verið gagnrýnd fyrir óljósa skilgreiningu sjúkdómstilfella, sem ýmist voru með lungnabólgu eða berkjubólgu (3,4), en erfitt er að meta þýðingu lungnabólgubaktería sem finnast í hráka í berkjubólgu. Þá hefur verið á það bent að slembun þessarar rannsóknar virðist hafa mistekist (5) og ennfremur að hönnun rannsóknarinnar gerði það að verkum að erfitt yrði að sýna fram á gagnsemi bóluefnisins (3). Hin rannsóknin (2), sem var gerð á tiltölulega fáum pöruðum hópum, hefur verið gagnrýnd fyrir bjögun, þ.e. þeir sem fengu bóluefnið og veiktust voru eldri og ónæmisbældari en samanburðarhópurinn (6) og að einnig kynnu sumir að hafa verið bólusettir án vitundar rannsakenda (4,6). Ekki verður ráðið af alþjóðlegum greinaskrifum að efasemdir manna um bóluefnið fari vaxandi. Á undanfömum árum hefur fjöldi greina birst um notagildi bóluefnisins. Eru þessar greinar ýmist byggðar á rannsóknum á pöruðum hópum (7-10) og faraldsfræði (4,11,12) en einnig á stórri framvirkri slembaðri rannsókn (13). Allar þessar rannsóknir, auk nýlegrar hagkvæmnirannsóknar á slíkum bólusetningum (14) , benda til gagnsemi bóluefnisins. Þær benda einnig til þess að ná megi árangri með því að bólusetja yngri einstaklinga en áður var talið (9) og að konum kunni að gagnast bólusetningin betur en körlum (12). Hér kann að vera komin mikilvæg skýring á því hvers vegna rannsóknir þær sem SJ vitnar til (1,2) benda ekki til að bóluefnið geri gagn, en þær voru gerðar á uppgjafahermönnum sem endurspegla engan veginn bandarískt þjóðfélag. Farsóttanefnd hefur, með hliðsjón af áðurnefndum upplýsingum, mælt með því að auk einstaklinga í sérstökum áhættuhópum verði öllum einstaklingum, sem náð hafa 60 ára aldri, boðin bólusetning gegn sýkingum af völdum lungnabólgubatería (15) . Nefndin telur að ekki sé ástæða til að draga á langinn að hefja bólusetningar gegn lungnabólgubakteríum þótt vonast megi til að betra bóluefni finnist í framtíðinni. Farsóttanefnd leggur ríka áherslu á að allir, sem eru bólusettir, verði skráðir og skráningin verði aðgengileg við rannsóknir á virkni bóluefnisins. HEIMILDIR 1. Simberkoff MS, Cross AP, Ál-Ibrahim M, et al. Efficacy of pneumococcal vaccine in high risk- patients: results of a Veterans Administration cooperative study. N Engl J Med 1986; 315: 1318- 27. 2. Forrester HL, Jahnigen DW, LaForce FM. Inefficacy of pneumococcal vaccine in a high-risk population. Am J Med 1987; 83: 425-30. 3. Shapiro ED. Letter to the editior. N Engl J Med 1987; 316: 1272-3. 4. Recommendations of the Immunization Practices Advisory Committee. Pneumococcal polysaccaride vaccine. MMWR 1989; 38: 64-76.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.