Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1991, Síða 49

Læknablaðið - 15.11.1991, Síða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 367-8. 367 Nýr doktor í læknisfræði - Brynjólfur Jónsson Fimmtánda mars síðastliðinn varði Brynjólfur Jónsson bæklunarlæknir doktorsritgerð í læknisfræði við háskólann í Linköping í Svíþjóð. Ritgerðin er á sviði bæklunarlækninga. Andmælandi var Pár Slátis, prófessor í bæklunarlækningum við háskólann í Helsinki. Ritgerðin heitir á frummálinu: Destructive Rheumatoid Arthritis, epidemilogical, economic and rheumasurgical aspects og fjallar um ýmsar afleiðingar liðasjúkdóma og sérstaklega um langt gengið form liðagigtar (iktsýki), sem hefur leitt til niðurbrots liðbrjósks, aflögunar liða og hreyfiskerðingar. Ritgerðin byggist á rannsóknum við háskólasjúkrahúsið í Linköping og þeim átta vísindagreinum um efnið, sem unnar voru að hluta til í samvinnu við sjúkrahúshagfræðinga. Fyrsti hluti ritgerðarinnar fjallar um óþægindi og sjúkdóma í liðum almennt í hópi 5.200 íbúa, 45 ára og eldri, í sveitarfélaginu Átvidaberg. Samsetning þessa hóps er eins og í ríkinu sem heild. Þrjátíu og fimm prósent manna kvörtuðu um liðaóþægindi, og líkist það niðurstöðum í nágrannalöndunum, en er heldur algengara en í Kanada og Bandaríkjunum. Allir þeir, sem kvörtuðu, voru skoðaðir og nákvæm sjúkdómsgreining fengin, einnig ýmis félagsleg atriði varðandi þennan sjúkdómsflokk. Við skoðun kom í ljós að um 30% manna á þessum aldri höfðu stoðkerfissjúkdóm; konur í mun meira mæli en karlar og stígandi með aldri hjá báðum kynjum. Konur höfðu mest óþægindi frá hnjám, fingrum og öxlum en karlar frá öxlum, hnjám og mjöðmum. Slitgigt var langalgengasta orsök þessa. Klassísk liðagigt (skv. alþjóðlegri flokkun frá 1963) kom fram hjá 0.65% fólks og í fyrmefndum hópi fundust 82 slíkir sjúklingar. Þessir einstaklingar voru rannsakaðir og metnir mjög náið hvað varðar líkamlegt, félagslegt og efnahagslegt ástand, þar að auki var ástand handa athugað sérstaklega. Þörf var á skurðaðgerðum á stoðkerfi á um 55% þessara sjúklinga og um það bil fimm til sex aðgerðum hjá þeim sem verst voru haldnir. Liðaskurðlækningamar, sérstaklega nútíma gerviliðaaðgerðir og handaskurðaðgerðir virtist mikilvægt að gera tímanlega til að hindra að sjúkdómurinn versnaði, sem oft leiðir til erfiðrar afkomu og einangrunar. Þá leiðir langt genginn sjúkdómur til kostnaðarsamra sjúkrahúsdvala. Með þessum rannsóknum hafa fengist mikilvægar upplýsingar, sem sýna stöðu þessa sjúkdóms.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.