Læknablaðið - 15.11.1996, Side 12
764
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
eða 55 og því næst op á milli gátta (atrial septal
defect, ASD) eða 46. Mun fleiri stúlkur en
drengir gengust undir aðgerð vegna ops á milli
gátta og opinnar fósturæðar, en fleiri drengir
fóru í aðgerð vegna þrengsla í ósæð og víxlunar
á stóru slagæðunum (mynd 3). Ekki var hægt
að sjá hvort aðgerðartíðni vegna einstakra
galla jókst eða minnkaði með tímanum nema
þegar um op á milli gátta var að ræða. Helm-
ings aukning varð milli áranna 1974-1983 og
1984-1993 og er það marktækur munur
(p<0,05) (mynd 4). Samsvarandi munur
fannst ekki á fjölda aðgerða vegna annarra
galla.
5. Dánartölur: Af 299 börnum lést 31
(10,4%), 14 drengir og 17 stúlkur. Sextán barn-
anna létust í aðgerð og er þá miðað við 30 daga
eftir sjálfa aðgerðina, 14 létust vegna hjarta-
sjúkdóms og eitt af öðrum orsökum. Prettán
barnanna létust erlendis. Kannað var hvort
marktækur munur væri milli tímabila, en svo
reyndist ekki vera, enda fáir sem létust á
hverju tímabili. Flestir hinna látnu voru með
víxlun á stóru slagæðunum eða sjö af 31 og
létust fimm þeirra á fyrstu 15 árum rannsóknar-
innar, þrír voru með þrengsli í ósæð og op á
milli slegla, en færri með aðra galla.
Umræða
í rannsókn okkar kemur fram að 2,75 af
hverjum 1000 lifandi fæddum börnum gengust
undir skurðaðgerð vegna meðfæddra hjarta-
galla á 25 ára tímabili frá 1969 til 1994. Á rann-
sóknartímabilinu fór aldur við aðgerð stöðugt
lækkandi. Á síðari hluta tímabilsins fjölgaði
aðgerðum vegna ops á milli gátta. Rétt er að
benda á að hlutfallið í yngri aldurshópunum á
eftir að hækka þar sem vitað er að nokkur börn
fædd á árunum 1984-1993 eiga eftir að gangast
undir aðgerð. Nokkuð er af erlendum rann-
sóknum um nýgengi meðfæddra hjartagalla
(1-4) en aftur á móti mun minna um fjölda
aðgerða hjá þessum börnum. Rannsókn frá
Uppsölum er náði yfir 11 ára tímabil sýndi fram
á að 2,15 af 1000 lifandi fæddum börnum þurftu
á aðgerð að halda (7) og er það talsvert lægra
en hér, enda 20 árum eldri rannnsókn. Rann-
sókn sem gerð var í Liverpool á börnum sem
fædd voru á árunum 1960-1969 leiddi í ljós að
1,86 af 1000 lifandi fæddum börnum fóru í að-
gerð á þeim tíma. Gögn um börn sem fædd
voru á þessu árabili en létust vegna meðfædds
hjartagalla án aðgerðar, voru endurmetin 1981.
Fig. 3. The number of patients male and female, and the
various types of heart defects. Abbreviations are as follows:
VSD = Ventricular Septal Defect; ASD = Atrial Septal De-
fect; PDA = Patent Ductus Arteriosus; CoA = Coarctation of
theAorta; TOF = Tetralogy of Fallot; TGA = Transposition
of the Great Arteries; CAVC = Common Atrioventricular
Canal Defect; PS = Pulmonary Stenosis; AS = Aortic Sten-
osis; TR = Truncus Arteriosus; SV = Single Ventricle;
TAPVD = Total Anomalous Pulmonary Venous Drainage.
Number of patients per
1000 live births
0.8
1969-73 1974-78 1979-83 1984-88 1989-'93
Year of birth
Fig. 4. The number of operations on patients with ASD per
1000 live births in the five time periods.
Samkvæmt skilmerkjum sem þá viðgengust
hefðu 2,96 börn af 1000 lifandi fæddum þurft á
aðgerð að halda (8). Þessi niðurstaða sýnir
aðeins hærra hlutfall en hér ef miðað er við allt
rannsóknartímabilið (2,75 af 1000 lifandi fædd-
um hér), en lægra ef einungis er miðað við
síðustu 10 árin, en þá var tíðnin 3,04 af hverjum
1000 lifandi fæddum börnum hér á landi.
Á rannsóknartímanum lækkaði meðalaldur
barnanna í fyrstu aðgerð mjög mikið þrátt fyrir
nokkra fjölgun aðgerða og er það í samræmi
við erlendar rannsóknir (1,8). Á síðasta tíma-
bilinu 1989-1993 fór meira en helmingur barn-
anna, eða 2,03 af 1000 lifandi fæddum, í aðgerð