Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1996, Síða 13

Læknablaðið - 15.11.1996, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 765 yngri en eins árs miðað við 1,4 í rannsókninni frá Liverpool (8). Víst er að fáein börn eiga eftir að bætast í hóp barnanna sem fædd eru 1989-1993 þar sem þau yngstu eru einungis um hálfs árs gömul (miðað er við 1. maí 1994) og líklegt er að einhver börn úr þeirra hópi hafi meðfæddan galla þótt þau séu enn ógreind til dæmis sjúklingar með op á milli gátta. Skýringar á þessum lækkandi aldri eru ýms- ar. Börnin greinast fyrr en áður, með tilkomu nýrrar greiningartækni, ómunar, litaómunar og flæðismælinga. Pá hafa orðið miklar fram- farir í skurðlækningum og gjörgæslu. Einnig hefur þekking á eðli sjúkdómanna aukist eins og rannsókn frá Mayo Clinic Rochester bendir á. Hún var gerð á sjúklingum sem gengist höfðu undir aðgerð vegna Fallots fernu (Fal- lot’s tetralogy) fyrir 30 árum og leiddi í ljós betri lífslíkur ef aðgerð var framkvæmd fyrir 11 ára aldur (9). Mismunandi skipting galla milli kynja eins og fram kemur á mynd 3 er vel þekkt. Fleiri stúlkur en drengir hafa op á milli gátta og opna fósturæð (1), en aðrir hjartagall- ar eru algengari hjá drengjum. Athygli vekur sú mikla fjölgun sem varð á aðgerðum vegna ops á milli gátta eftir 1984 (mynd 4). Verður að skýra hana með sömu ástæðum og lækkandi aðgerðaraldur, með betri greiningu og aukinni þekkingu á sjúk- dómnum. Svipuð rannsókn og gerð var á Fal- lots fernu var gerð á langtíma lífshorfum sjúk- linga með op á milli gátta. Sjúklingarnir lifðu lengur ef aðgerð var gerð fyrir 25 ára aldur og því fyrr sem hún var framkvæmd þeim mun minni líkur voru á að þeir fengju hjartsláttar- truflanir svo sem gáttatif síðar á ævinni (10). Dánartíðni hér á landi var 10,3%, í Uppsöl- um 8,5% (7) og Liverpool 7,4% (8), en hlut- fallslega fleiri íslensk börn gengust undir að- gerð og því líklegt að fleiri börn með alvarlega galla hafi gengist undir aðgerð hér. Aðgerðir vegna meðfæddra hjartagalla eru mjög árangursríkar og eru horfur eftir aðgerð yfirleitt mjög góðar. Dánartölur eru þó enn háar, um 10% og hafa lítið breyst. Á fyrri hluta tímabilsins var ekki reynt að lagfæra ýmsa al- varlega galla sem gert var á síðari hluta tíma- bilsins og gæti það haft áhrif á dánartölur. HEIMILDIR 1. Nadas’ Pedriatric Cardiology. FylerD, ed. Philadelphia: Hanley & Belfus, Inc, 1992: 273-80, 731-46. 2. Mitchell SC, Korones SB, Berendes HW. Congenital heart disease in 56,109 births. Circulation 1971; 43: 323- 32. 3. Hoffman JI. Congenital heart disease: incidence & in- heritance. Pediatr Clin North Am 1990; 37: 25—41. 4. Samánek M, Slavík Z, Bozena Z. Prevailance, treat- ment and outcome of heart disease in live born children. Pediatr Cardiol 1989; 10: 205-11. 5. Sigfússon G, Helgason H. Nýgengi og greining meö- fæddra hjartagalla á fslandi. Læknablaðiö 1993; 3: 107- 14. 6. Heilbrigðisskýrslur 1969-1993. Reykjavík: Landlæknis- embættið, 1969-1993. 7. Michaelsson M. Congenital heart disease: some data of the relative incidence, natural history and operability. Acta Paediatr Scand 1965; 159: 154. 8. Dickinson DF, Arnold R, Wilkinson JL. Congenital heart disease among 160,480 livebom children in Liver- pool 1960-1969. Br Heart J 1981; 46: 55-62. 9. Murphy JG, Gersh BJ, Mair DD, McGoon MD, Porter CJ, Ilstmp DM. Long-term outcome in patients under- going surgical repair of Tetralogy of Fallot. N Engl J Med 1993; 329: 592-600. 10. Murphy JG, Gersh BJ, McGoon MD, Porter CJ, Ustrup DM. Long-term outcome after surgical repair of isolated Atrial Septal Defect. N Engl J Med 1990; 323:1645-50.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.