Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1996, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.11.1996, Qupperneq 19
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 769 3) Víða er skortur á stöðlun þar sem við á, samráðsgreinargerðum (consensus guidelines) og árangurskönnunum (outcome studies). 4) Lítið er um framskyggnar aðgerðir í gæða- stjórnun þar sem settar eru lágmarkskröfur um þjónustu og árangur (gæðatryggingu), eða að í gangi séu ferli sívirkrar gæðastjórnunar (altæk gæðastjórnun, sívirkar gæðaumbætur). Tveir aðilar hafa nokkra sérstöðu þegar svör eru skoðuð. Yfirstjórn Ríkisspítala hefur látið gæðastjórnun til sín taka. Þar starfar gæðaráð og er gœðasókn Ríkisspítala skipt í þrjá þætti; umbótastarf í anda altækrar gæðastjórnunar, gæðaeftirlit sem greinir og leiðréttir möguleg mistök og gæðatryggingarstarf með notkun staðla. Læknaráð Landspítalans tekur virkan þátt í þessu starfi. Hafa Ríkisspítalar nýverið fengið hvatningarverðlaun Gæðastjórnunarfé- lags íslands vegna þessa framtaks. Félag íslenskra heimilislækna hefur einnig unnið að gæðastjórnun með gerð staðla um aðbúnað á vinnustað, með hugbúnað fyrir heilsugæslustöðvar, símenntun og leiðbeining- um um samskipti við lyfjafyrirtæki. Er Félag íslenskra heimilislækna komið lengst hér- lendra læknafélaga í gæðastjórnunarmálum. Auk þess sem fram kom í könnuninni er markviss gæðastjórnun þekkt á öðrum sviðum heilbrigðiskerfisins, til dæmis á vegum land- læknisembættisins, Gæðastjórnunarfélags ís- lands og meðal annarra heilbrigðisstétta, en ekki verður fjallað nánar um það hér. Umræða Efniviður gaf ekki tilefni til tölfræðilegrar úrvinnslu. Verður þess í stað leitast við að draga upp mynd sem lýsir stöðu gæðastjórnun- ar meðal lækna á íslandi. Þó svo að svörun hafi verið fremur dræm ber að taka tilliti til eftirfarandi þátta: Svör bárust frá flestum stærri sjúkradeildum og stærstu sér- greinafélögunum. í nokkrum tilvikum var um skörun að ræða milli sérgreinafélags og skyldr- ar starfsemi á sjúkrahúsi svo sem í svæfingum og rannsóknum, þannig að sum svörin voru fyrir sérgreinina í heild. Einnig eru í hópi sér- greinafélaga inörg lítil undirgreinafélög sem eiga samleið með stærri félögum í gæðastjórn- unarmálum. Af þessu má telja að könnunin gefi þokka- lega vísbendingu um stöðu mála hérlendis. Aðferðum gæðastjórnunar hefur verið beitt í íslensku heilbrigðiskerfi um langt skeið, að mestu á sjúkrahúsum. Voru læknar í farar- broddi framan af. Um árabil hafa aðrar heil- brigðisstéttir, til dæmis hjúkrunarfræðingar, sýnt lofsvert frumkvæði á þessu sviði. Gæða- stjórnun lækna hefur að mestu einkennst af afturskyggnum aðferðum og fyrirbyggjandi að- gerðum, eins og með gerð staðla og gátlista. Þó eru til undantekningar frá þessu. Er gœðasókn Ríkisspítala áhugavert dæmi um framskyggnar aðgerðir (altæka gæðastjórnun). Utan sjúkra- húsa hefur þróunin verið hægari og má segja að Félag íslenskra heimilislækna sé eitt um það að hafa unnið þar að gæðastjórnunarmálum á skipulagðan hátt. Framskyggn gæðastjórnun þarf að vera hluti af hverju vinnukerfi, frá grasrót til æðstu stjórnenda, án lagaskyldu (13). Jafnframt ber að virða klínískt sjálfstæði lækna um leið og tryggt er, að þeir haldi áfram að vera mótandi afl í stjórnun og þróun. Halda þarf áfram að þróa uppbyggingu framhaldsmenntunar, end- urskoða reglugerð um sérfræðiviðurkenningu með tilliti til innihalds og krafna um færni og halda áfram uppbyggingu símenntunar. Efla þarf umræðu um siðfræði, veita leiðbeiningar og setja viðurlög, til dæmis varðandi meðferð sem er stöðugt undir lágmarksstaðli. Hvetja þarf til og aðstoða við að koma á framskyggnri innri gæðastjórnun á heilbrigðisstofnunum, ennfremur að koma á framskyggnri ytri gæða- stjórnun, til dæmis með samanburði milli stofnana á meðferðarárangri, kostnaði og stuðningi við starfsfólk. Styðja ber sérgreinafé- lög í að semja samráðsgreinargerðir og þróa áfram gæðastjórnun utan sjúkrahúsa. Síðast en ekki síst ber að stuðla að þróun rannsókna á sviði gæðamála. Löngu er orðið tímabært að læknar og aðrar heilbrigðisstéttir vinni með heilbrigðisyfirvöld- um að mótun stefnu um gæðastjórnun á Is- landi. Vega þarf og meta kosti og galla aðferða í viðmiðunarlöndum okkar, meðal annars hversu ntikil miðstýring sé æskileg, að hve miklu leyti eigi að treysta á frumkvæði lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna, stofnana þeirra og félaga og hversu brýnt sé að byggja upp ráðgjafarþjónustu um gæðastjórnun fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Gæðastjórnunarnefnd LÍ, sem hefur hvetj- andi hlutverk en ekki stjórnandi, hefur tekið upp samvinnu við sérgreinafélög lækna til að móta næstu skref og hafa nokkur sérgreinafé- lög nú þegar hafið skipulega vinnu að einstök-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.