Læknablaðið - 15.11.1996, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
775
Table III. Recent reports of the annual incidence of ulcerative colitis in Iceland and neigltbouring countries.
Study Area Period lncidence/100,000
Roin (11) Faroe Islands 1981-88 20.3
Haug (8) Western Norway 1984-85 14.8
Tysk (7) Örebro Sweden 1978-87 13.1
Kildebo (9) Northern Norway 1983-86 12.6
Björnsson (present study) lceland 1980-89 11.7
Stewénius (10) Malmö Sweden 1978-82 9.4
Langholtz (14) Copenhagen 1980-87 9.2
Shivananda (16) Leiden Holland 1979-83 6.8
Srivastava (15) Cardiff England 1978-87 6.3
hækkandi frá 1962 og orðið hæst rúmlega 12
tilfelli á 100.000 íbúa árið 1980 (14). Tvær rann-
sóknir í Vestur-Evrópu, í Cardiff í Suður-Eng-
landi (15) og Leiden í Hollandi (16) (tafla III),
sýndu mun lægra nýgengi og er það í samræmi
við hugmyndir um hærri tíðni sjúkdómsins á
norðurslóðum (2).
Aldurstengt nýgengi: Tvítoppa dreifing ný-
gengis í 10 ára aldurshópum (mynd 1) var svip-
uð og á sambærilegum tíma í nágrannalöndun-
um, en þar var fyrri toppurinn ýmist á aldrin-
um 20-29 eða 30-39 ára og seinni toppurinn
oftast á aldrinum 70-79 ára (7-14). Hér á landi
hefur orðið marktæk hækkun á aldurstengdu
nýgengi frá fyrri tveimur áratugum, 1960-1979,
á öllu aldursbilinu 20-49 ára (p<0,008).
Útbreiðsla bólgunnar: Algengast var að
sáraristilbólga væri bundin við endaþarmsslím-
húð (tafla II), en stærstan hluta hækkunar á
nýgengi sáraristilbólgu á íslandi má rekja til
fjölgunar tilfella af endaþarmsbólgu (mynd 2).
í rannsóknum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð
var hlutfall endaþarmsbólgu á bilinu 22-59%
(7,10) og þar sem nýgengi var vaxandi var
aukningin nær eingöngu í endaþarms- og buga-
ristilbólgu (7-10,13). Hlutfall útbreiddrar ristil-
bólgu (tafla II) var lágt hér á landi miðað við
hin Norðurlöndin, en tölur þaðan eru á bilinu
17,8-36,3% (7-10,13,14). Víðast hvar hefur
hlutdeild útbreiddrar sáraristilbólgu þó farið
lækkandi eins og hér, en við fyrri rannsókn á
íslandi (4) fannst útbreidd bólga hjá 13,5%
sjúklinganna.
Sjúkrahúsvist og ættgengi: Mun færri sjúk-
lingar voru lagðir inn á sjúkrahús vegna sjúk-
dóms síns, eða tæplega 40% miðað við 75% í
fyrri rannsókn (4). Sjúkdómurinn greinist
einnig fyrr en áður, 63,1% sjúklinganna höfðu
haft einkenni skemur en sex mánuði miðað við
33,9% í fyrri rannsókn. Skýring á þessum mis-
mun á sjúkrahúsvistun felst líklega í breyttum
forsendum innlagna, þótt snemmbærari grein-
ing geti einnig átt þátt í honum. Hlutfall ættar-
tengsla var heldur lægra en fram kom í fyrri
rannsókninni (5) en þó svipað og í sambærileg-
um rannsóknum í nágrannalöndunum (8,9).
Lokaorð
Nýgengi sáraristilbólgu hefur farið vaxandi
hér á landi undanfarna áratugi. Við álítum að
um raunverulega aukningu sé að ræða og hana
megi rekja að nokkru en ekki öllu leyti til
fjölgunar vægari tilfella, það er endaþarms-
bólgu annars vegar og endaþarms- og bugarist-
ilbólgu hins vegar. Við álítum að nýgengis-
hækkunin stafi ekki af bættri greiningu né ítar-
legri leit að sjúkdómnum, enda var
sambærilegri aðferð beitt við leit að nýjum til-
fellum og í fyrri rannsókn. Sjúkdómurinn
greindist þó að meðaltali fyrr á ferli sínum en
áður. Astæður hækkunar á nýgengi sáraristil-
bólgu eru ókunnar og því er æskilegt að áfram
verði fylgst með nýgengi sjúkdómsins hér á
landi.
Þakkir
Höfundar þakka Vísindaráði fyrir veittan
fjárhagsstuðning, og meltingarsérfræðingum
og fjölda annarra lækna víðs vegar á landinu
fyrir aðstoð við öflun gagna og aðgang að
sjúkraskýrslum. Erni Ólafssyni er þökkuð að-
stoð við tölfræðilega útreikninga.
HEIMILDIR
1. Shanahan F. Pathogenesis of ulcerative colitis. Lancet
1993; 342: 407-11.
2. Kirsner JB. Inflammatory Bowel Disease, Part I: Nature
and Pathogenesis. DM 1991; 37: 605-66.
3. Kirsner JB. Inflammatory Bowel Disease, Part II: Clin-
ical and Therapeutic Aspects. DM 1991; 37: 671-746.
4. Björnsson S, Þorgeirsson í>. Colitis Ulcerosa á Islandi.