Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1996, Page 28

Læknablaðið - 15.11.1996, Page 28
778 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Nýjungar í heparínmeðferð Stutt yfirlit Steinar Guömundsson1’, Páll Torfi Önundarson2* Guðmundsson S, Önundarson I’T New developments in anticoagulation with heparin; a short review Læknablaðið 1996; 82: 778-83 Low molecular-weight heparins (LMWH) are deriv- atives of standard unfractionated heparin (UFH) and both types of heparins are used for anticoagula- tion. UFH is heterogeneous with respect to molec- ular size and exerts its effect through enhancement of antithrombin III inhibition of serine proteases. Full dose UFH has a narrow therapeutic window as well as a short half-life and this mandates constant monitoring of its anticoagulatory effect. Weight- based dosing guidelines for unfractionated heparin have been shown to be safe and improve results. New modified heparins have lower molecular weight (LMWH) than UFH. The LMWH are dosed according to body weight without a need for moni- toring tests and subcutaneous administration no more than twice daily is adequate. In studies com- paring LMWH to UFH, the LMWH seem to be at least as effective as unfractionated heparin in pre- venting or treating venous thromboembolism. To date the comparison in these studies has been be- tween LMWH and UFH dosed in the traditional way but a comparison of LMWH with UFH dosed by weight-based guidelines has not been studied yet. Frá '’lyflækningadeild, 2|rannsóknastofu í blóðmeinafræði, Landspítalanum. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Páll Torfi Önund- arson, rannsóknastofu í blóðmeinafræði, Landspítalanum, 101 Reykjavík. Ágrip Heparín og smáheparín eru tvær tegundir heparína seni notaðar eru til blóðþynningar- meðferðar. Heparín er safn mislangra fjölsykr- unga sem virka fyrst og fremst með því að magna áhrif andþrombíns III. Þrátt fyrir að óbrotið heparín hafi lengi verið notað í fyrir- byggjandi tilgangi og sem meðferð við blóðseg- um getur gjöf þess verið vandasöm. I fullum skömmtum hefur lyfið þröngt meðferðarbil (therapeutic window) og því þarf stöðugt að fylgjast með storknunarhæfni blóðsins. Nýjar og árangursbetri skammtaleiðbeiningar hafa verið þróaðar þar sem óbrotið heparín er gefið samkvæmt líkanisþyngd í stað fastra skammta áður. Smáheparín hafa smærri sykrungakeðjur og því lægri meðalsameindaþunga en óbrotið heparín og hafa fram á síðustu ár aðallega verið notuð sem segavörn við skurðaðgerðir enda virðast þau vera að minnsta kosti jafnvirk blóðþynningarlyf eins og óbrotið heparín við fyrirbyggingu blóðsega og segareks. Séu smá- heparín skömmtuð samkvæmt líkamsþyngd er nægjanlegt að gefa þau einu sinni til tvisvar á dag og ónauðsynlegt að fylgjast með storku- prófum. Við meðferð djúpbláæðasega í fótuni virðast smáheparín vera að minnsta kosti jafn- virk og óbrotið heparín gefið sem sídreypi í æð í völdum hópum sjúklinga. Gjöf smáheparína hefur þó aldrei verið borin saman við gjöf óbrotins heparíns skammtað eftir líkamsþunga og er því þeirri spurningu ekki fyllilega svarað hvort smáheparín munu leysa óbrotið heparín af hólmi.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.