Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1996, Qupperneq 33

Læknablaðið - 15.11.1996, Qupperneq 33
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 781 fyrirbyggjandi tilgangi við mjaðmaliðaraðgerð- ir, og reyndust marktækt fleiri fá blóðflögufæð vegna heparíns í hópnum sem fékk óbrotið heparín, en í hópnum sem fékk smáheparín (enoxaparín) (p=0,0018). Auk þess var mót- efnasvörun marktækt hærri hjá hópnum sem fékk óbrotið heparín samanborið við þá sem fengu smáheparín, hvort sem þeir fengu blóð- flögufæð eða ekki (p=0,02). Þó ber að forðast að gefa smáheparín í staðinn fyrir óbrotið heparín eftir að blóðflögufæð kemur fram, vegna hættu á krossofnæmi við smáheparínum vegna þessara mótefna (8). Leysa smáheparín óbrotið heparín af hólmi? Sú spurning vaknar hvort smáheparín munu koma í stað óbrotna heparínsins? Sífellt birtast nýjar rannsóknir þar sem þessi lyf eru borin saman. Það sem einna best hefur verið rann- sakað er virkni smáheparína við að fyrirbyggja segamyndun í djúpbláæðum eftir skurðaðgerð- ir og hjá rúmliggjandi sjúklingum (1,6). Þessar rannsóknir eru þó mjög mismunandi að gerð og gæðum og mjög misjafnt hvernig óbrotna heparínið er gefið (6). í rannsókn frá 1991 sem oft er vitnað til þar sem borin er saman geta heparínafbrigðanna tveggja við að fyrirbyggja segamyndun í fótum eftir mjaðmaskiptaað- gerðir voru gefin 30 mg tvisvar á dag af en- oxaparíni í einum sjúklingahópi en 7500 ein- ingar undir húð tvisvar á dag af óbrotnu hepa- ríni hjá öðrum. Ekki var marktækur munur á milli hópanna með tilliti til segamyndunar í djúpbláæðum fóta (p>0,2). Marktækt fleiri blæðingar urðu þó hjá hópnum sem fékk óbrotið heparín, samanborið við hópinn sem fékk smáheparín (p=0,035) (5). Ráðlegt er að gefa skurðsjúklingum, sem hafa meðal- eða meiri áhættu á bláæðasegamyndun, smáhepa- rín eða warfarín í fyrirbyggjandi tilgangi. Þar sem ekki þarf að fylgjast með storkuprófum við gjöf smáheparína er notkun þeirra þægi- legri en notkun warfaríns í þessum fyrirbyggj- andi tilgangi (1,4). Tvær rannsóknir um samrunaúrvinnslu (meta-analysis) (6,15) voru birtar 1995, byggð- ar á niðurstöðum tölfræðilega ómarktækra nið- urstaðna smærri rannsókna á virkni smáhepa- rína við meðhöndlun djúpbláæðasega. í þess- um rannsóknum var leitast við að svara þeirri spurningu hvort smáheparín dugi við meðferð djúpbláæðasega. I annarri úrvinnslunni kom fram marktækur munur smáheparínum í hag með tilliti til tíðni stækkunar á sega (p=0,006) en ekki var tölfræðilega marktækur munur á síðari endursegamyndun, tíðni meiriháttar blæðinga eða dánartíðni (6). í hinni samruna- úrvinnslunni sem byggir á niðurstöðum 10 rannsókna kom fram marktækur munur smá- heparínum í hag með tilliti til endurtekinnar segamyndunar eða segareks, blæðinga og dán- artíðni (15). Ekki var þó mögulegt að alhæfa út frá niðurstöðum þessara athugana vegna þess að í sérhverri rannsókn voru notuð mismun- andi smáheparín sem ekki eru eins að virkni eða eiginleikum. A þessu ári hafa birst tvær samanburðar- rannsóknir á óbrotnu heparíni gefnu sem sí- dreypi í æð og smáheparínum gefnu undir húð, annars vegar enoxaparíni (Klexane®) 1 mg/kfló tvisvar á dag undir húð (16) og hins vegar na- dróparíni (Fraxiparine®) (17). Rannsóknirnar staðfesta að hjá völdum sjúklingum með fylgi- kvillalausa djúpa bláæðasega sem staðfestir voru með mynd gefur smáheparínmeðferð jafn góðan árangur og hefðbundin heparínmeðferð og jafnframt að óþarft sé í sumum tilfellum að leggja sjúklinga inn á sjúkrahús sé unnt að koma við smáheparíngjöf. Hafa verður þó í huga að í báðum þessum rannsóknum voru sjúklingar í sérstakri áhættu útilokaðir frá þátt- töku, til dæmis vegna annarra sjúkdóma/með- ferðar, lungnareks, fyrri sögu um bláæðasega- sjúkdóm eða þráláts bláæðalokuleka (post- phlebitic syndrome), vegna meðferðar með óbrotnu heparíni í meira en 48 klukkustundir, fjarlægðar heimilis frá sjúkrastofnun eða með- göngu. Þannig var þriðjungur (17) til tveir þriðju hlutar sjúklinga (16) útilokaðir, það er allir sjúklingar sem yfirleitt eru taldir í mestri hættu á alvarlegum fylgikvillum. Niðurstaða Árangur af notkun smáheparína undir húð við meðferð djúpra bláæðasega án fylgikvilla eða sérstakrar áhættu virðist vera að minnsta kosti jafngóður og notkun hefðbundinnar heparínmeðferðar. Ávinningur af notkun smá- heparína er annars vegar minnkuð þörf fyrir storkupróf því skömmtunin er gerð eftir lík- amsþyngd og hins vegar langur helmingunar- tími eftir gjöf undir húð sem gefur möguleika á meðferð utan sjúkrahúsa hjá völdum sjúkling- um eða gjöf einu sinni á dag í fyrirbyggjandi tilgangi. Ekki liggur þó fyrir samkvæmt rann-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.