Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1996, Qupperneq 46

Læknablaðið - 15.11.1996, Qupperneq 46
792 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Fjöldi handa með óeðlilegt vöðvarafrit var svipaður og í öðrum rannsóknum (9,15,17). Eins og sést á töflu II eru aðrir þættir rann- sóknanna marktækt óeðlilegri í höndum með óeðlilegt vöðvarafrit miðað við hendur með eðlilega nálarrannsókn. Þetta hefur komið fram hjá öðrum (10,15,21) og stafar af því að bráða aftaugamerki og lengra gengin (krónísk) aftaugamerki endurspegla fækkun á hreyfi- taugaþráðum vegna Wallers öxulhrörnunar. Taugaleiðingarhraði miðtaugar er oft seink- aður í lófa þegar „hefðbundnar“ rannsóknir eru verulega óeðlilegar og er ástæðan minna þvermál stærri taugaþráða og/eða Wallers öx- ulhrörnun (22). Orsök fyrir seinkun á hreyfi- taugaleiðingarhraða miðtaugar um framhand- legg, sem reyndist í 19% handa, er óljós (15). Pessu hefur þó margsinnis verið lýst samfara miðtaugarþvingun í úlnliðsgöngum í 11-23% handa (9,15-17). Mikilvægt er hafa þetta í huga þannig að seinkaður hreyfitaugaleiðingarhraði miðtaugar í framhandlegg í miðtaugarfergi í úlnliðsgöngum verði ekki túlkaður sem skemmd ofar á miðtaug. Taugaleiðingar- og vefjarannsókn á mið- taugum naggrísa, sem hafa tilhneigingu til taugarfergis með aldrinum, sýndi öxulhrörnun í miðtaug hátt uppi í framlimi dýranna með fækkun á stórum mýldum taugaþráðum, ef Wallers öxulhrörnun var til staðar en ekki ef um hreina afmýlingu var að ræða (23). Niður- staða rannsóknar á taugaleiðingarhraða um framhandlegg án þess að reikna fjærtöfina með var sú að þótt öxulhrörnun ætti sér stað í fram- handlegg stafaði seinkun á taugaleiðingar- hraða um framhandlegg af staðbundinni af- mýlingu á stórum taugaþráðum í taugarferginu (24). Bæði Wallers öxulhrörnun og afmýling á stórum mýldum taugaþráðum valda því að taugaleiðingin mælist frá smærri taugaþráðum sem leiða hægar. Marktæk lenging á hreyfi- taugafjærtöf í höndum með hreyfitaugaleiðing- arhraða um framhandlegg undir 50 M/sek og eðlilegt vöðvarafrit og eðlileg hreyfitaugafjær- töf í höndum með seinkaðan hreyfitaugaleið- ingarhraða benda til þess að staðbundin afmýl- ing og öxulhrörnun eigi hvor tveggja þátt í því að seinka taugaleiðingarhraðanum um fram- handlegg (tafla III). Öxulhrörnun virðist þó seinka hreyfitaugaleiðingarhraðanum meira en afmýling (tafla II). Samband einkenna og rannsóknarniður- staðna: Tiltölulega gott samband er á milli taugameinsemdar og -rannsóknar á kálfataug í ýmsum fjöltaugakvillum (25). Birst hafa niður- stöður einnar rannsóknar um vefjaskoðun á miðtaugum einstaklings með miðtaugarþving- un í úlnliðsgöngum þar sem taugaleiðing var framkvæmd fyrir andlát (26). Taugin frá hend- inni þar sem langvarandi, verulegs vöðvamátt- leysis, vöðvarýrnunar og skyntaps gætti hafði lengda hreyfitaugafjærtöf og marktækt meiri vefjaskemmd heldur en taugin frá hendinni með væg skammtíma einkenni og eðlilega hreyfitaugaleiðingu (26). Meginniðurstaða okkar á sambandi ein- kenna og rannsóknarniðurstaðna er eftirfar- andi: Sé um truflanir í hreyfitaugakerfinu að ræða í miðtaugarþvingun í úlnliðsgöngum, hvort sem þær eru hug- eða hlutlægar, er lík- legt að niðurstöður taugaleiðingar- og vöðva- rafritsrannsókna reynist óeðlilegar og jafnvel þótt sjúklingurinn þjáist af verulegum verk og skynskoðun sé óeðlileg geta niðurstöður skyntaugaleiðingar verið eðlilegar. Eftir því sem einkenni hafa varað lengur aukast líkur á óeðlilegum niðurstöðum. Niðurstöður annarra rannsókna styðja þess- ar niðurstöður að verulegu leyti (10,21,27). Eftir ítarlega leit fundust aðeins þrjár rann- sóknir þar sem tölfræðiaðferðum var beitt við athugun á sambandi einkenna og rannsóknar- niðurstaðna (10,21,27), en þar voru færri hend- ur athugaðar, eða 320 (10,21,27) samanborið við 557 hjá okkur og aðeins ein rannsókn (21) tók til jafn margra rannsóknarþátta og ein- kenna og okkar. Ekkert samband var á milli rannsóknarniðurstaðna og verkjar, pínudofa og nætureinkenna; einkenna sem koma í köst- um af völdum miðtaugarþvingunar í úlnliðs- göngum (10,21,27). Ekkert samband fannst á milli einstakra þátta rannsóknanna og skyn- skoðunar (21) né Tinels tákns (10,21), en í einni rannsókn var samband milli seinkaðrar skyn- taugaleiðingar og Phalens tákns (10). Mark- tækt samband fannst á milli allra þátta rann- sóknanna og vöðvamáttleysis og vöðvarýrnun- ar og flestra þátta rannsóknanna væri um að ræða huglægt máttleysi (21). Að því er varðar tímalengd einkenna fannst ekkert samband við skyntaugaleiðingu (10), hugsanlegt samband við enga skyntaugasvörun (21) og marktækt samband við hreyfitaugafjærtöf og samband, þó ekki marktækt, við skyntaugatöf (27), ólíkt því sem var í okkar rannsókn. í einni rannsókn þar sem þetta var athugað fannst lengri skyn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.