Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1996, Síða 47

Læknablaðið - 15.11.1996, Síða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 793 og hreyfitaugatöf hjá ríkjandi hendi miðað við víkjandi hönd (27). Hreyfitaugaleiðing og vöðvarafrit mæla stóra mýlda hreyfitaugaþræði og vöðvafrumur, sem eru undirstöðuþættir hreyfitaugakerfisins í úttaugakerfinu, þess vegna er vel skiljanlegt að starfstruflun í hreyfitaugakerfinu endur- speglist í rannsóknarniðurstöðum. Orsökin fyrir sambandsleysi sem ríkir milli skynskoð- unar og skyntaugaleiðingar gæti í fyrsta lagi verið að meirihluti stórra mýldra skyntauga- þráða í hendi eru djúptaugar sem snerta húð- skyn ekkert og í öðru lagi að sársaukaskyn og að hluta til snertiskyn berast með smáum, oft ómýldum taugaþráðum (28), sem þessi rann- sóknaraðferð nær ekki til. Ýmsar orsakir gætu verið fyrir sambandsleysi verkjar og pínudofa við niðurstöður skyntaugarannsókna. í fyrsta lagi er líklegt að orsök verkjar og pínudofa í miðtaugarþvingun í úlnliðsgöngum sé vegna blóðrennslistruflana inni í tauginni (26) og í öðru lagi er hugsanlegt að orsök verkjar og pínudofa sé skemmd í litlum, ómýldum tauga- þráðum sem flytja sársaukaskyn (29,30). Lík- lega dæma sjúklingar hvor höndin sé verri sam- kvæmt verk og/eða pínudofa og þetta er eflaust skýringin á því að enginn munur var á rann- sóknarniðurstöðum milli verri og betri handar. Vægri truflun á skyntaugaleiðingu ölnar- taugar hefur margsinnis verið lýst í tengslum við miðtaugarþvingun í úlnliðsgöngum (9,11). Niðurstöður okkar benda til þess að samband sé á milli óeðlilegar skyntaugaleiðingar ölnar- taugar og miðtaugarskemmdarinnar í miðtaug- arþvingun í úlnliðsgöngum. Ekki er vitað hvort meinsemdin vær til ölnartaugar. Ekki er hægt að draga neina ályktun út frá niðurstöðum okkar um orsök huglægra skyntruflana í öllum fimm fingrum, sem við höfum áður lýst (12). Lokaorð Taugaleiðingarannsókn er eina hlutlæga að- ferðin til þess að greina miðtaugarþvingun í úlnliðsgöngum þar sem aðferðir til að fram- kalla einkenni eru ekki áreiðanlegar (12) og vegna þess að kvartanir og einkenni geta verið mjög ósérkennandi fyrir taugarfergið (12) er taugaleiðingarannsókn oft eina leiðin til þess að greina taugarfergið. Auk þess er gagnlegt að hafa rannsóknarniðurstöður fyrir aðgerð, jafnvel þó einkenni séu sérkennandi, ef ein- kenni skyldu ekki lagast við aðgerð og athuga þyrfti hvort taugin sé enn í þvingun. Næmi rannsóknarinnar, eins og hún er fram- kvæmd hjá okkur, er allgóð og sýnt hefur verið að sérhæfni hennar er mjög mikil eða 95-99% fyrir hreyfitaugafjærtöf og 97,5-100% fyrir „hefðbundna“ skyntaugaleiðingu (31). Þakkir Við viljum þakka öllum þeim kollegum sem vísuðu sjúklingum til greiningar og meðferðar og gerðu þessa rannsókn þar með mögulega, starfsfólki læknisfræðibókasafns Landspítalans fyrir leit að heimildum, Rakel E. Jónsdóttur fyrir ritvinnslu og síðast en ekki síst dr. Jóni Skaptasyni fyrir yfirlestur greinarinnar. Styrkur úr starfslaunasjóði sjúkrahúslækna gerði þessa rannsókn mögulega. HEIMILDIR 1. Dawson GD, Scott JW. The recording of nerve action potential through skin in man. J Neurol Neurosurg Psy- chiatry 1949; 11: 259-67. 2. Simpson JA. Electrical signs in the diagnosis of carpal tunnel syndrome. J Neurol Neurosurg Psychiatry 1956; 19: 275-80. 3. Gilliatt RW, Sears TA. Sensory nerve action potentials in patients with peripheral nerve lesions. J Neurol Neu- rosurg Psychiatry 1958; 21: 109-18. 4. One hundred years of research in neuromyography in man: 1869-1969. A historical reprint. Dedicated to the 1969 annual meeting in San Diego. International Feder- ation of Electromyography and Clinical Neurophysiol- ogy. AAEE Builetin 1969; 15-16: 1-80. 5. Benedetto DM, Mitz M, Klingbeil GE, Davidoff D. New criteria for sensory nerve conduction especially useful in diagnosing carpal tunnel syndrome. Arch Phys Med Rehabil 1986; 67: 586-9. 6. Jackson DA, Clifford JC. Electrodiagnosis of mild car- pal tunnel syndrome. Arch Phys Med Rehabil 1989; 70: 199-204. 7. Uncini A, Lange DJ, Solomon M, Soliven B, Meer J, Lovelace RE. Ring finger testing in carpal tunnel syn- drome: a comparative study of diagnostic utility. Muscle & Nerve 1987; 12: 735-41. 8. Felsenthal G. Median and ulnar distal motor and senso- ry latencies in the same normal subjects. Arch Phys Med Rehabil 1977; 58: 297-302. 9. Stevens CJ. AAEE minimonograph: the electrodiagno- sis of carpal tunnel syndrome. Muscle & Nerve 1987; 2: 99-133. 10. Seror P. A La Recherche D’une Corrélation Electro- Clinique Au Cours Du Syndrome Du Canal Carpien. Revue du Rheumatisme 1987; 54: 643-8. 11. Cioni R, Passero S, Paradiso C, GionniniF, Battistini N, Rushworth G. Diagnostic specificity of sensory and mo- tor nerve conduction variables in early detection of car- pal tunnel syndrome J Neurol 1989; 236: 208-13. 12. Hafstein MP, Bjarnason BÁ, Tómasson K. Miðtaugar- þvingun í úlnliðsgöngum. Athugun á 383 sjúklingum með einkenni í 557 höndum. Læknablaðið 1994; 80: 300-9. 13. Hafstein MP. Fræðslukver 1. Taugarafrit og vöðvarafrit. Læknablaðið 1988; 74: 101-15. 14. Oh SJ. Ciinical Electromyography. Nerve conduction
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.