Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1996, Side 52

Læknablaðið - 15.11.1996, Side 52
796 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Umræða og fréttir Rætt við Sverri Bergmann formann Læknafélags íslands: Skýr stefna læknasamtakanna í heilbrigðismálum er grundvallaratriði „Læknasamtökin standa á gömlum merg. Hefðin er rík og hið einhuga viðhorf til mennt- unar, fræðslu og þekkingar- auka er sterkt. Faglegur metn- aður er mikill. Læknar byggja á aldagamalli og háþróaðri sið- fræði sem áréttar skyldur þeirra innávið sem útávið og skuld- bindur þá til þess að standa vörð um réttindi sjúklinga og bera virðingu fyrir starfínu. Sam- heldni lækna er því í raun sterk, svo traustir þættir sem mynda hana,“ segir Sverrir Bergmann formaður Læknafélags Islands í viðtali við Læknablaðið að ný- loknum aðalfundi er hann var spurður hvernig hann meti stöðu félagsins eftir umræður og deilur á liðnum misserum. Sverrir Bergmann heldur áfram að rekja það sem tengir lækna saman: „Heildarsamtök lækna klofna varla í skyndingu því böndin eru traust. Læknar eiga sameiginlega göngu í námi og í starfi og þeir þekkja náið hver til annars. Lækna greinir ekki á um hvaða atriði skuli liggja að baki kjörum. Hins veg- ar eru félög lækna frjáls samtök og enginn er skuldbundinn til þess að vera félagi í þeim og þótt saknað væri hvers þess læknis sem utan heildarsamtakanna stæði, koma þar fyrir engin við- urlög. Ákvarðanir frjálsborinna manna heita niðurstöður en ekki hótanir. Það sem hefur valdið ágreiningi - og ég minni á að staðið hefur lengur en tvö síðustu árin - eru ákveðnir skipulagsþættir í heilbrigðis- kerfinu og þeir þá helstir sem varða feril sjúklinga um það. Deilan um tilvísanaskyldu í árs- byrjun 1995 var læknasamtök- unum erfið. Ekki var við öðru að búast. Lýðræðisleg samtök verða að virða skoðun minni- hlutahópa en þau geta varla hafnað ríkjandi meirihlutaskoð- un. Stundum verður ekki mæst á miðri leið og ágreiningur jafn- aður og þá hlýtur lögmál lýð- ræðisins að ráða. Sú skuldbind- ing fylgir því að vera í lýðræðis- legum samtökum. Heilbrigðiskerfið á Islandi er í eðli sínu einstætt kerfi. Það er til fyrirmyndar og hefur þróast í íslenskri þjóðfélagsgerð. Því á þetta kerfi sér djúpar rætur og traustar. Það byggir á því grundvallaratriði, sem einnig er að finna í samþykktum LÍ, að sjúklingi sé heimilt að velja sér þann lækni sem hann sjálfur kýs og að tryggingaréttur hans sé um leið varðveittur. Þetta tryggir sjúklingum sjálfum eigin ákvörðun um aðgang að allri faglegri læknisþekkingu og til hefur orðið kerfi sem er skil- virkt og ódýrt og á háum gæða- staðli.“ Samræma þarf sjónarmið „Á síðasta aðalfundi LÍ var samþykkt ályktun um að skipa nefnd sem færi rækilega ofan í skipulag heilbrigðismála og reyndi að samræma sjónarmið lækna,“ segir Sverrir ennfrem- ur. „Nefndin á að skila niður- stöðum sínum á læknaþingi í mars næstkomandi. Hún mun auðvitað fara yfir stefnumörkun læknasamtakanna í heilbrigðis- málum sem þegar er fyrir hendi og hyggja að því hvernig megi enn betur gera og taka á þeim þáttum sem vísað er til hér fyrr og valdið hafa ágreiningi meðal lækna. Vonandi tekst að kom- ast að sameiginlegri niðurstöðu ella verður að setja fram hin ólíku sjónarmið og þann stuðn- ing sem á bak við þau er. Heil- steypt stefna læknasamtakanna í skipulagi heilbrigðismála er hins vegar afar þýðingarmikið grundvallaratriði. Slík ótvíræð stefnumörkun myndi leiða til farsældar fyrir alla.“ Formaðurinn segir að þessi tilteknu atriði séu aðeins hluti af þeirri víðtæku umræðu um skipulag heilbrigðisþjónustunn- ar sem fari nú fram innan lækna- samtakanna: „Við þurfum að fjalla um stefnu og skipulag heilbrigðisþjónustunnar frá öll- um hliðum, spyrja hvernig skipta skuli verkefnum og hverjir gerðir ábyrgir fyrir þeim og hversu skuli byggja upp stofnanir og heilsugæsluna í gjörvöllu landinu með tilliti til ólíkra aðstæðna og verkefna meðal annars í ljósi þróunar og

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.