Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1996, Qupperneq 53

Læknablaðið - 15.11.1996, Qupperneq 53
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 797 tækni. Með þessu er markmiðið auðvitað að tryggja fagleg gæði, skilvirkt og aðgengilegt kerfi en um leið hámarkshagkvæmni og bestu nýtingu fjármuna. í allri umræðunni verður að virða réttindi sjúklinga og gæta jafn- ræðis meðal lækna. Sjálfsagt er að taka á þessum málum, raun- ar hefur þegar verið ályktað um þau en setja verður fram niður- stöðurnar í heildstæðri mynd. Læknar þurfa að vera forgöngu- menn ella færu aðrir aðilar sem betur væru til annarra starfa fallnir að fjalla um þessi mál og skipuleggja án samráðs við læknasamtökin. Pað mun ekki leiða til kjörniðurstöðu." Regnhlífarsamtök Læknafélag íslands eru regn- hlífarsamtök svæðafélaga. Þau eru átta og hið langstærsta er Læknafélag Reykjavíkur sem er elsta læknafélag í landinu. Fé- lög íslenskra lækna erlendis eru einnig undir regnhlífinni. „Svæðafélögin eru í senn fagleg- ur og kjaralegur vettvangur allra lækna á viðkomandi svæði og úti á landi verða þau áfram eðlilegur sameiginlegur vett- vangur lækna,“ segir formaður- inn en segir aðra þróun hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu: „Þar hefur það gerst eðlilega þar sem langflestir læknar eru, að með tilkomu öflugra sér- greinafélaga hafa þau orðið liinn faglegi vettvangur og að miklu leyti stéttarlegur vett- vangur í stað svæðafélagsins. Vera má að eðlilegra sé að svæðafélög séu til sem fagvett- vangur úti á landsbyggðinni, hlutverk hins stóra svæðafélags LR breytist, sérgreinafélögin verði fagvettvangur á höfuð- borgarsvæðinu en stéttarfélögin starfi á landsvísu sem þrír hóp- ar, Félag íslenskra heimilis- lækna, Félag ungra lækna og Sérfræðingafélag íslenskra lækna og þau kjósi fulltrúa á að- alfund LÍ og fulltrúalýðræði verði áfram.“ Um 70% lækna eru sérfræð- ingar í því sem nefnt eru sér- greinar aðrar en heimilislækn- ingar, um 15% lækna eru sér- fræðingar í heimilislækningum og 15% eru í Félagi ungra lækna. „Við stigum ákveðið skref á síðasta aðalfundi til þeirra breytinga sem hér er ýjað að þegar formaður Félags ís- lenskra heimilislækna, Félags ungra lækna og Sérfræðingafé- lags íslenskra lækna voru kjörn- ir í stjórn LI. Þannig verða þessi stóru félög virkari og beinni þátttakendur í stefnumótun og daglegu starfi læknasamtak- anna. A aðalfundinum var einnig ákveðið að halda áfram vinnu við endurskoðun á uppbygg- ingu læknasamtakanna og mun Jón Snædal varaformaður LÍ fara áfram fyrir nefnd um málið en nefnd hefur verið starfandi að þessari endurskoðun undir forystu hans. Því má einnig skjóta hér inní að á annað hundrað læknar eru í dag starf- andi í nefndum og ráðum fyrir læknasamtökin og þótt nefnd- irnar séu misjafnlega starfsamar þá er ljóst að mikil vinna og um- ræða fer fram á þeim mörgu sviðum sem læknar hafa afskipti af.“ Efla þarf stjórnunarnám Sverrir Bergmann gerði einn- ig stjórnunarstörf lækna að um- talsefni og sagði nauðsynlegt að læknar fengju þar enn frekari þjálfun og menntun. „Læknum hafa verið falin æ meiri stjórn- unarstörf og þurfa þeir að geta búið sig betur undir slík störf en verið hefur. Peir mega ekki líða fyrir það í kjörum ef þeir vilja helga sig stjórnunarstörfum og það þarf að gera þeim kleift að koma aftur að lækningum og helst að geta stundað læknis- störf með stjórnunarstörfum. Stjórnunarnám þarf að efla og við munum koma því á framfæri við læknadeild að hún taki upp kennslu í stjórnun í deildinni og að hún verði skyldufag. Stjórnun er afar mikilvæg, um það tjáir ekki að deila en hún má ekki þróast yfir í það að verða einhvers konar sjálfstæð starfsemi sem jafnvel getur haldið áfram og vaxið þótt það sem verið er að stjórna leggist af. Læknir sem menntar sig vel til stjórnunarstarfa á að vera læknir og helst alltaf starfandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.