Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1996, Qupperneq 56

Læknablaðið - 15.11.1996, Qupperneq 56
800 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Hver á að gera við? Vangaveltur um hlutverk lækna og læknasamtaka í lækningamálum Líklega hafa fleiri en ég hrokkið svolítið við þegar for- maður Hjúkrunarfélags Islands lét þá skoðun í ljós í Tímariti Hjúkrunarfélagsins og lýsti því síðan yfir frammi fyrir alþjóð að nú væri kominn tími til að hjúkr- unarfræðingar færu að taka að sér ýmis störf í heilbrigðisþjón- ustunni, sem hingað til hafa verið talin læknisstörf, svo sem að gefa út lyfseðla. Formaður heilsugæslulækna svaraði kyn- systur sinni af bragði og minnti hana á hin fornu sannindi um skósmiðinn og leistann. Síðan hefur þessi umræða legið í lág- inni í fjölmiðlum, enda úr ýmsu að moða. Þar með er ekki sagt að sókn- in að læknastéttinni, sem felst í því að aðrar heilbrigðisstéttir eru stöðugt að reyna að helga sér störf, sem læknar hafa hing- að til sinnt, hafi stöðvast. Sótt er að læknisstarfinu á tveimur víg- stöðvum og á báðum þessum vígstöðvum eru herforingjarnir úr liði hjúkrunarfræðinga, þó sumir óbreyttir liðsmenn séu úr öðrum heilbrigðisstéttum. Sóknin beinist annars vegar að stjórnunarhlutverki lækna og hins vegar að umönnunarhlut- verki læknisins við einstaka sjúklinga. Leynt og ljóst er gefið í skyn að hjúkrunarfræðingar séu jafnfærir, ef ekki betur fær- ir, til að stjórna heilbrigðis- stofnunum og heilbrigðismálum þjóðarinnar en læknar. Sömu- leiðis er því haldið fram að hin stöðuga nærvera hjúkrunar- fræðinganna við sjúklingana geri þá betur færa um að stjórna meðferð einstakra sjúklinga en læknana, sem umgangast þá skemur og sjaldnar. Ritari þessa pistils benti fyrir mörgum árum á hvert stefndi og talaði eins og oft endranær fyrir daufum eyrum. Nú virðist sem læknar, allavega sumir, séu farnir að átta sig á því að nauð- synlegt er að stéttin losi sig upp- úr hjólförum sjálfbirgingsháttar og vana. Ella verði hún undir- stétt, sem stjórnað verður af öðrum lækningastéttum og/eða stjórnmálamönnum, sem þess vegna geta verið komnir úr ein- hverri þessara stétta. En er þetta ekki eðlileg þróun sem allir aðilar verða að sætta sig við? Þær lækningastéttir sem til þessa hafa verið skoðaðar sem hjálparstéttir lækna eru orðnar svo vel menntaðar, að eðlilegt er að þær taki smátt og smátt að sér hlutverk þeirra. í stað þess að vera undir stjórn lækna verði þær sérfræðinga- stéttir, sem stjórna sjálfstætt þeim þátturn heilbrigðisþjón- ustunnar sem undir þær heyra. Hvernig breytist þá hlutverk læknisins? í stað þess að stjórna lækningu einstakra sjúklinga eða sjúklingahópa á sjúkra- deildum, eða heilum sjúkra- stofnunum, verður hann með- limur í teymi jafnrétthárra sér- fræðinga þar sem stjórnandinn getur verið hver sem er úr teym- inu. Hann getur hugsanlega verið kosinn af teyminu sjálfu. eða valinn af yfirstjórn viðkom- andi deildar eða sjúkrastofnun- ar, sem aftur er saman sett af stjórnmálamönnum, eða póli- tískt skipuðum sérfræðingum. Skipan sem þessi kann að hljóma nokkuð vel, ekki síst í eyrum forystumanna hjúkrun- arfræðinga og hugsanlega sumra stjórnmálamanna, sem hafa sett sér það markmið að hnekkja veldi læknastéttarinn- ar. Þetta er mátulegt á læknana í smákóngríkjunum sínum. Það er aðeins einn hængur á þessari skipan, og hængurinn er sjúklingurinn. Frá upphafi vega hefur lækn- ing byggst á beinum samskipt- um læknis og sjúklings. Þrátt fyrir stórstígar framfarir í læknavísindum og þrátt fyrir tæknivæðingu, sem við vitum ekki enn hvert leiðir okkur, hef- ur þessi frumeind lækninga ekki breyst. Til hvers í teyminu á sjúkling- urinn að snúa sér? Á hann að fylla út eyðublað sem sett verð- ur inn í tölvu sem ákveður hjá hverjum í teyminu hann lendir? Eða verður útfyllt eyðublaðið lagt fyrir fund í teyminu? Eða verður sjúklingurinn skoðaður á fundi í teyminu sem svo ákveður meðferð, til að mynda með atkvæðagreiðslu? Allt eru þetta hugsanlegir valkostir en ekki er víst að sjúklingarnir kysu þá, fremur en bein tengsl við lækni að eigin vali. Sjúk- dómar eru oftast einkamál sem sjúklingur vill eiga fyrir sig og sína. Því vill hann geta leitað með þá til aðila sem er bundinn trúnaði við hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.