Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1996, Síða 58

Læknablaðið - 15.11.1996, Síða 58
802 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 raun ekki fjölgað við fjölgun lækna eða sérgreina. Þetta og tæknibyltingin hafa skapað einskonar miðflótta sem hefur fjarlægt lækna hvern frá öðrum. Skilningur þeirra á störfum hvers annars hefur dvínað. Þeir keppa um sjúklinga og þeir keppa um verkefni, en meðal annars vegna þess að íslenskir læknar sækja þekkingu sína til margra landa hafa þeir mismun- andi skoðanir á því hvar og hvernig leysa á hliðstæð verk- efni. Agreiningur um slík mál kann að virðast og getur verið illleysanlegur, en ef hann er ekki leystur innan vébanda læknasamtakanna, missa þau tiltrú almennings og yfirvalda og aðrir sem sækjast eftir völd- um í lækningakerfinu nota tæki- færin sem þannig gefast. Því þurfa læknar og samtök þeirra að skapa sér lækningastefnu sem tekur á þessum vanda í heild, þó aldrei verði hægt að láta hana ná til allra tilvika. Því má halda fram, með nokkrum rétti, að á Islandi sé ekkert lækningakerfi. Lækning- ar eru og hafa verið stundaðar í landinu en hvorki læknasam- tökin né heilbrigðisyfirvöld hafa skapað heildarstefnu í lækningamálum. „Besta heil- brigðisþjónusta í heimi“ hefur orðið til, þrátt fyrir enga stefnu. Hvað hefur breyst? Er meiri þörf á stefnumótun í lækninga- málum nú en verið hefur? Þeirri spurningu verður að svara ját- andi, með tilliti til breyttra að- stæðna í þjóðfélaginu. Auk þess sem talið hefur verið hér að framan og breytt hefur viðhorfum í lækningamál- um er takmörkun og niður- skurður á fjármagni til lækn- inga. Niðurskurðurinn hefur verið jafn tilviljanakenndur og uppbyggingin var á sínum tíma, enda ekki byggður á neinni stefnu. Læknar hafa gagnrýnt niður- skurðinn en læknasamtökin hafa ekki mótað neina stefnu um það hvar og hvernig skera eigi niður, þannig að það skaði skjólstæðinga stéttarinnar sem minnst. Á aðalfundi LI í september síðastliðnum kom fram tillaga frá unglæknum um að flýta stefnumörkun læknasamtak- anna um skipulag heilbrigðis- mála í landinu. Þessi tillaga var samþykkt einróma. Jafnframt var samþykkt tillaga um að safnað verði saman í bók. því sem komið hefur frá læknasam- tökunum um skipulag heil- brigðismála til þessa dags. Læknar þurfa að skoða hvað gert hefur verið og í Ijósi þess, hvað hefur farið úrskeiðis og hversvegna. Þegar það hefur verið skoðað er hægt að horfa til framtíðar, og þá eiga læknasam- tökin að geta skapað sér heil- stæða lækningastefnu. Það á ekki að þurfa að taka mjög lang- an tíma. Það er bjargföst skoðun höf- undar að læknar eigi að vísa veginn í lækningamálum, en skilyrði fyrir slíkri leiðsögn er, að þeir rati! Árni Björnsson Dreifibréf landlæknisembættisins nr. 6/1996 Bólusetning gegn inflúensu Alþjóðaheilbrigðisstofnun- in ráðleggur að inflúensubólu- efni 1996-1997 innihaldi eftir- talda stofna: AAVuhan/359/95 (H3N2) - lík- ur stofn A/Singapore/6/86/(HlNl) - lík- ur stofn B/Beijing/184/93 - líkur stofn Hverja á að bólusetja? * Alla einstaklinga eldri en 60 ára * Öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúk- dómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæm- isbælandi sjúkdómunt. * Starfsfólk heilbrigðisþjón- ustu og aðra sem daglega ann- ast fólk með aukna áhættu. Brýnt er að bólusetningum ljúki eigi síðar en í nóvemb- erlok. Frábendingar Ofnæmi gegn eggjum, formalíni eða kvikasilfri. Bráðir smitsjúkdómar. Bólusetning gegn pneumókokkasýkingum Landlæknir viO einnig minna á bólusetningar gegn pneumókokkasýkingum á 10 ára fresti til handa öllum sem eru eldri en 60 ára og á fimni ára fresti til handa einstakling- um seni eru í sérstökum áhættuhópum. Landlæknir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.