Læknablaðið - 15.11.1996, Side 61
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
803
Einar Jóhannesson
Fæddur 26. ágúst 1927, dáinn 30. júní 1996
Upp úr 1950 hófust Svíþjóð-
arferðir íslenskra lækna. Nú er
svo komið að stór hluti stéttar-
innar hefur dvalist langdvölum
þar í landi og fengið þar fram-
haldsmenntun sína. Flestir hafa
horfið aftur til íslands en þó
nokkur hópur hefur orðið eftir
ytra. Þeir elstu úr þessum hópi
eru nú eftirlaunamenn og hafa
unnið ævistarf sitt austan hafs.
Einn þeirra var Einar Jóhannes-
son. Hann menntaði sig ræki-
lega, var sérfræðingur í almenn-
um skurðlækningum með
skurðlækningar á meltingarfær-
um sem undirgrein en einnig var
hann sérfræðingur í kvensjúk-
dómum og fæðingarhjálp. Eftir
margra ára starf meðal annars á
Háskólasjúkrahúsinu í Lundi
flutti hann sig austar til Karls-
krona og varð yfirlæknir á hand-
lækningadeild aðalsjúkrahúss
Blekinge léns og vann þar sitt
ævistarf að mestu.
Stöðug og náin voru tengsl
hans þó ávallt út hingað til Is-
lands og hvenær sem færi gafst
var hann kominn heim.
Hann starfaði sem staðgengill
lækna á ýmsum stöðum á land-
inu. Árum saman var hann í
fríum sínum staðgengill skurð-
læknis í Neskaupstað. Víðar
kom hann þó við, á ísafirði, Pat-
reksfirði, Akranesi og Djúpa-
vogi. Hann naut þessara ferða
sinna og fannst hann hafa hér
sálufélag við menn meira en
ytra.
Það þykja leiðinlegir menn
sem aðeins geta hugsað um eitt.
Sá var ekki löstur Einars. Þess-
um skurðlækni í erilsömu starfi
tókst að stunda það áhugamál
sem honum var kærast. Þótt
hann væri læknir á sjúkrahúsi í
borg stundaði hann búskap
lengst af. Fyrst átti hann litla
jörð norður af Karlskrona en
fyrir nokkrum árum eignaðist
hann stóran búgarð, Vabylund,
vestar í Blekinge. Þar átti hann
meðal annars fjölda íslenskra
hesta og stundaði hrossakaup
og sölur, eins og honum Skag-
firðingnum, voru í blóð borin.
Vel tókst þessi klofningur þar
sem hann var svo lánsamur að
hafa eignast ágæta konu sem var
sama sinnis og forkur duglegur.
Einar var gamansamur og
nokkuð sérstakur á því sviði.
Enn hlæjum við félagar hans að
ýmsurn tilsvörum hans. Oft var
þetta nokkuð óvænt, en sönn
gamansemi er að koma flatt upp
á menn. Ættfræði manna og
hesta voru áhugamál hans og oft
sátum við og skeggræddum
„hver væri undan hverjum" og
skyld málefni. Þessu fylgdu
gamansögur af mönnum að
þjóðlegum sið.
Nú þegar Einar er horfinn
stendur eftir minnig um sér-
stæðan og skemmtilegan félaga
og ágætan skurðlækni. Ekki er
þó laust við að sá grunur læðist
að manni að Einar hefði þó
helst kosið að vera gildur bóndi
og hestamaður norður í Skaga-
firði.
Einar Jóhannesson var sonur
hjónanna Jóhannesar bónda á
Hofstöðum, síðar verkstjóra í
Reykjavík Björnssonar og konu
hans Kristrúnar Jósepsdóttur.
Stúdent MR 1947, cand. med.
HI 1955, almennt lækningaleyfi
1957, í Svíþjóð 1962. Viður-
kenndur sérfræðingur í kven-
sjúkdómum og fæðingarhjálp
1960 og í almennum skurðlækn-
ingum og meltingarsjúkdómum
í Sviþjóð 1964 og 1980.
Einar var kvæntur Siv Mari-
anne, hjúkrunarfræðingi frá
Engelholm í Svíþjóð. Börn
þeirra eru Jónas bóndi, Váby-
lund, Pétur tannlæknir, Olof-
ström og Ylva Maria starfsmað-
ur á ferðaskrifstofu, búsett á
Ítalíu. Fyrir hjónaband sitt eign-
aðist Einar dóttur, Ásu Val-
gerði hjúkrunarfræðing.
Eggert Brekkan