Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1996, Síða 65

Læknablaðið - 15.11.1996, Síða 65
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 807 er ekki hægt að réttlæta með þeim hætti sem gert var í Morg- unblaðinu 1. október, frekar en ýmsar aðrar fjárfestingar í óm- tækjum annars staðar á landinu. Sums staðar er jafnvel enn meira fé notað til tækjakaup- anna og þekking, starfsþjálfun og umsvif ekki þannig að henni hæfi. Á Austfjörðum hefði verið eðlilegt að hafa eitt færan- legt (portable) tæki staðsett á aðalsjúkrahúsi svæðisins á Norðfirði og flytja það síðan annað eftir þörfum, svo sem til Egilsstaða, til dæmis á hálfs mánaðar fresti (=26 sinnum á ári). Ekki er langt milli Egils- staða og Seyðisfjarðar og þó fjallvegur kunni að teppast um hríð að vetri, þá skiptir engu hvort venjubundin 18-19 vikna ómskoðun í meðgöngu er gerð einni eða tveimur vikum fyrr eða seinna. Þess á milli væri tækið staðsett á fjórðungs- sjúkrahúsinu og nýttist þar mun betur í nánd við skurðstofu- starfsemi og talsvert meiri heildarfjölda skoðana. Ágæt færanleg tæki eru á markaði og hjálparbúnaður, svo sem auka- skjár, myndbandstæki og jafn- vel ómhausar gætu verið annars staðar líka og þyrfti þá ekki að flytja. Með slíku fyrirkomulagi skapast möguleiki á að nota tækin á raunhæfan hátt og tryggja eðlilega endurnýjun búnaðar. En umfram allt hefði fólk notið skoðunar lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna sem hafa lært nóg og eru í að- stöðu til að viðhalda færni sinni með nægilegum fjölda skoðana á hverju ári. Þannig gera menn í nágrannalöndunum. „Dútl“ í þessum efnum er ekki verjandi. En í þessum landsfjórðungi virðast menn ekki hafa getað komið sér saman um jafn skyn- samlegt fyrirkomulag, þó á það hafi verið bent. Pví er nú aðeins eftir að bíða þess að þriðja tækið verði keypt á svæðið. Allir vita að á stóru sjúkra- húsunum og skyldum stærri stofnunum norðan- og suðvest- anlands hefur einnig verið fjár- fest í ýmsum dýrari tækjabúnaði en þurft hefði og annað tvö- faldað í nafni samkeppni þar sem samvinna hefði átt að vera svarið. Petta gildir þó ekki um ómtækjabúnað stóru spítal- anna, tilvísunarstaðina fyrir allt landið. Par er búnaður góður, en þó alls ekki of góður miðað við það sem þar þarf að gera. Einmitt þar hefur skort á að nægilegt fé væri til að halda í vinnu þeim vel þjálfaða mann- afla sem við höfum og þurfum ef greiningarstarfsemin á að vera af háum gæðastaðli og þjóna landinu öllu. Ómskoðun er sér- hæft verk. Dreifing tækjabún- aðar stuðlar ekki að sérhæfingu í þjónustu og vinnur gegn eðli- legri endurnýjun tækjakosts þar sem hann mundi nýtast lands- mönnum betur. Á þeim 10 árum sem liðin eru frá því að leiðarinn í Lækna- blaðið var skrifaður hefur sumt horft til bóta varðandi ómskoð- anir í landinu en annað staðið í stað. Pað sem enn stendur óm- skoðunum fyrir þrifum á íslandi er það algenga viðhorf íslend- ingsins að tæknin og brjóstvitið muni leysa vandamálin. „Skalat rúnir rista nema ráða kunni“ var sagt til forna, en er kannski gleymt nú. Meðan svo fer fram sem horfir sýnist full þörf á því að heilbrigðisyfirvöld reyni að finna leiðir til þess að stýra fjár- festingum í tækjakaupum inn á brautir skynsemdar. En ein- hvers staðar verður að byrja og ef til vill er það í sjálfu heilbrigð- isráðuneytinu, til dæmis með öðruvísi notkun á Hríseyjar- milljónunum litlu og stóru. Reynir Tómas Geirsson prófessor kvennadeild Landspítalans Heimild: 1. Geirsson RT, Sigurjónsson SV. Óm- skoðanir á íslandi. Læknablaðið 1986; 72:151-3. Frá Orðanefnd læknafélaganna Þeir læknar, sem fengiö hafa til yfirlestrar kafla úr Norrænni flokkun aöferða og aðgeröa í skurðlækningum, eru beðnir um að senda athugasemdir og ábend- ingar fyrir 10. nóvember næstkomandi, en þá verður gengið frá handriti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.