Læknablaðið - 15.11.1996, Page 70
812
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Lyfjamál 54
Frá Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu og landlækni
Drög að leiðbeiningum
um framkvæmd
rannsókna á
erfðavísum á íslandi
Vegna mikillar þróunar í
rannsóknum á erfðasjúkdóm-
um á íslandi og vaxandi þekk-
ingar á rannsóknartækni er
nauðsynlegt að setja fram
ákveðnar leiðbeiningar um þá
vísindasiðfræði sem líta verður
til þegar fjallað er um rannsókn-
aráætlanir af þessu tagi. Ljóst er
að rannsóknir á erfðavísum
þurfa mikið fjármagn ef vel á til
að takast og samvinna við er-
lenda vísindamenn og/eða fyrir-
tæki verður líklega óhjákvæmi-
leg. Eigi að síður er mikilvægt
að setja tiltekna „landhelgi“ um
þann efnivið sem hér er um að
ræða, það er íslenskt erfðaefni
með tilheyrandi klínískum upp-
lýsingum og ættartengslum.
Meginatriði slíkra leiðbein-
inga ættu að beinast að eftirfar-
andi:
1. Stemma ber stigu við út-
flutningi erfðaefnis, það er
hvers konar lífssýna, nema til
sértækra fyrirfram ákveðinna
rannsókna sem ekki er unnt að
gera hér á landi. Þær yrðu gerð-
ar af eða undir eftirliti og í sam-
vinnu við þá íslensku vísinda-
menn sem að rannsókninni
standa hér á landi.
2. Rannsóknir á íslenskum
efniviði verði eingöngu fram-
kvæmdar undir stjórn íslenskra
vísindamanna, en að sjálfsögðu
ber að hvetja til samvinnu við
vísindamenn í öðrum löndum
um þessi mál, enda er óvíst að
fræðigrein þróist á eðlilegan
hátt hér á landi að öðrum kosti.
3. Engar skorður má setja
öðrum vísindamönnum til rann-
sókna jafnvel á sama efniviði.
4. Einkaréttur eða einkaleyfi
verður ekki veitt á efniviði.
Hins vegar er eðlilegt að lyf eða
greiningartæki sem þróuð verða
í krafti þeirrar þekkingar sem
rannsóknin aflar, verði vernduð
með einkaleyfisrétti.
5. Mikilvægt er að lög og regl-
ur setji ekki rannsóknum skorð-
ur. Þannig er mikilvægt að sýni
úr fólki, lífs eða liðnu (líkams-
vökvar, vefir, líffæri og þess
háttar) sem tekin voru vegna
greiningar séu varðveitt þannig
að unnt sé að nota þau til ann-
arra vísindarannókna, frekari
greiningar og jafnvel kennslu
síðar. Að sjálfsögðu verður að
vera skylt að bera rannsóknir af
þessu tagi undir þar til gerða vís-
indasiðanefnd (landsnefnd).
Að lokum er hér tillaga er
Ólafur Ólafsson landlæknir
lagði fram á aðalfundi Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar i maí
1996 um „Einkaleyfi á erfðavís-
nm og takmörkun á aðgengi“:
Augljóst er mikilvægi þess að
vernda rétt sjúklinga.
Þrátt fyrir þetta óskar líf-
tækniiðnaðurinn, oft í samráði
við lyfjafyrirtæki, eftir einka-
leyfum á aðgengi að erfðaefni.
Ríkisstjórnir hafa fram til þessa
ekki gert upp hug sinn varðandi
einkaleyfi á erfðaefni.
Við leggjumst eindregið gegn
einkaleyfi á erfðaefni og rann-
sóknum á því.
Helstu ástæður eru eftirfar-
andi:
1. Hver einstaklingur á sjálfur
líkama sinn. Á sama hátt má
segja að hver einstaklingur eigi
einkarétt á því hvernig erfða-
efni hans er meðhöndlað.
2. Með því að einskorða upp-
lýsingar um erfðaefnið við þá
aðila sem einkaréttinn hafa má
hindra að upplýsingarnar nýtist
til almannaheilla á öðrum svið-
um.
3. Ennfremur kann það að
vera öndvert hagsmunum al-
mennings að fáeinir vísinda-
menn eða einn eigandi geti ein-
okað þessar upplýsingar.