Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1996, Síða 70

Læknablaðið - 15.11.1996, Síða 70
812 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Lyfjamál 54 Frá Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu og landlækni Drög að leiðbeiningum um framkvæmd rannsókna á erfðavísum á íslandi Vegna mikillar þróunar í rannsóknum á erfðasjúkdóm- um á íslandi og vaxandi þekk- ingar á rannsóknartækni er nauðsynlegt að setja fram ákveðnar leiðbeiningar um þá vísindasiðfræði sem líta verður til þegar fjallað er um rannsókn- aráætlanir af þessu tagi. Ljóst er að rannsóknir á erfðavísum þurfa mikið fjármagn ef vel á til að takast og samvinna við er- lenda vísindamenn og/eða fyrir- tæki verður líklega óhjákvæmi- leg. Eigi að síður er mikilvægt að setja tiltekna „landhelgi“ um þann efnivið sem hér er um að ræða, það er íslenskt erfðaefni með tilheyrandi klínískum upp- lýsingum og ættartengslum. Meginatriði slíkra leiðbein- inga ættu að beinast að eftirfar- andi: 1. Stemma ber stigu við út- flutningi erfðaefnis, það er hvers konar lífssýna, nema til sértækra fyrirfram ákveðinna rannsókna sem ekki er unnt að gera hér á landi. Þær yrðu gerð- ar af eða undir eftirliti og í sam- vinnu við þá íslensku vísinda- menn sem að rannsókninni standa hér á landi. 2. Rannsóknir á íslenskum efniviði verði eingöngu fram- kvæmdar undir stjórn íslenskra vísindamanna, en að sjálfsögðu ber að hvetja til samvinnu við vísindamenn í öðrum löndum um þessi mál, enda er óvíst að fræðigrein þróist á eðlilegan hátt hér á landi að öðrum kosti. 3. Engar skorður má setja öðrum vísindamönnum til rann- sókna jafnvel á sama efniviði. 4. Einkaréttur eða einkaleyfi verður ekki veitt á efniviði. Hins vegar er eðlilegt að lyf eða greiningartæki sem þróuð verða í krafti þeirrar þekkingar sem rannsóknin aflar, verði vernduð með einkaleyfisrétti. 5. Mikilvægt er að lög og regl- ur setji ekki rannsóknum skorð- ur. Þannig er mikilvægt að sýni úr fólki, lífs eða liðnu (líkams- vökvar, vefir, líffæri og þess háttar) sem tekin voru vegna greiningar séu varðveitt þannig að unnt sé að nota þau til ann- arra vísindarannókna, frekari greiningar og jafnvel kennslu síðar. Að sjálfsögðu verður að vera skylt að bera rannsóknir af þessu tagi undir þar til gerða vís- indasiðanefnd (landsnefnd). Að lokum er hér tillaga er Ólafur Ólafsson landlæknir lagði fram á aðalfundi Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar i maí 1996 um „Einkaleyfi á erfðavís- nm og takmörkun á aðgengi“: Augljóst er mikilvægi þess að vernda rétt sjúklinga. Þrátt fyrir þetta óskar líf- tækniiðnaðurinn, oft í samráði við lyfjafyrirtæki, eftir einka- leyfum á aðgengi að erfðaefni. Ríkisstjórnir hafa fram til þessa ekki gert upp hug sinn varðandi einkaleyfi á erfðaefni. Við leggjumst eindregið gegn einkaleyfi á erfðaefni og rann- sóknum á því. Helstu ástæður eru eftirfar- andi: 1. Hver einstaklingur á sjálfur líkama sinn. Á sama hátt má segja að hver einstaklingur eigi einkarétt á því hvernig erfða- efni hans er meðhöndlað. 2. Með því að einskorða upp- lýsingar um erfðaefnið við þá aðila sem einkaréttinn hafa má hindra að upplýsingarnar nýtist til almannaheilla á öðrum svið- um. 3. Ennfremur kann það að vera öndvert hagsmunum al- mennings að fáeinir vísinda- menn eða einn eigandi geti ein- okað þessar upplýsingar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.