Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1996, Page 73

Læknablaðið - 15.11.1996, Page 73
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 813 Vistun geðsjúkra sakhæfra fanga Úr nefndaráliti um skipulag heilbrigðisþjónustu fanga Um langan tíma hefur reynst erfitt á fá eðlilega þjónustu fyrir fanga á geðdeildum. Einungis ein geðdeild landsins hefur sinnt þessu máli. I áliti nefndar sem í voru full- trúar Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins, landlæknis- embættisins og Fangelsismála- stofnunar ríkisins er heilbrigðisráðherra skipaði ný- lega um skipulag heilbrigðis- þjónustu við fanga, kemur eftir- farandi fram: Nefndin telur að gera þurfi grundvallarbreytingar á geð- heilbrigðisþjónustu. Nefndin telur óviðunandi að fangar skuli ekki njóta sömu geðheilbrigðis- þjónustu og aðrir landsmenn. Nefndin getur ekki fallist á að önnur rök gildi um geðheil- brigðismeðferð á sjúkrahúsum en aðra sjúkdóms- og/eða áfengismeðferð, en eins og fram kemur hafa afplánunarfangar notið slíkrar þjónustu. Nefndin telur að varanlega lausn þurfi að fá fyrir þá einstaklinga er vistast í fangelsum og þarfnast geð- læknisaðstoðar og þá gæslu- varðhaldsfanga er sæta þurfa geðrannsókn. Nefndarmenn voru einhuga um að tryggja beri föngum sam- bærilega heilbrigðisþjónustu og aðrir þegnar þjóðfélagsins njóta. Talsverð umræða varð um hvort réttar væri að fangels- ismálastofnun eða heilbrigðis- yfirvöld hefðu yfirstjórn þessara mál með höndum. Ekki var um það deilt að landlæknir og Heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neyti færu með faglega yfir- stjórn. Nefndarmenn komust að þeirri niðurstöðu að eðli- legra væri að heilbrigðisþjón- usta við fanga heyrði, eins og önnur heilbrigðisþjónusta, und- ir Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti. Sú ákvörðun byggist meðal annars á tilmæl- um Evrópunefndar um varnir gegn pvntingum og ómannúð- legri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT) sem skilaði ríkisstjórn íslands skýrslu í kjöl- far heimsóknar hingað til lands í júlí 1993. I skýrslunni var gerð athugasemd við það að heil- brigðisstarfsfólk væri á launum í fangelsum þar sem það skapaði hættu á að hagsmunir fangelsa væru settir ofar hagsmunum fanga. Pað er mat nefndarinnar að sjálfstæði heilbrigðisstarfs- manna gagnvart fangelsismála- stofnun yrði tryggt með því að þeir verði ekki starfsmenn stofnunarinnar og stofnunin hefði þar af leiðandi ekki áhrif á fagleg störf þeirra. Fram kom það sjónarmið að eðlilegast væri að fangar væru sjúkratryggðir og féllu undir al- mennar reglur almannatrygg- inga. í 51. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar, segir að ef bótaþegi samkvæmt lögunum sé dæmdur til fangelsisvistar falli niður allar bætur til hans meðan á dvöl stendur. Trygg- ingastofnun ríkisins hefur sem fyrr segir túlkað ákvæðið með vísan til 1. mgr. 43. gr. sömu laga en þar segir að bætur sam- kvæmt lögunum teljist bætur greiddar í peningum og hjálp til sjúkra og slasaðra sem veitt er á annan hátt. Það sjónarmið að fangar skuli vera sjúkratryggðir samkvæmt almennum reglum byggir meðal annars á því að tiltekin mismunun felist í því að gera að þessu leyti greinarmun á föngum annars vegar og al- mennum borgurum hins vegar. Jafnframt að einfaldara hljóti að vera að fangar falli að þessu leyti undir hið almenna kerfi. Nefndarmenn sem voru á önd- verðum meiði bentu meðal ann- ars á að fyrirkomulag varðandi aldraða sem dvelja á stofnunum sé með svipuðum hætti, það er þeir eru utan hins almenna sjúkratryggingakerfis, en njóta heilbrigðisþjónustu á vegum viðkomandi öldrunarstofnunar. Nefndarmenn voru ekki á einu rnáli um þetta atriði. Ólafur Ólafsson landlæknir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.