Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 73

Læknablaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 813 Vistun geðsjúkra sakhæfra fanga Úr nefndaráliti um skipulag heilbrigðisþjónustu fanga Um langan tíma hefur reynst erfitt á fá eðlilega þjónustu fyrir fanga á geðdeildum. Einungis ein geðdeild landsins hefur sinnt þessu máli. I áliti nefndar sem í voru full- trúar Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins, landlæknis- embættisins og Fangelsismála- stofnunar ríkisins er heilbrigðisráðherra skipaði ný- lega um skipulag heilbrigðis- þjónustu við fanga, kemur eftir- farandi fram: Nefndin telur að gera þurfi grundvallarbreytingar á geð- heilbrigðisþjónustu. Nefndin telur óviðunandi að fangar skuli ekki njóta sömu geðheilbrigðis- þjónustu og aðrir landsmenn. Nefndin getur ekki fallist á að önnur rök gildi um geðheil- brigðismeðferð á sjúkrahúsum en aðra sjúkdóms- og/eða áfengismeðferð, en eins og fram kemur hafa afplánunarfangar notið slíkrar þjónustu. Nefndin telur að varanlega lausn þurfi að fá fyrir þá einstaklinga er vistast í fangelsum og þarfnast geð- læknisaðstoðar og þá gæslu- varðhaldsfanga er sæta þurfa geðrannsókn. Nefndarmenn voru einhuga um að tryggja beri föngum sam- bærilega heilbrigðisþjónustu og aðrir þegnar þjóðfélagsins njóta. Talsverð umræða varð um hvort réttar væri að fangels- ismálastofnun eða heilbrigðis- yfirvöld hefðu yfirstjórn þessara mál með höndum. Ekki var um það deilt að landlæknir og Heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neyti færu með faglega yfir- stjórn. Nefndarmenn komust að þeirri niðurstöðu að eðli- legra væri að heilbrigðisþjón- usta við fanga heyrði, eins og önnur heilbrigðisþjónusta, und- ir Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti. Sú ákvörðun byggist meðal annars á tilmæl- um Evrópunefndar um varnir gegn pvntingum og ómannúð- legri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT) sem skilaði ríkisstjórn íslands skýrslu í kjöl- far heimsóknar hingað til lands í júlí 1993. I skýrslunni var gerð athugasemd við það að heil- brigðisstarfsfólk væri á launum í fangelsum þar sem það skapaði hættu á að hagsmunir fangelsa væru settir ofar hagsmunum fanga. Pað er mat nefndarinnar að sjálfstæði heilbrigðisstarfs- manna gagnvart fangelsismála- stofnun yrði tryggt með því að þeir verði ekki starfsmenn stofnunarinnar og stofnunin hefði þar af leiðandi ekki áhrif á fagleg störf þeirra. Fram kom það sjónarmið að eðlilegast væri að fangar væru sjúkratryggðir og féllu undir al- mennar reglur almannatrygg- inga. í 51. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar, segir að ef bótaþegi samkvæmt lögunum sé dæmdur til fangelsisvistar falli niður allar bætur til hans meðan á dvöl stendur. Trygg- ingastofnun ríkisins hefur sem fyrr segir túlkað ákvæðið með vísan til 1. mgr. 43. gr. sömu laga en þar segir að bætur sam- kvæmt lögunum teljist bætur greiddar í peningum og hjálp til sjúkra og slasaðra sem veitt er á annan hátt. Það sjónarmið að fangar skuli vera sjúkratryggðir samkvæmt almennum reglum byggir meðal annars á því að tiltekin mismunun felist í því að gera að þessu leyti greinarmun á föngum annars vegar og al- mennum borgurum hins vegar. Jafnframt að einfaldara hljóti að vera að fangar falli að þessu leyti undir hið almenna kerfi. Nefndarmenn sem voru á önd- verðum meiði bentu meðal ann- ars á að fyrirkomulag varðandi aldraða sem dvelja á stofnunum sé með svipuðum hætti, það er þeir eru utan hins almenna sjúkratryggingakerfis, en njóta heilbrigðisþjónustu á vegum viðkomandi öldrunarstofnunar. Nefndarmenn voru ekki á einu rnáli um þetta atriði. Ólafur Ólafsson landlæknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.