Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Page 10
föstudagur 4. maí 200710 Fréttir DV Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, var í Héraðsdómi Reykjavík- ur, dæmdur í þriggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir þátt sinn í Baugsmálinu. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, var dæmdur í níu mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir sinn hluta málsins. Dómar þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva eru skilorðsbundir til tveggja ára. Ákæru á hendur Jóni Gerald Sullenberger, upphafs- manni málsins, var vísað frá dómi. „Þegar litið er til þess að aðeins er sakfellt fyrir hluta ákæruatriða, lengdar aðal- meðferðar, sem var ekki að öllu leyti í samræmi við um- fang málsins og þess að lagt var í kostnað vegna vitna sem ekki verður séð að þörf hafi verið á að leiða,“ seg- ir í niðurlagi dómsins þeg- ar kemur að því að ákvarða sakarkostnað sem sakborn- ingum er gert að greiða. Tíu liðum ákærunnar af átján var vísað frá dómi að þessu sinni en á síðasta ári var fyrsta ákærulið þessarar ákæru einnig vísað frá. Jón Ásgeir sem ákærð- ur var fyrir sautján af átj- án ákæruliðum er sakfelld- ur fyrir einn þeirra eða lið númer fimmtán. Þar eru hann og Tryggvi Jónsson fundnir sekir um meirihátt- ar bókhaldsbrot með því hafa látið rangfæra bókhald Baugs með þeim hætti að láta útbúa gögn sem ekki áttu sér stoð í viðskiptum fyrirtækisins og þannig gefið ranga mynd af viðskiptum og notkun fjár- muna. Þeir eru fundnir sekir um að hafa útbúið tilhæfulausan kredit- reikning frá Nordica upp á 62 millj- ónir króna. Jón Gerald Sullenber- ger var ákærður varðandi þennan lið ákærunnar eða fyrir að hafa að- stoðað Jón Ásgeir og Tryggva við að rangfæra bókhaldið. Ákærunni á hendur honum var aftur á móti vís- að frá dómi. Ætlar að áfrýja „Megin fréttin er sú að í sextán af sautján ákæruliðum er sýknað eða þeim vísað frá dómi og það er stóra málið. Það breytir ekki því að Jón Ás- geir gerði ráð fyrir sýknu og telur sig saklausan og mun þar af leiðandi vísa málinu til Hæstaréttar,“ segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs. Gestur minnir á að níutíu prósent af kostnaði er viðkemur Jóni Ásgeiri er lagður á ríkissjóð. Hann segir það segja sína sögu eins og fram kemur í ákvörðun héraðsdóms sem segir að málatilbúnaður hafi að langstærstum hluta ekki haft grundvöll. Gestur telur hlut saksóknara rýrar þar sem hans skjólstæðingur hafi aðeins verið sak- fellur fyrir einn lið en hann hafi verið ákærður, samtals í 58 liðum. „Þar sem ákæruvaldið á ekki að ákæra nema taldar séu meiri líkur en minni á sak- fellingu er ljóst að þar hafi ákæruvald- inu skjátlast varðandi málsgrundvöll,“ segir Gestur. Hann segir málið búið að kosta skattgreiðendur hundruð milljóna króna því í þessu máli einu hafi kostnaður ríkisins verið um eitt hundrað milljónir króna. Í hlutafélagalögum segir að stjórn- armenn og framkvæmdastjórar megi ekki misnota aðstöðu sína í viðskipt- um með hluti í félaginu eða félögum innan sömu samstæðu. Aðspurð- ur varðandi þetta svara Gestur því til að ákveðið hafi verið að áfrýja dóm- unum og því hafi hann engin áhrif á stöðu Jóns Ásgeirs nema hann fáist staðfestur. Sakfelling óþolandi „Ákæruvaldið hefur fjarri því haft erindi sem erfiði. Saksóknari hefur lýst þessu máli sem stærsta efnahags- brotamáli Íslandssögunnar og nið- urstaðan sú að Jón Ás- geir sem hefur í heildina verið ákærðu í 58 ákæru- lið- um er sak- felldur fyr- ir einn þeirra. Tryggvi Jónsson hefur verið LANGT UMFRAM TILEFNI Jón Ásgeir Jóhannesson var sakfelldur fyrir einn ákærulið Baugsmálsins og Tryggvi Jónsson fyrir fjóra. Í niðurlagi dómsins segir að miklu hafi verið tjaldað fyrir lítið og lagt út í kostnað við vitni sem ekki hafi verið þörf fyrir að leiða fyrir dóminn. Dómnum verður áfrýjað. Verjendur segja að kostnaðurinn upp á nærri hundrað milljónir sem fellur á ríkissjóð segi sína sögu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.