Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Qupperneq 10
föstudagur 4. maí 200710 Fréttir DV Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, var í Héraðsdómi Reykjavík- ur, dæmdur í þriggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir þátt sinn í Baugsmálinu. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, var dæmdur í níu mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir sinn hluta málsins. Dómar þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva eru skilorðsbundir til tveggja ára. Ákæru á hendur Jóni Gerald Sullenberger, upphafs- manni málsins, var vísað frá dómi. „Þegar litið er til þess að aðeins er sakfellt fyrir hluta ákæruatriða, lengdar aðal- meðferðar, sem var ekki að öllu leyti í samræmi við um- fang málsins og þess að lagt var í kostnað vegna vitna sem ekki verður séð að þörf hafi verið á að leiða,“ seg- ir í niðurlagi dómsins þeg- ar kemur að því að ákvarða sakarkostnað sem sakborn- ingum er gert að greiða. Tíu liðum ákærunnar af átján var vísað frá dómi að þessu sinni en á síðasta ári var fyrsta ákærulið þessarar ákæru einnig vísað frá. Jón Ásgeir sem ákærð- ur var fyrir sautján af átj- án ákæruliðum er sakfelld- ur fyrir einn þeirra eða lið númer fimmtán. Þar eru hann og Tryggvi Jónsson fundnir sekir um meirihátt- ar bókhaldsbrot með því hafa látið rangfæra bókhald Baugs með þeim hætti að láta útbúa gögn sem ekki áttu sér stoð í viðskiptum fyrirtækisins og þannig gefið ranga mynd af viðskiptum og notkun fjár- muna. Þeir eru fundnir sekir um að hafa útbúið tilhæfulausan kredit- reikning frá Nordica upp á 62 millj- ónir króna. Jón Gerald Sullenber- ger var ákærður varðandi þennan lið ákærunnar eða fyrir að hafa að- stoðað Jón Ásgeir og Tryggva við að rangfæra bókhaldið. Ákærunni á hendur honum var aftur á móti vís- að frá dómi. Ætlar að áfrýja „Megin fréttin er sú að í sextán af sautján ákæruliðum er sýknað eða þeim vísað frá dómi og það er stóra málið. Það breytir ekki því að Jón Ás- geir gerði ráð fyrir sýknu og telur sig saklausan og mun þar af leiðandi vísa málinu til Hæstaréttar,“ segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs. Gestur minnir á að níutíu prósent af kostnaði er viðkemur Jóni Ásgeiri er lagður á ríkissjóð. Hann segir það segja sína sögu eins og fram kemur í ákvörðun héraðsdóms sem segir að málatilbúnaður hafi að langstærstum hluta ekki haft grundvöll. Gestur telur hlut saksóknara rýrar þar sem hans skjólstæðingur hafi aðeins verið sak- fellur fyrir einn lið en hann hafi verið ákærður, samtals í 58 liðum. „Þar sem ákæruvaldið á ekki að ákæra nema taldar séu meiri líkur en minni á sak- fellingu er ljóst að þar hafi ákæruvald- inu skjátlast varðandi málsgrundvöll,“ segir Gestur. Hann segir málið búið að kosta skattgreiðendur hundruð milljóna króna því í þessu máli einu hafi kostnaður ríkisins verið um eitt hundrað milljónir króna. Í hlutafélagalögum segir að stjórn- armenn og framkvæmdastjórar megi ekki misnota aðstöðu sína í viðskipt- um með hluti í félaginu eða félögum innan sömu samstæðu. Aðspurð- ur varðandi þetta svara Gestur því til að ákveðið hafi verið að áfrýja dóm- unum og því hafi hann engin áhrif á stöðu Jóns Ásgeirs nema hann fáist staðfestur. Sakfelling óþolandi „Ákæruvaldið hefur fjarri því haft erindi sem erfiði. Saksóknari hefur lýst þessu máli sem stærsta efnahags- brotamáli Íslandssögunnar og nið- urstaðan sú að Jón Ás- geir sem hefur í heildina verið ákærðu í 58 ákæru- lið- um er sak- felldur fyr- ir einn þeirra. Tryggvi Jónsson hefur verið LANGT UMFRAM TILEFNI Jón Ásgeir Jóhannesson var sakfelldur fyrir einn ákærulið Baugsmálsins og Tryggvi Jónsson fyrir fjóra. Í niðurlagi dómsins segir að miklu hafi verið tjaldað fyrir lítið og lagt út í kostnað við vitni sem ekki hafi verið þörf fyrir að leiða fyrir dóminn. Dómnum verður áfrýjað. Verjendur segja að kostnaðurinn upp á nærri hundrað milljónir sem fellur á ríkissjóð segi sína sögu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.