Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Síða 37
Menning Ljósmyndir í Þjóðminjasafni @Tvær ljósmyndasýning- ar verða opnaðar á morgun kl. 15 í Þjóðminjasafni Íslands. Í Myndasalnum má sjá sýning- una Auga gestsins með ljós- myndum frá Íslandsferðum norska útgerðarmannsins Hans Wiingaard Friis og á Veggnum er sýningin Send í sveit. Inga Lára Baldvinsdóttir fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands í Þjóð- minjasafninu opnar sýning- arnar og KK spilar og syngur. Myndasyrpa Friis frá Íslandi er um margt merkileg, en hann sver sig í ætt við aðra áhuga- menn í persónulegri og frjáls- legri nálgun við myndatökurn- ar. Á sýningunni Send í sveit má sjá myndir úr söfnum Ingi- mundar Magnússonar, Guðna Þórðarsonar, Gísla Gestssonar, Þorvaldar Ágústssonar og Ara Kárasonar. Tveggja manna tal @Áhugafólk um bókmenntir ætti að leggja leið sína í Hátíðarsal Háskóla- bíós í dag kl. 16, því þá munu vera þar á tveggja manna tali franski rithöfundurinn, fræðimaðurinn og ljóðskáldið Edouard Glissant og Thor Vilhjálmsson rithöfundur. Thor er einn þekktasti rithöfundur Íslands og Glissant, sem hefur verið kallaður rödd blökkumanna í frönskum bókmenntum, hefur verið talinn helsta von Frakka til nóbelsverðlauna. list bækur DV Menning föstudagur 4. maí 2007 37 Um helgina verður opnuð yfirlitssýning á þáttum í umhverfislistaverki Andrew Rogers: Lífstakturinn á Akureyri Á morgun verður opnuð í Lista- safninu á Akureyri yfirlitssýning á jarðlistaverkefni ástralska skúlpt- úristans Andrews Rogers, Lífstakt- inum. Rogers hefur und- anfarið unnið að stórum grjótgörðum (e. geog- lyphs) sem koma til með að mynda keðju umhverfis jörðina. Sjö verk af þeim tólf sem hann hyggst skapa í þessum tilgangi hafa þegar verið reist, þar af eitt á Akureyri. Verk- efnið hófst í Arava-eyðimörkinni í Ísrael árið 1999, þar sem Rogers reisti fjögur útilistaverk. Næsta verk reis í Atacama-eyðimörkin í Chile. Fljótlega á eftir fylgdu Cerro Rico- fjallahéruðin í Bólivíu, Sri Lanka, You Yangs-þjóðgarðurinn í Ástral- íu, Akureyri og nágrenni (septemb- er 2006) og mánuði síðar Góbí- eyðimörkin í Kína við vesturenda Kínamúrsins. Rogers hyggst enn- fremur reisa steingarða á Indlandi, í Bandaríkjunum, Bretlandi og Aust- ur-Evrópu. Andrew Rogers hafði haft augastað á Íslandi fyrir verkefni sitt þegar hann komst í samband við Hannes Sigurðsson forstöðu- mann Listasafnins á Akureyri, sem átti mestan þátt í staðarvali og þró- un hugmynda. Listasafnið á Akur- eyri hefur einnig gefið út glæsilega 140 síðna bók um jarðlistaverkefn- ið Lífstaktinn og framkvæmd þess í Ísrael, Chile, Bólivíu, Sri Lanka, Ástralíu, Akureyri og Kína. Bókinni verður dreift á alþjóðavísu og enn- fremur verður sýnd heimildamynd um verkefnið í Ríkissjónvarpinu 17. maí næstkomandi. Eiríkur Örn Norðdahl og Ingólfur Gíslason hafa sent frá sér bók með ljóða- þýðingum undir merkjum bókaútgáfunnar Nýhils. Bókin geymir verk 19 þekktra höfunda sem eiga pólitíkina sameiginlega. Útgáfufélagið Nýhil gaf þann 1. maí síðastlið- inn út ljóðabókina Handsprengja í morgunsár- ið. Bókin ber undirtitilinn „baráttukvæði“ og í henni birtast ljóð 19 höfunda. Í fyrri hluta bók- arinnar eru birtar þýðingar Eiríks Arnar Norð- dahl og Ingólfs Gíslasonar á ljóðum eftir er- lenda pólitíska áhrifamenn á borð við Osama bin Laden, Radovan Karadzic, Silvio Berlus- coni, Ronald Reagan og fleiri. Í seinni hlutan- um birtast hinsvegar svokallaðar „róttækar ljóðaþýðingar“ á textum íslenskra áhrifamanna í stjórnmálum og fjölmiðlum, á borð við Björn Bjarnason, Halldór Ásgrímsson, Hannes Hólm- stein Gissurarson, Egil Helgason og fleiri. Í þeim þýðingum setja þýðendurnir margvíslega texta höfundanna fram í ljóði. Höfundar frumtextanna eiga það allir sam- eiginlegt að hafa komið að stjórnmálum á ein- hvern hátt - ýmist sem beinir þátttakendur, eða sem álitsgjafar. Pólitík er að sama skapi áber- andi efnisþáttur ljóðanna eins og titlar þeirra gefa til kynna: Dragðu Sverðið, Eldklerkur dögunar, Þjónn það er hakakross á Nasistaf- ánanum mínum - og svo framvegis. Þýðend- urnir eru líka sammála um að bókin sé ramm- pólitísk. „Já þetta er pólitískt verk, svolítið í tilefni komandi kosninga,“ segir Ingólfur. „Við ætlum að vekja fólk til byltingar og þetta er fyrsta útkall.“ Eiríkur Örn tekur í sama streng. „Þetta endurspeglar kannski að einhverju leyti viðleitni okkar til að sýna fram á það að list- in getur verið magnað pólitískt tæki. Það hefur verið svolítið í umræðunni undanfarið að rit- höfundar taki þátt í pólitík - þeir hafa þá farið í pólitíkina í stað þess að taka pólitíkina inn til sín,“ segir Eiríkur og nefnir Draumalandið sem dæmi. „Hugmynd mín er sú að í staðinn fyrir að stunda pólitík í listinni, þá sé listin stunduð sem pólitík.“ Tími rúmbunnar (Tempo di Rumba) - eftir Silvio Berlusconi. Nú er tími fyrir rúmbu undir kóralstjörnum himnafestingarinnar. Blævængir kæla mig ég horfi á þig. Við förum frá öllu frá þér yfirgefðu sjálfa þig yfirgefðu sjónvarpið. Skiljum þá eftir í plágum þrungnu loftinu og ferðumst til afskekktrar eyju... í öðrum heimshluta. Listin sem pólitík Ekkert áhyggjuefni - eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Tekjuskattar á fyrirtæki og einstaklinga og erfðaskattur hafa verið lækkaðir og eignaskattur felldur niður: atvinnulífið hefur blómgast dafnað greitt hærri laun skilað meiri tekjum. Allir hafa notið góðs af. Ég get sofið á næturnar, þótt öðrum gangi vel. Eríkur Örn Norðdahl „Listin getur verið magnað pólitískt tæki.“ Ingólfur Gíslason „Við ætlum að vekja fólk til byltingar.“ Fornþjóðirnar (The Ancients) 90 metra langur steingarður í Chile. Kópavogsdagar @Setningarhátíð Kópa- vogsdaga, menningardaga Kópavogs, verður í Smára- lind á morgun kl. 14, en há- tíðin stendur til 11. maí. Að þessu sinni er lögð áhersla á menningu barna og ungl- inga. Í Smáralind verður opn- uð ljósmyndasýningin „Frá háaloftinu“, með ljósmynd- um af börnum frá 1950-1970. Tíbrártónleikar með skólakór Kársness og Emilíönu Torrini verða í Salnum kl. 16 og lista- menn í Kópavogi eru með opn- ar vinnustofur um helgina frá 14-17 þar sem vel verður tekið á móti gestum. Öll vikan er þéttsetin af viðburðum og yfir fimmtíu stofnanir og fyrirtæki taka þátt í hátíðinni. Ágúst í Gerðubergi @Alþýðulistamaðurinn Ág- úst Jónsson opnar málverka- sýningu í Boganum í Gerðubergi laugardag- inn 5. maí kl. 16. Tján- ingarþörf, skaphiti og óbeisluð lita- notkun þykja einkenna verk Ágústs en á sýn- ingunni má sjá bæði abstrakt- verk og landslagsmyndir. Eftir veikindi sem hófust 1996 var Ágúst frá vinnu í 3 ár. Á þeim tíma voru sýndir í sjónvarpi kennsluþættir í umsjón banda- ríska listmálarans Bob Ross, en Ágúst heillaðist af því sem hann sá og ákvað að hefja eigin tilraunir við listmálun. Síðan þá hefur hann notað frístundir sínar til listiðkunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.