Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Qupperneq 37
Menning Ljósmyndir í Þjóðminjasafni @Tvær ljósmyndasýning- ar verða opnaðar á morgun kl. 15 í Þjóðminjasafni Íslands. Í Myndasalnum má sjá sýning- una Auga gestsins með ljós- myndum frá Íslandsferðum norska útgerðarmannsins Hans Wiingaard Friis og á Veggnum er sýningin Send í sveit. Inga Lára Baldvinsdóttir fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands í Þjóð- minjasafninu opnar sýning- arnar og KK spilar og syngur. Myndasyrpa Friis frá Íslandi er um margt merkileg, en hann sver sig í ætt við aðra áhuga- menn í persónulegri og frjáls- legri nálgun við myndatökurn- ar. Á sýningunni Send í sveit má sjá myndir úr söfnum Ingi- mundar Magnússonar, Guðna Þórðarsonar, Gísla Gestssonar, Þorvaldar Ágústssonar og Ara Kárasonar. Tveggja manna tal @Áhugafólk um bókmenntir ætti að leggja leið sína í Hátíðarsal Háskóla- bíós í dag kl. 16, því þá munu vera þar á tveggja manna tali franski rithöfundurinn, fræðimaðurinn og ljóðskáldið Edouard Glissant og Thor Vilhjálmsson rithöfundur. Thor er einn þekktasti rithöfundur Íslands og Glissant, sem hefur verið kallaður rödd blökkumanna í frönskum bókmenntum, hefur verið talinn helsta von Frakka til nóbelsverðlauna. list bækur DV Menning föstudagur 4. maí 2007 37 Um helgina verður opnuð yfirlitssýning á þáttum í umhverfislistaverki Andrew Rogers: Lífstakturinn á Akureyri Á morgun verður opnuð í Lista- safninu á Akureyri yfirlitssýning á jarðlistaverkefni ástralska skúlpt- úristans Andrews Rogers, Lífstakt- inum. Rogers hefur und- anfarið unnið að stórum grjótgörðum (e. geog- lyphs) sem koma til með að mynda keðju umhverfis jörðina. Sjö verk af þeim tólf sem hann hyggst skapa í þessum tilgangi hafa þegar verið reist, þar af eitt á Akureyri. Verk- efnið hófst í Arava-eyðimörkinni í Ísrael árið 1999, þar sem Rogers reisti fjögur útilistaverk. Næsta verk reis í Atacama-eyðimörkin í Chile. Fljótlega á eftir fylgdu Cerro Rico- fjallahéruðin í Bólivíu, Sri Lanka, You Yangs-þjóðgarðurinn í Ástral- íu, Akureyri og nágrenni (septemb- er 2006) og mánuði síðar Góbí- eyðimörkin í Kína við vesturenda Kínamúrsins. Rogers hyggst enn- fremur reisa steingarða á Indlandi, í Bandaríkjunum, Bretlandi og Aust- ur-Evrópu. Andrew Rogers hafði haft augastað á Íslandi fyrir verkefni sitt þegar hann komst í samband við Hannes Sigurðsson forstöðu- mann Listasafnins á Akureyri, sem átti mestan þátt í staðarvali og þró- un hugmynda. Listasafnið á Akur- eyri hefur einnig gefið út glæsilega 140 síðna bók um jarðlistaverkefn- ið Lífstaktinn og framkvæmd þess í Ísrael, Chile, Bólivíu, Sri Lanka, Ástralíu, Akureyri og Kína. Bókinni verður dreift á alþjóðavísu og enn- fremur verður sýnd heimildamynd um verkefnið í Ríkissjónvarpinu 17. maí næstkomandi. Eiríkur Örn Norðdahl og Ingólfur Gíslason hafa sent frá sér bók með ljóða- þýðingum undir merkjum bókaútgáfunnar Nýhils. Bókin geymir verk 19 þekktra höfunda sem eiga pólitíkina sameiginlega. Útgáfufélagið Nýhil gaf þann 1. maí síðastlið- inn út ljóðabókina Handsprengja í morgunsár- ið. Bókin ber undirtitilinn „baráttukvæði“ og í henni birtast ljóð 19 höfunda. Í fyrri hluta bók- arinnar eru birtar þýðingar Eiríks Arnar Norð- dahl og Ingólfs Gíslasonar á ljóðum eftir er- lenda pólitíska áhrifamenn á borð við Osama bin Laden, Radovan Karadzic, Silvio Berlus- coni, Ronald Reagan og fleiri. Í seinni hlutan- um birtast hinsvegar svokallaðar „róttækar ljóðaþýðingar“ á textum íslenskra áhrifamanna í stjórnmálum og fjölmiðlum, á borð við Björn Bjarnason, Halldór Ásgrímsson, Hannes Hólm- stein Gissurarson, Egil Helgason og fleiri. Í þeim þýðingum setja þýðendurnir margvíslega texta höfundanna fram í ljóði. Höfundar frumtextanna eiga það allir sam- eiginlegt að hafa komið að stjórnmálum á ein- hvern hátt - ýmist sem beinir þátttakendur, eða sem álitsgjafar. Pólitík er að sama skapi áber- andi efnisþáttur ljóðanna eins og titlar þeirra gefa til kynna: Dragðu Sverðið, Eldklerkur dögunar, Þjónn það er hakakross á Nasistaf- ánanum mínum - og svo framvegis. Þýðend- urnir eru líka sammála um að bókin sé ramm- pólitísk. „Já þetta er pólitískt verk, svolítið í tilefni komandi kosninga,“ segir Ingólfur. „Við ætlum að vekja fólk til byltingar og þetta er fyrsta útkall.“ Eiríkur Örn tekur í sama streng. „Þetta endurspeglar kannski að einhverju leyti viðleitni okkar til að sýna fram á það að list- in getur verið magnað pólitískt tæki. Það hefur verið svolítið í umræðunni undanfarið að rit- höfundar taki þátt í pólitík - þeir hafa þá farið í pólitíkina í stað þess að taka pólitíkina inn til sín,“ segir Eiríkur og nefnir Draumalandið sem dæmi. „Hugmynd mín er sú að í staðinn fyrir að stunda pólitík í listinni, þá sé listin stunduð sem pólitík.“ Tími rúmbunnar (Tempo di Rumba) - eftir Silvio Berlusconi. Nú er tími fyrir rúmbu undir kóralstjörnum himnafestingarinnar. Blævængir kæla mig ég horfi á þig. Við förum frá öllu frá þér yfirgefðu sjálfa þig yfirgefðu sjónvarpið. Skiljum þá eftir í plágum þrungnu loftinu og ferðumst til afskekktrar eyju... í öðrum heimshluta. Listin sem pólitík Ekkert áhyggjuefni - eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Tekjuskattar á fyrirtæki og einstaklinga og erfðaskattur hafa verið lækkaðir og eignaskattur felldur niður: atvinnulífið hefur blómgast dafnað greitt hærri laun skilað meiri tekjum. Allir hafa notið góðs af. Ég get sofið á næturnar, þótt öðrum gangi vel. Eríkur Örn Norðdahl „Listin getur verið magnað pólitískt tæki.“ Ingólfur Gíslason „Við ætlum að vekja fólk til byltingar.“ Fornþjóðirnar (The Ancients) 90 metra langur steingarður í Chile. Kópavogsdagar @Setningarhátíð Kópa- vogsdaga, menningardaga Kópavogs, verður í Smára- lind á morgun kl. 14, en há- tíðin stendur til 11. maí. Að þessu sinni er lögð áhersla á menningu barna og ungl- inga. Í Smáralind verður opn- uð ljósmyndasýningin „Frá háaloftinu“, með ljósmynd- um af börnum frá 1950-1970. Tíbrártónleikar með skólakór Kársness og Emilíönu Torrini verða í Salnum kl. 16 og lista- menn í Kópavogi eru með opn- ar vinnustofur um helgina frá 14-17 þar sem vel verður tekið á móti gestum. Öll vikan er þéttsetin af viðburðum og yfir fimmtíu stofnanir og fyrirtæki taka þátt í hátíðinni. Ágúst í Gerðubergi @Alþýðulistamaðurinn Ág- úst Jónsson opnar málverka- sýningu í Boganum í Gerðubergi laugardag- inn 5. maí kl. 16. Tján- ingarþörf, skaphiti og óbeisluð lita- notkun þykja einkenna verk Ágústs en á sýn- ingunni má sjá bæði abstrakt- verk og landslagsmyndir. Eftir veikindi sem hófust 1996 var Ágúst frá vinnu í 3 ár. Á þeim tíma voru sýndir í sjónvarpi kennsluþættir í umsjón banda- ríska listmálarans Bob Ross, en Ágúst heillaðist af því sem hann sá og ákvað að hefja eigin tilraunir við listmálun. Síðan þá hefur hann notað frístundir sínar til listiðkunar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.