Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 2
Siv er á samningasvigi Líklega hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra verið afar upptekinn síðustu misseri og ekki haft mikinn tíma til að munda pennann. En sá tími er liðinn enda hefur Siv svigað milli stofnana og landshluta og náð að skrifa undir fjölda myndar- legra samninga. Fyrst náði hún að bjarga áfengissjúklingum frá voða með margfrestuðum þjónustusamningi við SÁÁ, sem þó gildir einungis til næstu ára- móta. Svo bjargaði hún öllum Íslendingum frá bráðum dauða með undirritun um samning um bóluefni vegna heimsfaraldurs inflúensu. Sama dag náði hún að spóla vestur á firði og bjarga geð- heilsu þeirra með einu pennastriki í Ísafjarðarbæ og Bolungar- vík án þess að gleyma Sauðárkróki. „Það eru alltaf sumarlokanir einhvers staðar á landinu, þótt það sé mjög óheppilegt,“ segir Matthías Halldórs- son landlæknir aðspurður um lokan- ir á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Egilsstöðum. Matthías bendir á að þetta sé ekki nýtt vandamál held- ur hefur það verið viðvarandi í heil- brigðiskerfinu í áraraðir. „Verið er að loka átta af þeim 26 rúmum sem eru til staðar á Egilsstöðum. Á meðan er sjúklingum sem þurfa á innlögn að halda vísað á Fjórðungssjúkrahúsið á Norðfirði,“ segir Matthías. Við lok- um 20 rúma almennri bráðadeild og flytjum starfsemi hennar á öldrunar- deild, það er samrekum þær frá 15. júní til 1. september. Mikill skortur hefur verið á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum hér á landi á síðustu árum. Nú er svo komið að lítið sem ekkert starfsfólk er á lausu til að leysa fastráðna starfsmenn af vegna sum- arleyfa. „Til að bregðast við þessum skorti almennt hefur valaðgerðum verið frestað fram yfir sumarleyfi, það eru þær aðgerðir sem ekki þarf að framkvæma brátt,“ segir Matthías ennfremur. „Við lokum 20 rúma almennri bráðadeild og flytjum starfsemi hennar á öldrunardeild þannig að þær verða samreknar frá 15. júní til 1. september,“ segir Hörður Högna- son hjúkrunarforstjóri Heilbrigðis- stofnunar Ísafjarðarbæjar. Hörður leggur þó áherslu á að fjögurra rúma fæðingardeild verði ekki lokað. „Við erum það langt frá Reykjavík, að við getum ekki lokað á fæðingarþjón- ustu, eða þjónustu við bráðveika og slasaða,“ segir Hörður. Ennfremur verða ákveðnar deildir á Fjórðungs- sjúkrahúsi Vesturlands á Akranesi sameinaðar og í kjölfarið verður um tíu rúmum lokað, að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra Fjórð- ungssjúkrahússins. Fjölga hjúkrunarfræðinemum Samkvæmt nýrri skýrslu Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga er skortur á hjúkrunarfræðingum á Ís- landi mjög alvarlegt vandamál og fer vaxandi. Þar kemur fram að nú vantar 582 hjúkrunarfræðinga til að leysa úr skorti 445 stöðugilda á ís- lenskum stofnunum. „Þetta er alvar- legt vandamál sem varðar marga,“ segir Laura Scheving Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur og verkefnis- stjóri Landlæknisembættisins. Laura bendir á að gripið hafi verið til ým- issa aðgerða, meðal annars með því að fjölga nemum á fyrsta ári í hjúkr- unarfræði um 30 til 40, en Ísland býr við þann kost að þurfa að vísa nem- um frá, en slíkt er sjaldgæft í saman- burðarlöndunum. Einnig er nú í boði ný námsleið fyrir sjúkraliða. Nám- ið er nefnt sjúkraliðabrú þar sem reyndu starfsfólki í umönnunarstörf- um er gefinn kostur á að stunda nám í framhaldsskóla og öðlast þannig löggildingu sjúkraliða. 80 eru nú við slíkt nám í ýmsum skólum landsins. Breytt viðhorf til heilsugæslu „Í bígerð er að vinnuhópur hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða hittist og ræði stöðu mála,“ segir Laura sem vill auka umræðu um tengsl fólks- ins í landinu við heilbrigðiskerfið. Laura bendir á að í kjölfar aukins hraða í mannlífinu almennt komi krafan um betri þjónustu á skemmri tíma. Hún vill að fólk setji heilbrigð- iskerfið í samhengi við lífsgæði og ákveði hvert viðhorf þess sé til þjón- ustunnar. „Sjúklingar þurfa að bera ábyrgð á eigin heilsu eftir því sem kostur er, eins og kveðið er á um í lögum, og ég tel að tími sé kominn til að fólk líti á heilbrigðisþjónustu sem samvinnuverkefni margra aðila en ekki einungis ábyrgð heilbrigðis- stofnana,“ segir Laura og bendir á að ef til vill þurfi heilbrigðisyfirvöld að framkvæma allsherjar uppstokkun á heilbrigðiskerfinu. Það er líklega kominn tími á algerlega nýja hugs- un í heilbrigðiskerfinu og uppstokk- un í stað þess að setja sífellt plástur á það sem aflaga fer. „Heilbrigðis- þjónusta á Íslandi er talin með því besta sem gerist í heiminum, en skipulag þjónustunnar er einatt ára- tugagamalt og þessi atriði þurfa að haldast í hendur,“ segir Laura. Hægt væri að líkja gamla kerfinu við sam- band barnabarns og ömmu, þar sem barnið ætlast til þess að amman geri allt sem barnið biður hana um án þess að þurfa að gefa neitt til baka, nema það að vera til. mánudagur 7. maí 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Matthías Halldórsson landlæknir segir alltaf verða sumarlokanir á heilbrigðistofnunum. Átta af tuttugu og sex rúmum verður lokað á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Fólk veikist samt og er nú vísað á sjúkrahúsið í Neskaupstað. Sjúklingar verða látnir bíða. Vantar hundruð hjúkrunarfræðinga blaðamaður skrifar: skorri@dv.is Skorri GíSlaSon laura Scheving Thorsteinsson „mér finnst að líta eigi á heilbrigðiskerfið sem auðlind, en ekki kostnaðarlið eða byrði á ríkissjóð.“ „Við lokum 20 rúma almennri bráðadeild og flytjum starfsemi hennar á öldrunardeild þannig að þær verða samreknar frá 15. júní til 1. september.“ Einhugur ríkir meðal stjórnmála- flokkanna um að veita beri trúfélög- um heimild til að gifta samkynhneigð pör ef þeim sýnist svo. Þrátt fyrir það bendir ekkert til þess að þjóðkirkjan ætli að gera það. Nokkur önnur trú- félög bíða eftir því að heimild fáist og eru tilbúin að gefa saman samkyn- hneigða í hjónaband. Bæði fulltrúar stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar tjáðu DV að þeir stefndu að því að veita trúfé- lögum leyfi til þess að gifta samkyn- hneigða. Fram til þessa hefur vantað til þess lagalega heimild. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, telur að það eigi jafnvel að vera hluti af skyldum viðurkenndra trúfélaga að gefa saman fólk af sama kyni. Guðjón A. Kristinsson, formað- ur frjálslyndra, segir að brýnt sé að vinna á andstöðu þjóðkirkjunnar við giftingar samkynhneigðra. Þjóðkirkjan hefur hingað til ekki beðið um að fá þessa heimild frá ríkinu og á nýlegri prestastefnu var tillögu þess efn- is hafnað. Ýmis önnur trúfélög hafa komið fram og sagst ætla að gifta samkynhneigða um leið og það verður leyft. „Ég hef þegar gefið saman samkynhneigt fólk í Fríkirkjunni í Reykjavík með nákvæmlega sama hætti og gagn- kynhneigt fólk. Það eina sem vantar í þessu máli er löggildingin og það er svolítið dapurlegt að Alþingi þurfi að hafa vit fyrir öðrum í þessu siðferðis- lega álitamáli,“ segir Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur í Reykjavík. Prestar fleiri trúfélaga taka í sama streng og bíða eftir leyfi frá Al- þingi. Samkvæmt könnun Capac- ent Gallup frá því í sept- ember 2006 eru um 70% landsmanna samþykk því að leyfa samkynhneigðum að giftast í kirkju. Stjórnmálaflokkarnir vilja veita trúfélögum heimild til að gifta samkynheigða: Brýnt að vinna á andstöðu þjóðkirkjunnar Giftingar samkynhneigðra Líklega verður trúfélögum veitt heimild til að gifta samkynhneigða innan skamms. Alli diskó og ölvunarakstur Fjórir voru teknir fyrir ölvunarakstur í gærkvöldi að sögn varðstjóra lögregl- unnar á Suðurnesjum. Mik- ið líf var í bænum og var stór hluti þess fólk á besta aldri sem sótti hið árlega Bergáskvöld í Stapanum þar sem Alli diskó sá um stuðið. Varðstjóri sagði að þrátt fyrir að unga fólkið sé flest í próf- um þá virðist það ekki hafa dregið úr þeim fjölda sem venjulega sækir miðbæinn um helgar og voru margir að tínast heim undir morgun. ruslaði bíl Lögreglan var kvödd á vett- vang í Hafnarfirði á föstudaginn því rusli hafði verið hellt yfir bíl. Um skemmdarverk var að ræða og var eigendum ekki skemmt vegna uppátækisins. Þegar lög- reglan kannaði málið kom í ljós að um hrekk hafði verið að ræða. Lögreglan er ekki viss um eftir- mál en vonar að eigandi bílsins geti hlegið með sínum ágætu vinum sem rusluðu bílinn hans. Þá var brotist inn í tvo bíla í Reykjavík um nóttina. Reykjavík tilnefnd Reykjavík er meðal 11 borga sem tilnefndar eru í ár til verðlaunanna World Travel Awards sem besti áfangastaður fyrir skemmtiferðaskip í Evrópu – Europe’s Leading Cruise Destination. Borgirnar eru ásamt Reykjavík eru Amsterdam, Aþena, Cannes, Kaupmannahöfn, Dubrovnik, Lissabon, Ósló, Sankti Pétursborg, Stokkhólmur og Feneyjar. Ferðaskrifstofur um allan heim velja besta borgina. Heilbrigði „Ég tel að tími sé kominn til að fólk líti á heilbrigðisþjónustu sem samvinnuverkefni margra aðila en ekki einungis ábyrgð heilbrigðisstofnana,“ segir Laura Scheving Thorsteinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.