Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 20
Það verður ekki af Floyd May- weather tekið að hann er einn besti boxari pund fyrir pund. Hann vann Oscar De La Hoya í bardaga þeirra um WBC-titilinn í léttmillivigt. May- weather var búinn að segja fyrir bar- dagann að hann ætlaði að þagga niður í De La Hoya en sú varð ekki raunin. Oscar De La Hoya er gríðarlega vinsæll boxari og átti stuðning hallar- innar. Eftir að áhorfendur höfðu tekið á móti Mayweather með bauli og sví- virðingum varð allt vitlaust þegar De La Hoya kom inn í salinn. De La Hoya var með yfirburði í fyrstu lotunum og áhorfendur hófu að syngja „Oscar, Oscar, Oscar“. En smám saman komst May- weather meira inn í bardagann og landaði nokkrum þungum höggum. Hraði hans er með ólíkindum og það var fyrst og fremst hann sem tryggði Mayweather sigurinn. Tveir af þremur dómurum dæmdu Mayweather sigur, Chuck Giampa dæmdi 116-112 og Jerry Roth dæmdi 115-113 fyrir Mayweather en Tommy Kaczmarek dæmdi De La Hoya sig- ur 115-113. Hefði Roth fengið það út að De La Hoya hefði unnið 12. lotuna hefði bardaginn endað með jafntefli. „Þegar litið er á að mín högg hittu oftar getur fólk séð að ég er nýi meist- arinn,“ sagði Mayweather eftir bar- dagann. „Ég var að skemmta mér í hringnum en þvílíkur bardagi. Ég var búinn að segja að aðdáendurnir myndu fá góðan bardaga og sú varð raunin. Hann var harður af sér en gat ekki unnið þann besta.“ Samkvæmt tölfræðinni þá hitti Mayweather í 207 höggum af 481 (43%) en De La Hoya hitti í 122 af 587 (21%). Í hvert sinn sem De La Hoya land- aði höggi á Mayweather trylltist lýð- urinn í höllinni. En Mayweather hélt sér við sitt skipulag og sýndi oft á tíð- um af hverju hann er talinn sá besti. De La Hoya var ekki sáttur við nið- urstöðuna og fannst að hann hefði unnið. „Mér fannst ég vera betri og eiga sigurinn skilið. Ég hitti hann oft mjög fast, ég veit að hann fann fyrir högg- unum, ég sá það á honum. Ég var að pressa hann, ef ég hefði ekki gert það þá hefði enginn bardagi verið. Ég er enn meistari og það verður að gera meira en þetta til að vinna meistar- ann.“ Þetta var þriðja tap De La Hoya í fimm síðustu bardögum. Hann fékk um 25 milljónir dala, um sautján hundruð milljónir króna, fyrir bar- dagann, á meðan Mayweather fékk aðeins um 10 milljónir dala, jafnvirði 640 milljóna króna. Hann tilkynnti að hann væri hættur þrátt fyrir að vera aðeins þrítugur. „Ég er sestur í helgan stein. Ég þarf ekki að sanna neitt meira. Nú ætla ég að eyða meiri tíma með börnunum mínum.“ De La Hoya hafði einnig gefið það út að hann myndi setjast í helgan stein eftir bardagann en var samt ekki jafn viss og andstæðingur hans eftir á. „Nú mun ég setjast niður og horfa á bardagann. Sjá hvernig hreyfingarn- ar mínar voru, hvernig líkaminn brást við og skoða sjálfan mig. Þið verðið bara að bíða og sjá.“ benni@dv.is mánudagur 7. maí 200720 Sport DV Floyd Mayweather var ekki sannfærandi á móti Oscar De La Hoya en stóð við stóru orðin og landaði sigri í stærsta boxbardaga í langan tíma. Mayweather hitti oftar og fastari högg rötuðu inn og það nægði til sigurs. Tveir af þremur dómurum dæmdu Mayweather sigur. Sexfaldur heimSmeiStari í fimm þyngdarflokkum Aðþrengd eiginkona Eva Longoria lét sjá sig. unnusti hennar Tony Parker var þó hvergi sjáanlegur. Here´s Johnny Jack nicholson var hress að vanda. Jay Z rappmógúllinn Jay Z lætur sig ekki vanta þar sem stórviðburðir eru. Engin púðurskot Oscar de La Hoya lét Floyd mayweather finna til tevatnsins. Kýla, berja, slá, farðu frá Floyd mayweather svaraði eftir smá hikst í byrjun. Sex titlar Floyd mayweather heldur hér á sex heims- meistarabeltum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.