Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 27
Leikur í kvikmynd Janet Jackson snýr nú aftur á hvíta tjaldið en síðast sást til hennar í Nutty Professor árið 2000. Nú kemur hún til með að leika á móti Tyler Perry í mynd- inni Why Did I Get Married? Myndin er byggð á sam- nefndu leikriti og kemur Perry til með að leikstýra henni og framleiða. Þetta verður fjórða myndin í gamanmynda- seríum Perrys og fjallar þessi mynd um hjón sem fara á hverjum vetri með vin- um sínum í hópferð til að reyna á hjóna- bandið. Fyrirhugað er að hefja tökur nú í vikunni í Kanada og verður seinni hlut- inn tekinn upp í Atlanta þar sem Perry hefur nýlega sett upp kvikmyndaver. Kvikmynd um Jesse James lítur ekki dagsins ljós þrátt fyrir að upptökur hafi klárast fyrir tveimur árum. Kúrekamyndin sem kemur ekki út Það kemur einstaka sinnum fyrir að heilu kvikmyndirnar eru teknar upp, án þess að nokkur áhorfandi fái að sjá þær að lokum. Þetta á þó sjaldnast við í Hollywood, þar sem svo miklum peningum er eytt í framleiðslu mynda að það einfaldlega verður að koma þeim út til að þær skili arði. Kvikmyndin The Assassin- ation of Jesse James by the Coward Robert Ford er þó undantekning, en upptökum á henni lauk fyrir tveimur árum, en ekkert bólar þó á henni. Í aðalhlutverkum eru þeir Brad Pitt og Casey Affleck og fjallar myndin um útlagann Jesse James og síðasta rán hans ásamt félaga sínum Robert Ford. Myndin er byggð á sannri sögu en það var svo Ford sem myrti Jesse að lokum. Í nýlegri grein í dagblaðinu Los Angeles Times kemur fram að ósætti ríki milli framleiðanda og leikstjóra myndarinnar. Í greininni segir að tvær útgáfur séu til af myndinni, ein sem fram- leiðandinn Brad Pitt er ánægður með og önnur sem leikstjórinn Andrew Dominik er sáttur við. Munurinn á myndunum er sá að leikstjórinn vill segja dimma sögu af kaldrifjuðum ræn- ingjum á meðan Pitt vill gera spennandi has- armynd í anda Clint Eastwood-vestranna. Þá hefur leikstjórinn Ridley Scott verið fenginn til þess að aðstoða við klippingu myndarinnar. Þá hefur verið sagt að útgáfa á myndinni sem er bæði trú sögunni og í samræmi við hugmyndir leikstjórans verði frumsýnd í Bandaríkjunum þann 21. september. Brosandi og blönk Söngkonan Lily Allen segist ekki hafa haft mikið upp úr því að vera tónlist- armaður og þvertekur fyrir að hafa grætt á topplögum sínum. Söngkon- an segist ekki einu sinni eiga fyrir lítilli íbúð í London. „Ég hef verið í tónlist- arbransanum í nokkur ár og hef alveg fengið einhvern pening, en ekki einu sinni nóg til þess að kaupa mér íbúð í borginni sem ég ólst upp í ,“ segir Lily og bætir við: „Hversu strembið hlýtur líf jafnaldra minna að vera? “ Brad Pitt Framleiðandi og aðalleikari myndarinnar. Andrew Dominik Vill klippa myndina þannig að hún verði drungaleg og dimm. „Garrvillir íslendskir skemti- punkarar á G!,“ er fyrirsögnin á frétt inni á færeyska vefnum portal.fo þess efnis að íslenska rokksveitin Dr. Spock spili á G! Festival í sumar. Óttar Proppé annar söngvari sveit- arinnar segir eftirvæntinguna með- al hljómsveitarmeðlima mikla. Magnaðasta festival á byggðu bóli „Nokkrir meðlimir í Dr. Spock hafa spilað þarna áður með Ensimi, Bang Gang og Mugison og eru sam- mála um að þetta sé eitthvert magn- aðasta festival á byggðu bóli,“ segir Óttar sem er feginn að vera búinn að fá grænt ljós á hátíðina. „Við viss- um af hátíðinni og vorum búnir að vera að ota okkar tota. Síðan var út- sendari frá þeim á Aldrei fór ég suð- ur og hann sannfærðist um að þetta væri ekki algjört rugl. Þá fengum við staðfestinguna.“ Óttar hlakkar mikið til að koma til Færeyja og getur ekki ýmindað sér betra athvarf fyrir sig eða Dr. Spock. „Ég hef aldrei gerst svo frægur að hafa komið til Færeyja. Ég get þó ekki ímyndað mér betri stað í heim- inum fyrir mig eða þessa hljómsveit en pínulitlar eyjar þar sem menn lifa á hvalspiki og þurrkuðum hákarli.“ Rokkað í fjörunni „Það voru meira en 10.000 manns á hátíðinni í fyrra sem er nú bara um 20% af íbúafjöldanum,“ segir Óttar um hátíðina sem hef- ur undanfarin ár fengið einróma lof tónlistarmanna og hátíðar- gesta. „Þetta er lítill bær og hátíðin fer fram í fjörunni þarna fyrir neð- an. Síðan er bara opið hús í öllum bænum og menn geta gengið þarna á milli og rætt við fólk,“ segir Óttar og talar um að hátíðinni megi helst líkja við ofvaxna þjóðhátíð. Dr. Spock ætlar að vera dugleg við að spila í sumar og er að plana ýmsa tónleika þessa dagana. „Við erum að skoða þetta en það er ekki búið að negla neitt niður ennþá. Við stefnum þó að því að spila vítt og breytt um landið og svolítið út úr vínveitingarhúsunum í hundrað og einum. Svo ef einhver vill bjóða okk- ur til útlanda þá erum við líka oft til í það,“ segir Óttar kíminn að lokum. asgeir@dv.is Garrvillir íslendskir skemtipunkarar á G! Orkuboltarnir í Dr. Spock munu spila á tónlistarhátíðinni G! Festi- val í Færeyjum í sumar. Óttar Proppé söngvari sveitarinnar segir eftirvæntinguna mikla. Dr. Spock Eins og náttúruafl á sviði. Óttar Proppé Getur ekki ímyndað sér betri stað en Færeyjar fyrir sig og Dr. Spock. SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 MIÐASALA Á !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu STÆRSTA ORRUSTAN ER INNRI BARÁTTAN Fyrsta stórmynd sumarsins HEIMSFRUMSÝNING SPIDERMAN 3 kl. 6 - 8 - 10.40* B.I. 10 ÁRA NEXT kl. 6 - 9 - 11 B.I. 14 ÁRA *KRAFTSÝNING SPIDERMAN 3 kl. 2.30 - 5.30 - 8.30 - 11.20 B.I. 10 ÁRA PATHFINDER kl. 8 - 10.15 B.I. 16 ÁRA INLAND EMPIRE kl. 2.30 - 5.45 - 9 B.I. 16 ÁRA HILLS HAVE EYES 2 kl. 3 - 6 - 8 - 10 B.I. 18 ÁRA ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 3 - 6 SPIDERMAN 3 kl. 5 - 8 - 11 B.I. 10 ÁRA SPIDERMAN 3 SÝND Í LÚXUS kl. 5 - 8 - 11 NEXT kl. 5.45 - 8 - 10.15 B.I. 14 ÁRA PATHFINDER kl. 5.45 - 8 - 10.15 B.I. 16 ÁRA HILLS HAVE EYES 2 kl. 10.30 B.I. 18 ÁRA PERFECT STRANGER kl. 8 B.I. 16 ÁRA ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 3.45 TMNT kl. 4 - 6 B.I. 7 ÁRA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.