Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 6
„Ég minntist ekki á Jónínu þegar ég
skrifaði meðmælin,“ segir Helga Elsa
Jónsdóttir, móðir Jónínu Bjartmarz
umhverfisráðherra, en hún var ein
af þremur sem skrifuðu meðmæli
fyrir Luciu Celeste Molina Sierra,
sem er tengdadóttir Jónínu. Stúlk-
an fékk ríkisborgararétt hér á landi
eftir fimmtán mánaða dvöl á Íslandi
en venjulega fá umsækjendur ríkis-
borgararétt eftir sjö ár. Sjálf heldur
Jónína Bjartmarz því fram að engin
tengsl séu á milli hennar og stúlk-
unnar á umsókninni þrátt fyrir að
móðir Jónínu mæli með því að Luc-
ia fái ríkisborgararétt hér á landi.
Umhverfisráðherrann Jón-
ína Bjartmarz hefur neitað alfarið
að nokkur tengsl hafi verið á milli
hennar og Luciu á umsókninni sem
hún sendi allsherjarnefnd. Athygli
vekur að afgreiðsla beiðni stúlkunn-
ar tók tíu daga. Umsóknin var mót-
tekin í dómsmálaráðuneytinu þann
sjötta mars, þaðan send lögreglu-
stjóra og útlendingastofnun dag-
inn eftir, svo var hún send aftur til
dómsmálaráðuneytis samdægurs.
Allsherjarnefnd þvertekur fyrir að
nefndarmenn hafi vitað að stúlkan
hafi tengst Jónínu þrátt fyrir að lög-
heimili hennar sé hjá ráðherranum
og að móðir Jónínu hafi ritað með-
mælin.
Meðmæli ekki athuguð
„Meðmælin voru ekki athuguð,“
segir Bjarni Benediktsson, formað-
ur allsherjarnefndar og þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, um meðmæli
Helgu Elsu. Ef farið er á leitarvélina
google.is og nafn Helgu Elsu slegið
inn þá koma upp þrjár heimasíð-
ur. Þær eru framsokn.is og hrifla.
is. Einnig kemur upp heimasíða
Alþingis. Á öllum heimasíðunum
kemur fram að Helga Elsa sé
móðir Jónínu Bjartmarz.
Að sögn Bjarna voru
meðmælin alls ekki
könnuð og því var
nefndarmönnum
ekki kunnugt um
að það hafi ver-
ið móðir Jónínu
sem skrifaði með-
mælin. Aðspurður
hvort hann hafi les-
ið meðmælin segist
hann lesa aragrúa
af meðmælum og
muni ekki sérstaklega eftir þessum.
Hann staðfestir að það sé í verka-
hring Alþingis að kanna meðmæli
en ekki Útlendingastofnunar eða
lögreglustjóra.
Þekkir hana í sjón
„Ég þekki hana í sjón,“ segir Guð-
jón Ólafur Jónsson nefndarmað-
ur allsherjarnefndar og þingmaður
Framsóknarflokksins um kunnug-
leika sinn við móður Jónínu. Sjálfur
segist hann þekkja hana sem Elsu
og hélt hann að hún bæri sama eft-
irnafn og Jónína. Hann segist ekki
hafa haft nokkra vitneskju um að
það væri móðir Jónínu sem mælti
með Luciu í umsókninni. Hann tek-
ur undir með Bjarna Benediktssyni
um að meðmælin hafi aldrei verið
könnuð. Aðspurður segir Guðjón að
það hljóti að vera tengsl á milli Jón-
ínu og móður hennar eðli málsins
samkvæmt, en nefndinni hafi ekki
verið kunnugt um þau.
Hafði ekki hugmynd
Fráfarandi þingmaður Samfylk-
ingarinnar, Guðrún Ögmundsdótt-
ir, segist ekki hafa haft hugmynd
um að það væri móðir Jónínu sem
mælti með Luciu til þess
að hún fengi ríkis-
borgararétt hér
á landi.
Hún seg-
ir sig
reka minni í annan meðmælanda
á umsókninni sem er íslensk kona.
Líkt og aðrir nefndarmenn þá stað-
festir hún að meðmælin hafi aldrei
verið athuguð, hvorki hafi verið
hringt í þá sem mæltu með stúlk-
unni né hafi öðrum leiðum ver-
ið beitt til þess að sannreyna með-
mælin á nokkurn hátt. Sjálf hefur
Guðrún sagt áður í viðtali á visir.is
að hún myndi ekki mikið eftir um-
sókn Luciu.
Þáttastjórnandi mismælir sig
Á fimmtudaginn kom Lucia í
viðtal hjá Íslandi í dag. Þar lét hún
þáttastjórnendur hafa öll gögn
sem vörðuðu umsóknina. Þá sagði
Steingrímur Sævarr Ólafsson, þátta-
stjórnandi Íslands í dag, að hann
hefði tvenn meðmæli undir hönd-
um sem tengdust Jónínu Bjartmarz
ekki á nokkurn hátt.
Aðspurður hvort gögnum hafi
verið haldið frá honum segir hann
svo ekki vera. Þátturinn hafi fengið
allar umsagnirnar þrjár.
„Ég mismælti mig,“ segir hann
um ástæður þess að hann talaði
aðeins um tvær umsagnir en ekki
þrjár þegar hann ásamt Ingu Lind
Karlsdóttur kvað upp þann dóm að
tengsl umhverfisráðherra væru ekki
að finna á umsókn-
inni
sjálfri. Samkvæmt orðum Stein-
gríms var því upplýsingum um
meðmælin ekki haldið leyndum fyr-
ir fjölmiðlinum.
Afgreitt eftir heildarskoðun
Í viðtali sem Jóhanna Vilhjálms-
dóttir hjá Kastljósi tók við Bjarna
Benediktsson, formann allsherjar-
nefndar, segir hann að málið hafi
verið afgreitt eftir heildarskoðun. Þá
segir hann að ákvörðunin hafi ver-
ið tekin á grundvelli allra gagna sem
lágu fyrir og nefnir hann meðmæl-
in sérstaklega. Einnig segir hann að
tekið hafi verið tillit til persónulegra
aðstæðna stúlkunnar en það er ljóst
að ekki var hringt í meðmælend-
ur til þess að grennslast sérstaklega
fyrir um þær. Þá segir Jónína Bjart-
marz í viðtali við mbl.is að hún hafi
hvergi komið að veitingu ríkisborg-
araréttsins né sé nokkuð á umsókn-
inni sem tengi hana við stúlkuna.
Þingmaður kemst í leyniskjöl
Þingmaður Frjálslynda flokksins,
Sigurjón Þórðarson segir á heima-
síðu sinni að stjórnsýslan sem sjái
um umsókn stúlkunnar sé önn-
ur en þjóðin hafi séð áður.
Sjálfur er hann einn af
fáum nefndarmönnum
allsherjarnefndar sem
hefur séð umsókn
stúlkunnar. Hann
gagnrýnir meðferð-
ina harðlega.
Þá hefur Jón-
ína Bjartmarz kært
Kastljós til siða-
nefndar fyrir
umfjöllun sína
um málið. Falli
dómur Jón-
ínu í hag þá
mun það eingöngu vera áfellisdóm-
ur en siðanefndin hefur engar aðrar
lausnir en að ávíta blaðamenn sem
eru fundnir sekir hjá nefndinni.
Tengsl við Jónínu?
Ljóst er að nafn sonar Jónínu
Bjartmarz er í skýrslunni samkvæmt
Kastljósi. Þá er einnig heimilisfang-
ið skráð þar en hann og stúlkan
suðurameríska búa bæði hjá Jón-
ínu Bjartmarz umhverfisráðherra.
Þá fylgja þrenn meðmæli með um-
sókninni. Ein meðmælin eru frá ís-
lenskukennara stúlkunnar, önnur
frá vinkonu hennar í námi og þau
þriðju eru frá móður Jónínu Bjart-
marz. Þrátt fyrir að Bjarni segi í við-
tali við Kastljós að málið hafi verið
afgreitt eftir heildarskoðun heldur
hann því fram ásamt öðrum nefnd-
armönnum að þeir hafi enga hug-
mynd haft um tengsl umhverfis-
ráðherrans við tengdadóttur sína.
Þó útilokar Guðjón Ólafur ekki í
öðru viðtali við DV að hann hafi hitt
stúlkuna í fylgd ráðherrans.
mánudagur 7. maí 20076 Fréttir DV
Könnuðu eKKi meðmælin
Móðir Jónínu Bjartmarz skrifaði meðmæli fyrir Luciu Celeste Molina Sierra sem er
tengdadóttir Jónínu. Allsherjarnefnd segir að sér hafi verið ókunnugt um að móðir
Jónínu hafi skrifað meðmælin. Aldrei var hringt í neinn og meðmæli eða persónulegir
hagir ekki skoðaðir. Þá segist þáttastjórnandi Íslands í dag, Steingrímur Ólafsson,
hafa mismælt sig þegar hann sagðist í viðtali hafa haft tvenn meðmæli undir höndum.
vALur greTTiSSon
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Steingrímur Sævarr Ólafsson Þáttastjórnandi íslands í dag segist hafa mismælt sig þegar hann sagðist hafa haft tvenn
meðmæli undir höndum en ekki þrenn sem er rétt. Hann ásamt Ingu Lind Karlsdóttur sagði að engin tengsl væri að sjá á milli
stúlkunnar og Jónínu á umsókninni, þegar rætt var við Luciu í þættinum á fimmtudaginn.
guðjón Ólafur Jónsson Framsóknarmað-
urinn í allsherjarnefnd segist þekkja móður
Jónínu Bjartmarz í sjón, en hún skrifaði
meðmæli fyrir tengdadóttur Jónínu.
guðrún Ögmundsdóttir Fráfarandi þingmaður Samfylkingar-
innar segist ekki hafa haft hugmynd um að móðir Jónínu hafi
skrifað meðmælin fyrir Luciu. Hún segist aðeins muna eftir
íslenskukennara sem mælti með stelpunni.
Bjarni Benediktsson Formaður allsherjarnefndar segir sér
ekki hafa verið kunnugt um að móðir Jónínu hafi skrifað
meðmæli fyrir tengdadótturina. Hann segir engin meðmæli
hafa verið könnuð áður en málið var afgreitt.
ríkisborgararéttur Enginn nefndar-
manna í undirnefnd allsherjarnefndar
segir sér hafa verið kunnugt um að það
hefði verið móðir Jónínu Bjartmarz sem
mælti með stúlkunni á umsókninni.
aldrei var hringt í þá sem mæltu með
stúlkunni samkvæmt nefndarmönnum
né sannreynt að meðmælin væru rétt.