Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 4
mánudagur 7. maí 20074 Fréttir DV Áhugamaður um steina gripinn Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu handtók tvo menn aðfaranótt föstudags en grunur leikur á að þeir hafi brotist inn í tvo bíla. Annar maðurinn var grímuklæddur þegar lögreglu bar að garði. Hún spurði þá hvað þeim gengi til og svaraði þá sá grímuklæddi að hann væri áhugamaður um steina. Hann hélt því fram að hann væri að skoða steinana á bílastæðinu. Lögreglunni þótti sagan heldur ótrúverðug og handtók báða mennina. Þeir voru færðir í fangageymslur. Fíkniefnamis- ferli í borginni Fimm karlmenn og ein kona voru handtekin í höf- uðborginni fyrir helgi vegna fíkniefna sem fundust í fórum þeirra. Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu gerði húsleitir á tveimur heimilum og fannst þó nokkuð af amfetamíni á þeim báðum. Í annarri íbúð- inni fannst einnig fjöldi af skammbyssuskotum. Þrír af mönnunum voru handteknir í miðborginni. Einn var með 100 grömm af hassi á sér og 70 skammta af LSD. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur hrundi niður stiga á 1. maí: Þakkar Guði að ekki fór verr „Ég er svona að skríða saman og er enn hálfasnalegur eftir að hafa fallið marga metra niður. Ég rotað- ist við höggið og vaknaði með lög- reglu og sjúkraliða stumrandi yfir mér nokkru síðar. Ég er bara mjög heppinn að ekki fór verr og þakka Guði fyrir það,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfé- lags Húsavíkur. Aðalsteinn slasaðist illa á verka- lýðsdaginn 1. maí sem haldinn var hátíðlegur í íþróttahúsinu á Húsa- vík. Að loknum fjölmennum hátíð- arhöldum var hann að ganga frá með starfsmönnum verkalýðsfé- lagsins og var að taka niður veggja- skraut með þeim afleiðingum að hann datt niður úr stiganum. Að- alsteinn féll fjóra metra niður og skall harkalega í gólfið. Hann hlaut handleggsbrot og skurði ásamt því að missa meðvitund við höggið. Sauma þurfti níu spor í andlitið á Aðalsteini. Fyrir utan óhappið er hann ánægður með hátíðarhöldin. „Við leggjum mikið upp úr því að hafa létta og skemmtilega dagskrá. Í ár tóku 700 manns þátt í þessu með okkur. Miðað við höfðatölu er okkar hátíð án efa sú fjölmennasta á land- inu,“ segir Aðalsteinn. trausti@dv.is Lurkum laminn aðalsteinn handleggsbrotnaði og hlaut djúpan skurð í andliti við fallið. Hópur fjármagnseigenda fer stækkandi með hverju árinu. Þeir greiða fjármagns- tekjuskatt sem rennur óskiptur til ríksins og sveitarfélögin fá ekki útsvar fyrir vikið. Sveitarfélögin halda úti mikilvægri grunnþjónustu fyrir alla íbúana. Sveitarfélög víða um land verða af gríðarlegum tekjum vegna sívaxandi hóps þeirra sem greiða fjármagns- tekjuskatt af tekjum sínum. Fyrir vik- ið missa sveitarfélögin útsvar vegna teknanna. Fyrir þremur árum áætl- aði Samband íslenskra sveitarfélaga tekjutap sveitarfélaganna og gerði þá ráð fyrir tapi upp á milljarð. Ljóst er að sú upphæð hefur hækkað sök- um þess að hópur fjármagnseigenda hefur vaxið jafnt og þétt eftir lög um einkahlutafélög og lækkaða skatta. Á síðustu fjórum árum hefur hóp- ur fjármagnseigenda stækkað sífellt og nam fjölgunin nærri 10 prósent- um milli áranna 2005 og 2006. Sam- kvæmt upplýsingum frá ríkisskatt- stjóra greiða tæplega 85 þúsund einstaklingar fjármagnstekjuskatt af hluta tekna sinna. Það er tæpur þriðj- ungur af öllum skattgreiðendum á skrá stofnunarinnar, 16 ára og eldri. Af þeim sem greiða fjármagnstekju- skatt eru í kringum 2.200 sem gefa eingöngu upp fjármagnstekjur. Finna verulega fyrir þessu Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri á hagsviði Sambands íslenskra sveit- arfélaga, segir ljóst að tekjutap sveit- arfélaganna hefur aukist verulega síðustu árin. „Það er erfitt að henda reiður á nákvæmlega hversu mik- ið tapið er. Það er alveg á hreinu að sú upphæð hefur aukist verulega frá okkar nálgun með milljarðinn. Menn finna mjög greinilega fyrir þessu í sveitarfélögunum úti á landi þar sem nánast allir eru komnir yfir í einkahlutafélög, sjómenn og smá- atvinnurekendur,“ segir Gunnlaugur. „Það liggur ljóst fyrir að þetta hefur töluverð áhrif á sveitarfélögin. Engu að síður þurfa þau að halda úti stað- bundinni þjónustu sem fjármagns- eigendur greiða í raun ekki fyrir. Þeir greiða ekki skatt til sveitarfélaga, að- eins til ríkisins. Þjónusta sveitarfé- laganna er því niðurgreidd af öðrum og ekkert kemur inn í pott sveitarfé- laganna frá fjármagnseigendum þótt þeir nýti sér þjónustuna. Það er ekki eðlilegt að halda svona áfram, annað hvort þarf að reikna þessum einstakl- ingum lágmarksgjöld til sveitarfélaga eða að fjármagnstekjuskattinum sé skipt á milli sveitarfélaga og ríkisins. Núverandi fyrirkomulag finnst okkur ekki í lagi.“ Allir eiga að taka þátt Bergur Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, tekur undir og seg- ir ekki sanngjarnt að sveitarfélögin séu að verða af útsvari með þessum hætti. „Að sjálfsögðu halda sveitar- félögin úti góðri þjónustu. Þetta er misræmi sem sveitarfélögin og rík- ið þurfa að setjast yfir og leysa sem fyrst. Það er ekki sanngjarnt að sumir greiði ekki fyrir þá þjónustu sem þeir fá. Það eiga allir að taka þátt í sameig- inlegum kostnaði vegna grunnþjón- ustu sveitarfélaganna,“ segir Bergur. „Að mínu mati er mikilvægt að þetta sé lagað hið fyrsta þó svo að erfitt sé að festa tölu á hversu miklum tekjum við höfum orðið af. Það er sjálfsagt að þetta sé leiðrétt enda um mikilvægt jafnræðissjónarmið að ræða.“ SVEITARFÉLÖGIN VERÐA AF MIKLUM TEKJUM TrAusTi hAFsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „ekkert kemur inn í pott sveitarfélaganna frá fjármagnseigendum þótt þeir nýti sér þjón- ustuna.“ Missa tekjur Sveitarfélög víða um land missa tekjur vegna sívaxandi hóps fjármagnseigenda. Próf í stjórnmálum „Við ákváðum að bíða með að kynna þetta þar til styttra væri í kosningar. Nú ættu kjósendur að geta tekið próf- ið til að sannreyna hvað þeir eiga að kjósa,“ segir Páll Ingi Kvaran, nemandi við Háskól- ann á Bifröst. Páll Ingi vann lokaverk- efni ásamt fimm samnem- endum sínum sem tekur á stefnu íslensku stjórnmála- flokkanna. Lokaverkefnið er gagnvirkt sjálfspróf til að hjálpa kjósendum að sam- ræma sjónarmið sín áherslum flokkanna. Prófið inniheld- ur 11 spurningar í mismun- andi málaflokkum, sem einna helst greina flokkana í sundur. Stefnuskrár þeirra voru not- aðar til viðmiðunar. Áhuga- samir geta tekið prófið á slóð- inni xhvad.bifrost.is. Uppselt á allar sýningar „Þessi sýningarferð hefur ver- ið algjört ævintýri, bæði hvÞessi sýningarferð hefur verið algjört ævintýri, bæði hvað dansinn varðar og upplifun á menningu, og náttúrulega svakalega góð landkynning fyrir Ísland,“ segir Bryndís Nielsen, upplýsingafull- trúi Íslenska dansflokksins. Gífurlegur áhugi hefur verið fyrir Íslenska dansflokknum í Kína og áhorfendur hafa hrifist af sýningum hans. Uppselt hefur verið á allar sýningar flokksins, í Shanghai, Guangzhou og Peking. Viðtökur fjölmiðla, áhorfenda og atvinnufólks hafa verið afar góð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.