Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 8
mánudagur 7. maí 20078 Fréttir DV HERINN TAKMARKAR BLOGG HERMANNA Í tölvupósti sem hermaður í Írak sendi herfélaga sínum í Bandaríkj- unum, sem er á leið til landsins, koma fram upplýsingar um hvaða aðferðum hermenn beita til að finna sprengjur sem íraskir upp- reisnarmenn hafa komið fyrir. Þetta er alls ekki eina dæmið um hvern- ig hermenn hafa ljóstrað upp um hernaðarleg leyndarmál í tölvu- póstum eða á bloggsíðum. Banda- ríska varnarmálaráðuneytið hefur því sett strangar reglur um tölvu- samskipti hermanna við umheim- inn. Bölva banninu Yfirmenn herdeilda verða sam- kvæmt nýju reglunum að gefa grænt ljós á allt það sem undir- menn þeirra skrifa á bloggsíður. Þeir sem óhlýðnast því og skrifa til dæmis um staðsetningu ákveðinna hersveita, fyrirhugaðar aðgerðir eða birta myndir frá störfum sín- um verður refsað. Samkvæmt frétt breska blaðsins The Guardian gætir mikillar óánægju meðal hermanna með bannið. Þeir telja neikvæð skrif sín um herinn og efasemd- ir um fullyrðingar George W. Bush Bandaríkjaforseta um góðan árang- ur hersins í Írak vera ástæðuna fyr- ir því. Umsjónarmaður vinsællar hermannabloggsíðu segir bannið óframkvæmanlegt og að þeir sem eru ósáttir við það muni finna leið- ir til að komast í kringum það. Rit- stjóri bókar sem byggð er á blogg- skrifum hermanna í Írak gagnrýnir einnig bannið og bendir á að frá- sagnir hermannanna séu í raun já- kvæðasta umfjöllunin sem herinn fái um störf sín í Írak og Afganist- an. Samkvæmt fréttinni er netnotk- un bandarískra hermanna í Írak og Afganistan mjög mikil. Persónuleg bréf eru einkamál Þótt reglurnar kveði á um að yf- irmenn skoði alla tölvupósta og bloggskrif þá segir einn stjórnenda hersins, sem kom að gerð regln- anna, ekki mögulegt að halda úti svo miklu eftirliti. Tölvupóstur her- manna verði því ekki lesinn yfir enda séu skrif hermanna til fjöl- skyldu sinnar og vina einkamál. Þeir sem ætla að opna bloggsíðu verða hins vegar að ráðfæra sig við yfirmenn sína. Hann segir traust ríkja til hermanna um að þeir haldi trúnað og opinberi ekki hernaðar- leg leyndarmál en þeir sem verða uppvísir um slíkt eiga á hættu að verða stefnt fyrir herrétt. Skrif ættingja einnig bönnuð Í tímaritinu Wired er fullyrt að bannið nái einnig til fyrrverandi hermanna, starfsmanna hersins, verktaka og jafnvel fjölskyldna þeirra. Bent er á að aðeins hluti þessa hóps hafi aðgang að upplýs- ingum um reglurnar á tölvukerfi bandaríska varnarmálaráðuneyt- isins og geti því ekki kynnt sér um- fang þeirra. Í grein blaðsins kem- ur fram að yfirvöld hafi í seinni heimsstyrjöldinni lesið bréf her- manna og ritskoðað ef tilefni var til. Munurinn sé hins vegar sá að í dag hafa óvinir og leyniþjónust- ur erlendra ríkja aðgang að skrif- unum í gegnum bloggsíður og tölvupósta. Haft er eftir einum yf- irmanni hersins í blaðinu að hann telji reglurnar óþarfar og nær væri að nýta baráttukraft hermannanna á ritvellinum á sama hátt og á víg- vellinum enda væru raddir þeirra trúverðugasti fréttamiðillinn og full þörf fyrir að þær heyrðust. Frá upphafi innrásarinnar í Írak Bandarískir hermenn í Írak verða hér eftir að leita samþykkis yfirmanna sinna fyrir skrifum sínum á bloggsíður. Stjórn hersins óttast að uppreisnarmenn fái ítarlegar upplýsingar um starfsemi hans í gegn- um blogg og tölvupóst her- manna. Þeir hafa brugðist illa við banninu. Hermenn við tölvur Skrif bandarískra hermanna á bloggsíður og í tölvupóst- um valda yfirmönnum þeirra áhyggjum. Bókin The Blog of War Byggð á frásögnum hermanna af störfum sínum í írak og afganistan. Einnig fylgst með skrif- um fyrrverandi her- manna og ættingja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.